Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar 28. nóvember 2024 19:43 Enn sem komið gengur ekki að leiða til lykta kjaraviðræður hins opinbera og kennarasambandsins. Aðdragandinn hefur verið langur og rétt í þessu var hent í eitt stykki fjölmiðlabann á línuna. Umfjöllun hefur verið margvísleg en rekstrarhagkvæmni skólakerfisins hefur verið í deiglunni, sem og kennarastarfið. Allavega er altalað hvað þetta sé nú allt of kostnaðarsamt og standi ekki undir væntingum verkkaupa. Það er rétt að samfélagið tapar á því að kennarar séu í verkfalli. Afleiddar afleiðingar eru til að mynda þær að foreldrar geta þá ekki mætt til vinnu því þau þurfa að vera heima að sinna börnunum. Það er auðvitað ósanngjarnt, en hefur einhver heyrt af kjarabaráttu þar sem passað var sérstaklega upp á hún hefði engin áhrif? Rof á þjónustu á að hafa áhrif. Til þess er leikurinn gerður. Nútímasamfélagsgerð gerir líka miklar kröfur um þjónustu. Þar er skólakerfið enginn eftirbátur. Fólk verður samt að átta sig á því að aukin þjónusta kostar meira. Þess vegna er hærra verð greitt fyrir matinn á Strikinu en á Grill 66. En sökum þess að peningurinn kemur úr vösum almennings í formi skatta, virðist verða einhver aftenging við fjármagnið. Þú veist að þetta kostar, en þér líður ekki endilega eins og þú sért að borga. Og þá tengir þú ekki við hvað kostnaðurinn felur í sér eða hvernig á að draga úr honum. Það væri hægt að hætta niðurgreiðslu námsgagna og skólamáltíða flatt á línuna og tekjutengja skilyrði niðurgreiðslunna. En er fólk til í það? Samkvæmt síðustu sveitastjórnarkosningum þá er það ekki raunin. Viljum við spara með því að minnka vægi dýrasta námsins. Síðast þegar ég gáði voru list- og verkgreinar frekastar á aðföng, mannafla og húsnæði. En var ekki breið samstaða um að auka framboð og vægi list-og verkgreina? Viljum við spara þar? Ætti að spara með því að leggja einungis áherslu á bóknám, sem er lang ódýrast. Þess vegna moka háskólarnir árlega út fleiri hundruðum hundruðum lögfræðinga, sálfræðinga og viðskiptafræðinga á hverri önn. Mögulega er það upprunalega forsenda þess að iðnnám átti undir högg að sækja. Skammtíma sparnaður. Það væri líka hægt að spara með því að leggja niður Skóla án aðgreiningar, því honum fylgir mikið þjónustustig en ekki endilega aðföng eða fjármagn. Því það kostar að koma til móts við alla, á öllum snertiflötum menntunar. En langar einhverjum að spara með því að úthýsa nemendum með sérþarfir? Það kostar þó sennilega mest að halda ekki í hæft starfsfólk. Samkeppnishæf laun, starfsumhverfi og hvatakerfi er ekki til staðar, sem er ámælisvert. Það myndi tækla starfsmannaveltu, sem er kostnaðarsöm. Hæfara starfsfólk skilar meira framleiðni heldur en hinn almenni bolur. Og er það ekki það sem við viljum? Því það kostar. Hugsjónin færir fjöll, en ekki að eilífu. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Davíð Már Sigurðsson Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Sjá meira
Enn sem komið gengur ekki að leiða til lykta kjaraviðræður hins opinbera og kennarasambandsins. Aðdragandinn hefur verið langur og rétt í þessu var hent í eitt stykki fjölmiðlabann á línuna. Umfjöllun hefur verið margvísleg en rekstrarhagkvæmni skólakerfisins hefur verið í deiglunni, sem og kennarastarfið. Allavega er altalað hvað þetta sé nú allt of kostnaðarsamt og standi ekki undir væntingum verkkaupa. Það er rétt að samfélagið tapar á því að kennarar séu í verkfalli. Afleiddar afleiðingar eru til að mynda þær að foreldrar geta þá ekki mætt til vinnu því þau þurfa að vera heima að sinna börnunum. Það er auðvitað ósanngjarnt, en hefur einhver heyrt af kjarabaráttu þar sem passað var sérstaklega upp á hún hefði engin áhrif? Rof á þjónustu á að hafa áhrif. Til þess er leikurinn gerður. Nútímasamfélagsgerð gerir líka miklar kröfur um þjónustu. Þar er skólakerfið enginn eftirbátur. Fólk verður samt að átta sig á því að aukin þjónusta kostar meira. Þess vegna er hærra verð greitt fyrir matinn á Strikinu en á Grill 66. En sökum þess að peningurinn kemur úr vösum almennings í formi skatta, virðist verða einhver aftenging við fjármagnið. Þú veist að þetta kostar, en þér líður ekki endilega eins og þú sért að borga. Og þá tengir þú ekki við hvað kostnaðurinn felur í sér eða hvernig á að draga úr honum. Það væri hægt að hætta niðurgreiðslu námsgagna og skólamáltíða flatt á línuna og tekjutengja skilyrði niðurgreiðslunna. En er fólk til í það? Samkvæmt síðustu sveitastjórnarkosningum þá er það ekki raunin. Viljum við spara með því að minnka vægi dýrasta námsins. Síðast þegar ég gáði voru list- og verkgreinar frekastar á aðföng, mannafla og húsnæði. En var ekki breið samstaða um að auka framboð og vægi list-og verkgreina? Viljum við spara þar? Ætti að spara með því að leggja einungis áherslu á bóknám, sem er lang ódýrast. Þess vegna moka háskólarnir árlega út fleiri hundruðum hundruðum lögfræðinga, sálfræðinga og viðskiptafræðinga á hverri önn. Mögulega er það upprunalega forsenda þess að iðnnám átti undir högg að sækja. Skammtíma sparnaður. Það væri líka hægt að spara með því að leggja niður Skóla án aðgreiningar, því honum fylgir mikið þjónustustig en ekki endilega aðföng eða fjármagn. Því það kostar að koma til móts við alla, á öllum snertiflötum menntunar. En langar einhverjum að spara með því að úthýsa nemendum með sérþarfir? Það kostar þó sennilega mest að halda ekki í hæft starfsfólk. Samkeppnishæf laun, starfsumhverfi og hvatakerfi er ekki til staðar, sem er ámælisvert. Það myndi tækla starfsmannaveltu, sem er kostnaðarsöm. Hæfara starfsfólk skilar meira framleiðni heldur en hinn almenni bolur. Og er það ekki það sem við viljum? Því það kostar. Hugsjónin færir fjöll, en ekki að eilífu. Höfundur er kennari.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun