Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir og Vilhjálmur Árnason skrifa 28. nóvember 2024 10:10 Sjálfstæðisflokkurinn leggur ríka áherslu á að styðja við garðyrkju á Íslandi og tryggja raforkuöryggi fyrir heimili og minni fyrirtæki. Með öflugri stefnu okkar í orkumálum höfum við lagt grunninn að sjálfbærri innlendri framleiðslu og samkeppnishæfu rekstrarumhverfi fyrir garðyrkjubændur. Raforkuöryggi sem grunnur að stöðugleika Orkustefna Sjálfstæðisflokksins, sem nær til ársins 2050, leggur ríka áherslu á orkuöryggi og að tryggja að almenningur og minni fyrirtæki njóti forgangs ef til skömmtunar kemur. Með frumvarpi sem lagt var fram á síðasta ári höfum við stígið skref í að binda forgang í lög fyrir heimilin, mikilvæga samfélagsinnviði og minni fyrirtæki. Það er grundvallaratriði til að tryggja orkuöryggi, tryggja stöðugleika í orkukerfinu og koma í veg fyrir óhóflega hækkun á raforkuverði, sem hefur bein áhrif á garðyrkju og aðra matvælaframleiðslu. Stuðningur við garðyrkjubændur Sjálfstæðisflokkurinn hefur einnig unnið markvisst að því að tryggja niðurgreiðslu á flutningskostnaði raforku til garðyrkjubænda, þannig að niðurgreiðsluhlutfallið sé 95% samkvæmt samkomulagi við Bændasamtökin. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að viðhalda þessu samkomulagi og tryggja bændum stöðugleika í rekstri. Þetta stuðlar að auknu framboði á innlendum grænmetisvörum sem tryggir bæði hag almennings sem og matvælaöryggi. Nýsköpun og samkeppni í þágu garðyrkjunnar Mikilvægt er að styrkja stoðir íslensks efnahagslífs og skapa heilbrigðan samkeppnismarkað. Ein áskorun í starfsumhverfi garðyrkjubænda snýr að markaði fyrir kolsýru en þar eru spennandi tækifæri til framþróunar. Sjálfstæðisflokkurinn vill efla samkeppni á þessum markaði sem getur orðið til þess að lækka kostnað bænda og stuðla að sjálfbærari framleiðslu. Framtíðin er græn og sjálfbær Það blasa við áskoranir í garðyrkju vegna breytinga á regluverki, svo sem vegna banns á kvikasilfurslömpum árið 2027. Tæknileg lagabreyting sem hefur umtalsverð áhrif á rekstrarumhverfi garðyrkjubænda. Mikilvægt er að mæta þeirri stöðu sem leiðir af slíkum breytingum sem kallar á fjárfestingar til uppfærslu á lýsingu í gróðurhúsum. Slík tækniþróun, ásamt árangursríkum jarðhitaleitarverkefnum, styrkir innviði garðyrkju og tryggir hagkvæmari rekstur til framtíðar. Sjálfstæðisflokkurinn er staðfastur í að styðja íslenska garðyrkjubændur. Með sterkum innviðum og skýrri stefnu tryggjum við sjálfbærni, matvælaöryggi og grænni framtíð fyrir Ísland. Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi Vilhjálmur Árnason, ritari Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi í Suðurkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Árnason Guðrún Hafsteinsdóttir Garðyrkja Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn leggur ríka áherslu á að styðja við garðyrkju á Íslandi og tryggja raforkuöryggi fyrir heimili og minni fyrirtæki. Með öflugri stefnu okkar í orkumálum höfum við lagt grunninn að sjálfbærri innlendri framleiðslu og samkeppnishæfu rekstrarumhverfi fyrir garðyrkjubændur. Raforkuöryggi sem grunnur að stöðugleika Orkustefna Sjálfstæðisflokksins, sem nær til ársins 2050, leggur ríka áherslu á orkuöryggi og að tryggja að almenningur og minni fyrirtæki njóti forgangs ef til skömmtunar kemur. Með frumvarpi sem lagt var fram á síðasta ári höfum við stígið skref í að binda forgang í lög fyrir heimilin, mikilvæga samfélagsinnviði og minni fyrirtæki. Það er grundvallaratriði til að tryggja orkuöryggi, tryggja stöðugleika í orkukerfinu og koma í veg fyrir óhóflega hækkun á raforkuverði, sem hefur bein áhrif á garðyrkju og aðra matvælaframleiðslu. Stuðningur við garðyrkjubændur Sjálfstæðisflokkurinn hefur einnig unnið markvisst að því að tryggja niðurgreiðslu á flutningskostnaði raforku til garðyrkjubænda, þannig að niðurgreiðsluhlutfallið sé 95% samkvæmt samkomulagi við Bændasamtökin. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að viðhalda þessu samkomulagi og tryggja bændum stöðugleika í rekstri. Þetta stuðlar að auknu framboði á innlendum grænmetisvörum sem tryggir bæði hag almennings sem og matvælaöryggi. Nýsköpun og samkeppni í þágu garðyrkjunnar Mikilvægt er að styrkja stoðir íslensks efnahagslífs og skapa heilbrigðan samkeppnismarkað. Ein áskorun í starfsumhverfi garðyrkjubænda snýr að markaði fyrir kolsýru en þar eru spennandi tækifæri til framþróunar. Sjálfstæðisflokkurinn vill efla samkeppni á þessum markaði sem getur orðið til þess að lækka kostnað bænda og stuðla að sjálfbærari framleiðslu. Framtíðin er græn og sjálfbær Það blasa við áskoranir í garðyrkju vegna breytinga á regluverki, svo sem vegna banns á kvikasilfurslömpum árið 2027. Tæknileg lagabreyting sem hefur umtalsverð áhrif á rekstrarumhverfi garðyrkjubænda. Mikilvægt er að mæta þeirri stöðu sem leiðir af slíkum breytingum sem kallar á fjárfestingar til uppfærslu á lýsingu í gróðurhúsum. Slík tækniþróun, ásamt árangursríkum jarðhitaleitarverkefnum, styrkir innviði garðyrkju og tryggir hagkvæmari rekstur til framtíðar. Sjálfstæðisflokkurinn er staðfastur í að styðja íslenska garðyrkjubændur. Með sterkum innviðum og skýrri stefnu tryggjum við sjálfbærni, matvælaöryggi og grænni framtíð fyrir Ísland. Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi Vilhjálmur Árnason, ritari Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi í Suðurkjördæmi
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun