Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar 28. nóvember 2024 10:22 Rauði krossinn á Íslandi opnar fjöldahjálparstöðvar reglulega um land allt vegna óveðra, náttúruhamfara, slysa og ýmissa annarra atburða. Til að koma fólki í skjól eins fljótt og auðið er, er gert ráð fyrir því að hægt sé að opna fjöldahjálpastöð með skömmum fyrirvara. Sjálfboðaliðar Rauða krossins eru nauðsynlegur hlekkur í opnun fjöldahjálpastöðva um land allt og eru til staðar í sínu nærsamfélagi þegar á reynir. Þjónustan tekur mið af atvikinu Misjafnt er eftir atburðum hvaða þjónustu þarf að bjóða upp á í fjöldahjálparstöð en í upphafi er almennt verið að horfa til grunnþarfa einstaklinga, svo sem húsaskjóls, matar og annarra brýnna nauðsynja. Það fer svo eftir umfangi atburða hvort bæta þurfi við frekari stuðningi fyrir þau sem dvelja í fjöldahjálparstöð, en þá er önnur þjónusta svo sem sálrænn stuðningur, ráðgjöf og upplýsingagjöf virkjuð. Mikilvægt er að starfsemi í fjöldahjálparstöð sé í samræmi við atvikið sem um ræðir og oft þarf að hafa hraðar hendur og finna lausnir á staðnum, þar sem engin tvö atvik eru eins. Einstaklingar sem þurfa að dvelja í fjöldahjálparstöðvum í skemmri eða lengri tíma hafa oftar en ekki lent í erfiðum aðstæðum s.s. óveðri, náttúruhamförum eða slysi. Alla jafna vita sjálfboðaliðar Rauða krossins ekki við hverju er að búast þegar þeir fara á staðinn en þeir mæta og styðja við einstaklingana á meðan dvöl þeirra stendur en fólk getur upplifað misjafnar tilfinningar á meðan dvöl í fjöldahjálparstöð stendur, allt frá sorg, hræðslu og reiði yfir í mikið þakklæti. Hvar eru svo þessar fjöldahjálparstöðvar? Fjöldahjálpastöðvar um land allt eru gjarnan í eigu sveitarfélagana og er hægt að opna með skömmum fyrirvara, s.s. félagsheimili, skólar og íþróttahús. Hins vegar getur komið upp sú staða að húsnæðið sem var ætlað fyrir fjöldahjálparstöð er ekki til taks eða óhentugt hvað varðar staðsetningu eða nálægð við atvik. Þá er það á ábyrgð lögreglunnar í umdæminu að finna hentugt húsnæði í samráði við viðkomandi sveitarfélag. Samkvæmt lögum um almannavarnir 82/2008 útvegar sveitarfélag húsnæði undir fjöldahjálparstöð endurgjaldslaust, en Rauði krossinn greiðir fyrir allan þann búnað sem þarf til að opna hana, þjálfun sjálfboðaliða, rekstur og aðrar nauðsynjar svo sem mat og drykk. Skiptir sjálfboðastarf máli í neyðarvörnum? Rauði krossinn reiðir sig algjörlega á sjálfboðaliða í sínum fjölbreyttu verkefnum og neyðarvarnir eru þar engin undantekning.Sjálfboðaliðar í neyðarvörnum eru hluti af hjálparliði Almannavarna og taka þátt í þeim verkefnum sem Rauði krossinn ber ábyrgð á, svo sem opnun og rekstur fjöldahjálpastöðva. Í þeim fáu tilfellum sem það hefur gerst að sjálfboðaliðar eru ekki til taks í grennd við atburðinn hefur það reynst áskorun fyrir Rauða krossinn að bregðast við og veita þessa bráðnauðsynleg þjónustu. . Þess vegna skiptir það miklu máli að um allt land sé öflugt net sjálfboðaliða sem geta brugðist við og hjálpað í sínu nærsamfélagi þegar neyðarástand skapast. Þannig verðum við öll öruggari í okkar fagra en oft ófyrirsjáanlega landi.Ef þú hefur áhuga á að gerast sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum getur þú nálgast allar upplýsingar og umsóknareyðublað inn á www.raudikrossinn.is. Höfundur er teymisstjóri Neyðarvarna hjá Rauða krossinum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Rauði krossinn á Íslandi opnar fjöldahjálparstöðvar reglulega um land allt vegna óveðra, náttúruhamfara, slysa og ýmissa annarra atburða. Til að koma fólki í skjól eins fljótt og auðið er, er gert ráð fyrir því að hægt sé að opna fjöldahjálpastöð með skömmum fyrirvara. Sjálfboðaliðar Rauða krossins eru nauðsynlegur hlekkur í opnun fjöldahjálpastöðva um land allt og eru til staðar í sínu nærsamfélagi þegar á reynir. Þjónustan tekur mið af atvikinu Misjafnt er eftir atburðum hvaða þjónustu þarf að bjóða upp á í fjöldahjálparstöð en í upphafi er almennt verið að horfa til grunnþarfa einstaklinga, svo sem húsaskjóls, matar og annarra brýnna nauðsynja. Það fer svo eftir umfangi atburða hvort bæta þurfi við frekari stuðningi fyrir þau sem dvelja í fjöldahjálparstöð, en þá er önnur þjónusta svo sem sálrænn stuðningur, ráðgjöf og upplýsingagjöf virkjuð. Mikilvægt er að starfsemi í fjöldahjálparstöð sé í samræmi við atvikið sem um ræðir og oft þarf að hafa hraðar hendur og finna lausnir á staðnum, þar sem engin tvö atvik eru eins. Einstaklingar sem þurfa að dvelja í fjöldahjálparstöðvum í skemmri eða lengri tíma hafa oftar en ekki lent í erfiðum aðstæðum s.s. óveðri, náttúruhamförum eða slysi. Alla jafna vita sjálfboðaliðar Rauða krossins ekki við hverju er að búast þegar þeir fara á staðinn en þeir mæta og styðja við einstaklingana á meðan dvöl þeirra stendur en fólk getur upplifað misjafnar tilfinningar á meðan dvöl í fjöldahjálparstöð stendur, allt frá sorg, hræðslu og reiði yfir í mikið þakklæti. Hvar eru svo þessar fjöldahjálparstöðvar? Fjöldahjálpastöðvar um land allt eru gjarnan í eigu sveitarfélagana og er hægt að opna með skömmum fyrirvara, s.s. félagsheimili, skólar og íþróttahús. Hins vegar getur komið upp sú staða að húsnæðið sem var ætlað fyrir fjöldahjálparstöð er ekki til taks eða óhentugt hvað varðar staðsetningu eða nálægð við atvik. Þá er það á ábyrgð lögreglunnar í umdæminu að finna hentugt húsnæði í samráði við viðkomandi sveitarfélag. Samkvæmt lögum um almannavarnir 82/2008 útvegar sveitarfélag húsnæði undir fjöldahjálparstöð endurgjaldslaust, en Rauði krossinn greiðir fyrir allan þann búnað sem þarf til að opna hana, þjálfun sjálfboðaliða, rekstur og aðrar nauðsynjar svo sem mat og drykk. Skiptir sjálfboðastarf máli í neyðarvörnum? Rauði krossinn reiðir sig algjörlega á sjálfboðaliða í sínum fjölbreyttu verkefnum og neyðarvarnir eru þar engin undantekning.Sjálfboðaliðar í neyðarvörnum eru hluti af hjálparliði Almannavarna og taka þátt í þeim verkefnum sem Rauði krossinn ber ábyrgð á, svo sem opnun og rekstur fjöldahjálpastöðva. Í þeim fáu tilfellum sem það hefur gerst að sjálfboðaliðar eru ekki til taks í grennd við atburðinn hefur það reynst áskorun fyrir Rauða krossinn að bregðast við og veita þessa bráðnauðsynleg þjónustu. . Þess vegna skiptir það miklu máli að um allt land sé öflugt net sjálfboðaliða sem geta brugðist við og hjálpað í sínu nærsamfélagi þegar neyðarástand skapast. Þannig verðum við öll öruggari í okkar fagra en oft ófyrirsjáanlega landi.Ef þú hefur áhuga á að gerast sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum getur þú nálgast allar upplýsingar og umsóknareyðublað inn á www.raudikrossinn.is. Höfundur er teymisstjóri Neyðarvarna hjá Rauða krossinum.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun