Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar 28. nóvember 2024 11:20 Í nýlegri grein Ragnars Þórs Ingólfssonar er fjallað um hvort skattleggja eigi lífeyri áður en lagt er inn á lífeyrissjóðina eða út. Þar eru lagðar fram ýmis konar tölur sem skipta í raun engu máli þegar svara á þeirri spurningu. En þær líta vel út og það hljómar vel að nota tilvísun í traust landsmanna til lífeyrissjóða eða hræða fólk með bólum og hruni. Nú er ég efasemdarmaður um ýmislegt. Líka um lífeyrissjóðina. Mér finnst erfitt að þurfa að treysta lífeyrissjóðum fyrir ávöxtun á lífeyri yfir heila mannsævi þar sem það eru alveg dæmi um einstaka lífeyrissjóði sem hafa þurrkast út vegna lélegra fjárfestinga. Sjónhverfing En til hvers eru verið að rökræða hvort það eigi að greiða skatt fyrir eða eftir greiðslu inn í lífeyrissjóð? Jú, Flokkur fólksins vill nota skattheimtu af greiðslunum sem fást af því að greiða inn í lífeyriskerfið til þess að fjármagna alls konar opinber verkefni. Þau búast við einhverjum 90 milljörðum á ári í tekjuaukningu fyrir ríkið vegna þess. Ég verð að segja að þetta er sjónhverfing. Af hverju? Jú, ef það eru teknir 90 milljarðar úr greiðslum inn í lífeyrissjóðina þá eru þeir ekki til staðar þegar greiða á úr lífeyrissjóðunum. Það þýðir, að öllu óbreyttu miðað við verðlagsþróun, að reikningsdæmið kemur út á núlli. 90 milljarðar úr lífeyriskerfinu fyrir inngreiðslu þýðir þá bókstaflega 90 milljarðar í mínus á hinum endanum. Það gerist vissulega ekki strax, þetta er því bara tímabundin tilfærsla á fjármagni frá framtíðarkynslóðum. Rökin eru, þessu til viðbótar, að fólk treystir ekki lífeyrissjóðunum. Að fjármagn þeirra hafi þurrkast upp í bólu og hruni. Á meðan það er rétt, þá var það tímabundið. Virði eigna þeirra hækkaði aftur í verði og tapið vannst til baka. Það er nefnilega yfirleitt þannig að þegar einhver rekstur verður gjaldþrota þá hverfur ekki þörfin fyrir þjónustunni sem sá rekstur sinnir. Annar tekur við og heldur áfram. Og ef þetta eru rökin, 90 milljarðar úr lífeyrissjóðum í ríkissjóð af því að fólk vantreystir lífeyrissjóðum þá er ágætt að muna að fólk vantreystir ríkissjóði enn minna. Ríkið hefur farið út alls konar fjárfestingar sem hafa hrunið all svakalega. Íbúðalánasjóður er ágætis dæmi um slíkt klúður. Stóru tölurnar Það þarf alveg að ræða lífeyrissjóðina - í samhengi við samkeppnismál. Í samhengi við spillingu, jeppa, fjölda, lýðræðis og alls konar vandamála sem óhjákvæmilega koma upp í kringum mikið magn af peningum. En 90 milljarðar er líka mikið magn af peningum og stjórnmálamönnum er alveg jafn illa treystandi fyrir miklu magni af almannafé. Það er alveg hægt að ímynda sér að ríkið fari í betri fjárfestingar fyrir þessa 90 milljarða en lífeyrissjóðirnir en ég myndi segja að líkurnar á því séu ekkert svakalega góðar. Það sem er hins vegar algerlega kristalskýrt er að minni innkoma lífeyrissjóðanna hefur bein áhrif á vænt lífeyrisréttindi. Það er gert ráð fyrir ávöxtun ofan á þessa 90 milljarða og ef sú ávöxtun stenst þá græða bæði lífeyrisþegar og ríkið fær hærri skattheimtu líka. Í samhengi þess að við erum að tala hérna um stórar tölur þá hafa einstaka gjaldþrot, jafnvel stærri fyrirtækja eða jafnvel efnahagshruns, í rauninni lítil sem engin áhrif til lengri tíma. Hagkerfið er nefnilega stærð sem hverfis í kringum fjölda fólks og samfélagslega velsæld. Einstaka efnahagsleg áföll breyta engu um þessar stærðir. Það er lögmál hagkerfa sem þarf að hafa grundvallarskilning á til þess að sjá heildarsamhengið. Heildarsamhengið Hagkerfið verður alltaf til staðar, óháð því hvað okkur finnst um það. Óháð því hvort það komi bóla eða hrun. Það kemur alltaf til baka því efnahagslegt virði þess er einfaldlega fólkið sem býr í landinu. Hagkerfið getur minnkað og stækkað sem breytir í rauninni engu um lífskjör - nema við breytum því hvernig gæði skiptast á milli fólks. Ef fáir fá mikið þá erum við með slæmt hagkerfi þar sem fátækt ríkir. Ef allir fá jafnt erum við líka með ósanngjarnt hagkerfi þar sem framtakssemi er ekki verðlaunuð. Hagkerfið er þegar allt kemur til alls ákveðin jafnvægislist þess hvernig við skiptum með okkur sameiginlegum gæðum. Þau gæði vegast svo á við sömu gæði í öðrum hagkerfum (annara landa) sem segir til um hversu auðug við erum í samanburði við aðra. Lífeyrisréttindi fólks er ákveðinn framtíðarauður. Að tryggja fólki góða framfærslu á efri árum er efnahagslega góð ákvörðun. Hvernig við gerum það er ekki auðveld spurning að svara en lífeyrissjóðskerfið hefur staðist álagið í samanburði við aðrar lausnir í öðrum löndum. Það þýðir ekki að við eigum að hætta að gera betur - en á sama tíma þýðir það að við getum ekki tekið 90 milljarða úr kerfinu sísvona með sjónhverfingu um að það auki einhvern vegin tekjur ríkisins. Ekki án þess að sýna það skýrt hvernig það minnkar ekki lífeyrisréttindi fólks. Höfundur er þingmaður og oddviti Pírata í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Leví Gunnarsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Píratar Mest lesið Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Sjá meira
Í nýlegri grein Ragnars Þórs Ingólfssonar er fjallað um hvort skattleggja eigi lífeyri áður en lagt er inn á lífeyrissjóðina eða út. Þar eru lagðar fram ýmis konar tölur sem skipta í raun engu máli þegar svara á þeirri spurningu. En þær líta vel út og það hljómar vel að nota tilvísun í traust landsmanna til lífeyrissjóða eða hræða fólk með bólum og hruni. Nú er ég efasemdarmaður um ýmislegt. Líka um lífeyrissjóðina. Mér finnst erfitt að þurfa að treysta lífeyrissjóðum fyrir ávöxtun á lífeyri yfir heila mannsævi þar sem það eru alveg dæmi um einstaka lífeyrissjóði sem hafa þurrkast út vegna lélegra fjárfestinga. Sjónhverfing En til hvers eru verið að rökræða hvort það eigi að greiða skatt fyrir eða eftir greiðslu inn í lífeyrissjóð? Jú, Flokkur fólksins vill nota skattheimtu af greiðslunum sem fást af því að greiða inn í lífeyriskerfið til þess að fjármagna alls konar opinber verkefni. Þau búast við einhverjum 90 milljörðum á ári í tekjuaukningu fyrir ríkið vegna þess. Ég verð að segja að þetta er sjónhverfing. Af hverju? Jú, ef það eru teknir 90 milljarðar úr greiðslum inn í lífeyrissjóðina þá eru þeir ekki til staðar þegar greiða á úr lífeyrissjóðunum. Það þýðir, að öllu óbreyttu miðað við verðlagsþróun, að reikningsdæmið kemur út á núlli. 90 milljarðar úr lífeyriskerfinu fyrir inngreiðslu þýðir þá bókstaflega 90 milljarðar í mínus á hinum endanum. Það gerist vissulega ekki strax, þetta er því bara tímabundin tilfærsla á fjármagni frá framtíðarkynslóðum. Rökin eru, þessu til viðbótar, að fólk treystir ekki lífeyrissjóðunum. Að fjármagn þeirra hafi þurrkast upp í bólu og hruni. Á meðan það er rétt, þá var það tímabundið. Virði eigna þeirra hækkaði aftur í verði og tapið vannst til baka. Það er nefnilega yfirleitt þannig að þegar einhver rekstur verður gjaldþrota þá hverfur ekki þörfin fyrir þjónustunni sem sá rekstur sinnir. Annar tekur við og heldur áfram. Og ef þetta eru rökin, 90 milljarðar úr lífeyrissjóðum í ríkissjóð af því að fólk vantreystir lífeyrissjóðum þá er ágætt að muna að fólk vantreystir ríkissjóði enn minna. Ríkið hefur farið út alls konar fjárfestingar sem hafa hrunið all svakalega. Íbúðalánasjóður er ágætis dæmi um slíkt klúður. Stóru tölurnar Það þarf alveg að ræða lífeyrissjóðina - í samhengi við samkeppnismál. Í samhengi við spillingu, jeppa, fjölda, lýðræðis og alls konar vandamála sem óhjákvæmilega koma upp í kringum mikið magn af peningum. En 90 milljarðar er líka mikið magn af peningum og stjórnmálamönnum er alveg jafn illa treystandi fyrir miklu magni af almannafé. Það er alveg hægt að ímynda sér að ríkið fari í betri fjárfestingar fyrir þessa 90 milljarða en lífeyrissjóðirnir en ég myndi segja að líkurnar á því séu ekkert svakalega góðar. Það sem er hins vegar algerlega kristalskýrt er að minni innkoma lífeyrissjóðanna hefur bein áhrif á vænt lífeyrisréttindi. Það er gert ráð fyrir ávöxtun ofan á þessa 90 milljarða og ef sú ávöxtun stenst þá græða bæði lífeyrisþegar og ríkið fær hærri skattheimtu líka. Í samhengi þess að við erum að tala hérna um stórar tölur þá hafa einstaka gjaldþrot, jafnvel stærri fyrirtækja eða jafnvel efnahagshruns, í rauninni lítil sem engin áhrif til lengri tíma. Hagkerfið er nefnilega stærð sem hverfis í kringum fjölda fólks og samfélagslega velsæld. Einstaka efnahagsleg áföll breyta engu um þessar stærðir. Það er lögmál hagkerfa sem þarf að hafa grundvallarskilning á til þess að sjá heildarsamhengið. Heildarsamhengið Hagkerfið verður alltaf til staðar, óháð því hvað okkur finnst um það. Óháð því hvort það komi bóla eða hrun. Það kemur alltaf til baka því efnahagslegt virði þess er einfaldlega fólkið sem býr í landinu. Hagkerfið getur minnkað og stækkað sem breytir í rauninni engu um lífskjör - nema við breytum því hvernig gæði skiptast á milli fólks. Ef fáir fá mikið þá erum við með slæmt hagkerfi þar sem fátækt ríkir. Ef allir fá jafnt erum við líka með ósanngjarnt hagkerfi þar sem framtakssemi er ekki verðlaunuð. Hagkerfið er þegar allt kemur til alls ákveðin jafnvægislist þess hvernig við skiptum með okkur sameiginlegum gæðum. Þau gæði vegast svo á við sömu gæði í öðrum hagkerfum (annara landa) sem segir til um hversu auðug við erum í samanburði við aðra. Lífeyrisréttindi fólks er ákveðinn framtíðarauður. Að tryggja fólki góða framfærslu á efri árum er efnahagslega góð ákvörðun. Hvernig við gerum það er ekki auðveld spurning að svara en lífeyrissjóðskerfið hefur staðist álagið í samanburði við aðrar lausnir í öðrum löndum. Það þýðir ekki að við eigum að hætta að gera betur - en á sama tíma þýðir það að við getum ekki tekið 90 milljarða úr kerfinu sísvona með sjónhverfingu um að það auki einhvern vegin tekjur ríkisins. Ekki án þess að sýna það skýrt hvernig það minnkar ekki lífeyrisréttindi fólks. Höfundur er þingmaður og oddviti Pírata í Reykjavík suður.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun