Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar 28. nóvember 2024 16:31 Í yfirstandandi kosningabaráttu hefur ítrekað verið bent á að málefni sem tengjast náttúrunni þyrftu að vera margfalt meira á dagskrá. Heilu umræðuþættirnir koma lítið, ef eitthvað, inn á umhverfismál. Vert er þó að segja frá mjög áhugaverðum fundi sem haldinn var laugardaginn 23. nóvember þar sem fulltrúar allra flokka sátu fyrir svörum um sjálfbæra nýtingu og verndun vistkerfa og loftslagsmál. Andrúmsloftið á þessum fundi endurspeglaði djúpar áhyggjur fólks og með honum voru send sterk skilaboð um mikilvægi þess að taka af fullri alvöru á málum. Hnattrænt neyðarástand Náttúra jarðar á sífellt meira undir högg að sækja vegna óvarkárrar hegðunar manna. Hættumerkin eru víða og eru m.a. rædd af mikilli ástríðu á risastórum alþjóðasamkomum Sameinuðu þjóðanna núna í haust um líffræðilega fjölbreytni, loftslagsmál og eyðimerkurmyndun. Við búum við hnattrænt neyðarástand, sem lýsir sér í hruni líffræðilegrar fjölbreytni vegna óvarkárrar landnýtingar, ósjálfbærrar nýtingar náttúruauðlinda, mengunar, hraðrar útbreiðslu framandi ágengra tegunda og síðast en ekki síst hamfarahlýnunar. Skaðleg áhrif hins síðastnefnda blasa nú ítrekað við víðs vegar í heiminum. Líffræðileg fjölbreytni er forsenda heilbrigðra vistkerfa sem við mennirnir erum hluti af og slík vistkerfi standa undir því að við getum átt blómlegt atvinnulíf og efnahag, mat á borðum okkar, hreint vatn, stjórn á útbreiðslu sjúkdóma og lífvænlega staði til að búa á; í stuttu máli jörð sem er fær um að fóstra líf. Ísland er ekki undanþegið þeim alþjóðlegu vandamálum sem hér hafa verið nefnd. Hér eru vistkerfi sem gefa okkur tækifæri til að lifa mannsæmandi lífi ef við umgöngumst þau að skynsemi og vandvirkni. En það eru sannarlega blikur á lofti um framtíð margra þessara vistkerfa og í ljósi þeirra ógna sem ríkja verðum við að tryggja enn frekar sjónarmið sjálfbærrar nýtingar og verndar þegar við mótum stefnu og ákveðum hvernig við högum lífi okkar. Vistkerfi Íslands eru ekki einangruð fyrirbæri, heldur hluti af flóknu lífkerfi jarðar þar sem samspil margra þátta ræður úrslitum um framtíð lífs á plánetunni. Ábyrgð okkar er því mikil og þyngist stöðugt. Forystuhlutverk stjórnmálamanna Þessi staða er vissulega margþætt og flókin og auðvelt er að fórna höndum í ráðaleysi. Kannski skýrir það þá þögn sem hefur ríkt um þennan málaflokk í kosningabaráttunni; málið er kannski hreinlega „of stórt“? En ráðaleysi og höfnun er ekki valkostur núna. Hérlendis er mikil þekking til staðar og fjölmörg tækifæri til að bregðast rétt við ef vandað er til verka á komandi árum. Hér má benda á ýmis dæmi um gagnleg verkefni og hvetjandi umræður í samfélaginu. Leiðandi hlutverk stjórnvalda er hér geysilega veigamikið. Þess vegna verðum við að tryggja að rödd náttúrunnar verði sterk á því þingi sem við nú kjósum, þar sem þekking, skilningur og reynsla þingmanna skiptir höfuðmáli. Við skulum öll óska þess - eins og niðurstaða fundarins sem getið var í upphafi glögglega sýndi – að nýju Alþingi og ríkisstjórn auðnist að forgangsraða málefnum náttúrunnar. Það er forsenda góðs efnahags þjóðarinnar, heilbrigðis og velferðar samfélags okkar. Setjum náttúruna í fyrsta sæti! Höfundur er líffræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Umhverfismál Mest lesið Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Í yfirstandandi kosningabaráttu hefur ítrekað verið bent á að málefni sem tengjast náttúrunni þyrftu að vera margfalt meira á dagskrá. Heilu umræðuþættirnir koma lítið, ef eitthvað, inn á umhverfismál. Vert er þó að segja frá mjög áhugaverðum fundi sem haldinn var laugardaginn 23. nóvember þar sem fulltrúar allra flokka sátu fyrir svörum um sjálfbæra nýtingu og verndun vistkerfa og loftslagsmál. Andrúmsloftið á þessum fundi endurspeglaði djúpar áhyggjur fólks og með honum voru send sterk skilaboð um mikilvægi þess að taka af fullri alvöru á málum. Hnattrænt neyðarástand Náttúra jarðar á sífellt meira undir högg að sækja vegna óvarkárrar hegðunar manna. Hættumerkin eru víða og eru m.a. rædd af mikilli ástríðu á risastórum alþjóðasamkomum Sameinuðu þjóðanna núna í haust um líffræðilega fjölbreytni, loftslagsmál og eyðimerkurmyndun. Við búum við hnattrænt neyðarástand, sem lýsir sér í hruni líffræðilegrar fjölbreytni vegna óvarkárrar landnýtingar, ósjálfbærrar nýtingar náttúruauðlinda, mengunar, hraðrar útbreiðslu framandi ágengra tegunda og síðast en ekki síst hamfarahlýnunar. Skaðleg áhrif hins síðastnefnda blasa nú ítrekað við víðs vegar í heiminum. Líffræðileg fjölbreytni er forsenda heilbrigðra vistkerfa sem við mennirnir erum hluti af og slík vistkerfi standa undir því að við getum átt blómlegt atvinnulíf og efnahag, mat á borðum okkar, hreint vatn, stjórn á útbreiðslu sjúkdóma og lífvænlega staði til að búa á; í stuttu máli jörð sem er fær um að fóstra líf. Ísland er ekki undanþegið þeim alþjóðlegu vandamálum sem hér hafa verið nefnd. Hér eru vistkerfi sem gefa okkur tækifæri til að lifa mannsæmandi lífi ef við umgöngumst þau að skynsemi og vandvirkni. En það eru sannarlega blikur á lofti um framtíð margra þessara vistkerfa og í ljósi þeirra ógna sem ríkja verðum við að tryggja enn frekar sjónarmið sjálfbærrar nýtingar og verndar þegar við mótum stefnu og ákveðum hvernig við högum lífi okkar. Vistkerfi Íslands eru ekki einangruð fyrirbæri, heldur hluti af flóknu lífkerfi jarðar þar sem samspil margra þátta ræður úrslitum um framtíð lífs á plánetunni. Ábyrgð okkar er því mikil og þyngist stöðugt. Forystuhlutverk stjórnmálamanna Þessi staða er vissulega margþætt og flókin og auðvelt er að fórna höndum í ráðaleysi. Kannski skýrir það þá þögn sem hefur ríkt um þennan málaflokk í kosningabaráttunni; málið er kannski hreinlega „of stórt“? En ráðaleysi og höfnun er ekki valkostur núna. Hérlendis er mikil þekking til staðar og fjölmörg tækifæri til að bregðast rétt við ef vandað er til verka á komandi árum. Hér má benda á ýmis dæmi um gagnleg verkefni og hvetjandi umræður í samfélaginu. Leiðandi hlutverk stjórnvalda er hér geysilega veigamikið. Þess vegna verðum við að tryggja að rödd náttúrunnar verði sterk á því þingi sem við nú kjósum, þar sem þekking, skilningur og reynsla þingmanna skiptir höfuðmáli. Við skulum öll óska þess - eins og niðurstaða fundarins sem getið var í upphafi glögglega sýndi – að nýju Alþingi og ríkisstjórn auðnist að forgangsraða málefnum náttúrunnar. Það er forsenda góðs efnahags þjóðarinnar, heilbrigðis og velferðar samfélags okkar. Setjum náttúruna í fyrsta sæti! Höfundur er líffræðingur.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun