Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar 28. nóvember 2024 07:40 Ein af stóru ástæðum þess að ég fór út í stjórnmál á sínum tíma voru menntamálin. Ég er ólst upp að miklu leyti hjá ömmu minni sem helgaði ævistarfinu menntamálum sem skólastjóri og sérkennari og smitaðist snemma af áhuga hennar og ástríðu fyrir málaflokknum. Þegar ég var formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands skrifaði ég greinina 68 sekúndur hér á Vísi ásamt Evu Brá Önnudóttur. Það var þá í aðdraganda Alþingiskosninga 2013. Þar gagnrýndum við harðlega þá staðreynd að menntamál voru afgangsumræðuefni í lokakappræðum RÚV. En umræðan um menntamál varði þá í alveg heilar 68 sekúndur. Síðan hafa liðið mörg ár og fleiri kosningar og alltaf er þetta sama staðan. Menntamálin verða gjarnan einhvers konar afgangsstærð sem nær sjaldan eða jafnvel aldrei í umræður kappræðna. Það átti líka við um kjördæmaþáttinn sem ég tók þátt í í Norðvesturkjördæmi í síðustu viku. Sem er miður vegna þess að menntamálin, skólakerfið, kjör kennara og aðstæður varða okkur öll. Ég hélt kannski að það myndi verða öðruvísi nú í ljósi þess að nú standa yfir verkföll um allt land þar sem kennarar berjast fyrir bættum kjörum. En það virðist ekki vera raunin. Því miður. Þjóðarsátt um kjör kvennastétta Ég hef á ferð minni um Norðvesturkjördæmi lagt ríka áherslu á að eiga samtöl við kennara á öllum skólastigum. Ég hef heimsótt skóla í öllum landshlutum kjördæmisins og það skiptir ekki máli hvert ég fer - þar er gríðarlega öflugt og flott skólastarf í gangi. Metnaður og framsýni. En það er líka sammerkt að kennarar eru þreyttir og vonsviknir og lýsa því fyrir mér að þeir upplifi algjört skilningsleysi samfélagsins á þeirra stöðu. Viðreisn hefur frá stofnun flokksins haft framsækna menntastefnu og lagt ríka áherslu á að jafna kjör kennara. En árið 2018 lagði þingflokkur Viðreisnar fram þjóðarsátt um kjör kvennastétta þar vildum við fela fjármála- og efnahagsráðherra að „leiða viðræður við aðila vinnumarkaðarins og Samband íslenskra sveitarfélaga um sérstakt átak, þjóðarsátt, um bætt launakjör kvennastétta. Átakið feli í sér gerð sérstaks kjarasamnings um bætt launakjör þessara stétta.” Í greinargerð ályktunarinnar sagði enn fremur: „Ráðist verði í greiningu á launakjörum fjölmennra kvennastétta, svo sem kennara og heilbrigðisstarfsfólks, í samanburði við aðrar stéttir með sambærilega menntun og ábyrgð sem starfa hjá hinu opinbera. Á grundvelli þeirrar greiningar verði gerður sérstakur kjarasamningur um leiðréttingu á kjörum þessara stétta. Samningurinn feli í sér sérstakar hækkanir til viðbótar við almennar hækkanir kjarasamninga á vinnumarkaði. Leitast verði við að ná samstöðu allra helstu samtaka innan verkalýðshreyfingarinnar um slíkt átak og um leið samþykki fyrir því að sérstakar hækkanir á grundvelli þess verði ekki grunnur að launakröfum annarra starfsstétta.” Þessi þingsályktun var síðan kæfð í nefnd af hálfu meirihlutans með snyrtilegum hætti. Eins og svo margt annað. Ein mikilvægasta stoðin Kennarar landsins eru ein mikilvægasta grunnstoð samfélagsins okkar. Fjárfesting í menntun er fjárfesting í mannauði. Fjárfesting í kennurum er síðan fjárfesting í framtíðinni. Við verðum að fara að horfast í augu við alvarleika stöðunnar. Nú eru í gangi erfiðar kjaradeilur sem hafa gríðarleg áhrif á samfélögin þar sem verkföll standa yfir. Ástand sem bitnar á fjölmörgum fjölskyldum sem vita ekkert hvernig næstu vikur verða í sínu lífi. Ég á tvö leikskólabörn og get vel sett mig í þau spor hvernig það er að lifa í þessari óvissu. Það eitt og sér sýnir hversu mikilvægar starfstéttirnar eru. Þess vegna verða samningsaðilar að finna leiðir til að höggva hnútinn. Við megum ekki gleyma því hvers virði öflugir kennarar eru. Þeir eru einir mestu áhrifavaldar í tilveru barnanna okkar. Tökum þeim ekki sem sjálfsögðum hlut. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Rut Kristinsdóttir Viðreisn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Kennaraverkfall 2024 Skóla- og menntamál Mest lesið Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Ein af stóru ástæðum þess að ég fór út í stjórnmál á sínum tíma voru menntamálin. Ég er ólst upp að miklu leyti hjá ömmu minni sem helgaði ævistarfinu menntamálum sem skólastjóri og sérkennari og smitaðist snemma af áhuga hennar og ástríðu fyrir málaflokknum. Þegar ég var formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands skrifaði ég greinina 68 sekúndur hér á Vísi ásamt Evu Brá Önnudóttur. Það var þá í aðdraganda Alþingiskosninga 2013. Þar gagnrýndum við harðlega þá staðreynd að menntamál voru afgangsumræðuefni í lokakappræðum RÚV. En umræðan um menntamál varði þá í alveg heilar 68 sekúndur. Síðan hafa liðið mörg ár og fleiri kosningar og alltaf er þetta sama staðan. Menntamálin verða gjarnan einhvers konar afgangsstærð sem nær sjaldan eða jafnvel aldrei í umræður kappræðna. Það átti líka við um kjördæmaþáttinn sem ég tók þátt í í Norðvesturkjördæmi í síðustu viku. Sem er miður vegna þess að menntamálin, skólakerfið, kjör kennara og aðstæður varða okkur öll. Ég hélt kannski að það myndi verða öðruvísi nú í ljósi þess að nú standa yfir verkföll um allt land þar sem kennarar berjast fyrir bættum kjörum. En það virðist ekki vera raunin. Því miður. Þjóðarsátt um kjör kvennastétta Ég hef á ferð minni um Norðvesturkjördæmi lagt ríka áherslu á að eiga samtöl við kennara á öllum skólastigum. Ég hef heimsótt skóla í öllum landshlutum kjördæmisins og það skiptir ekki máli hvert ég fer - þar er gríðarlega öflugt og flott skólastarf í gangi. Metnaður og framsýni. En það er líka sammerkt að kennarar eru þreyttir og vonsviknir og lýsa því fyrir mér að þeir upplifi algjört skilningsleysi samfélagsins á þeirra stöðu. Viðreisn hefur frá stofnun flokksins haft framsækna menntastefnu og lagt ríka áherslu á að jafna kjör kennara. En árið 2018 lagði þingflokkur Viðreisnar fram þjóðarsátt um kjör kvennastétta þar vildum við fela fjármála- og efnahagsráðherra að „leiða viðræður við aðila vinnumarkaðarins og Samband íslenskra sveitarfélaga um sérstakt átak, þjóðarsátt, um bætt launakjör kvennastétta. Átakið feli í sér gerð sérstaks kjarasamnings um bætt launakjör þessara stétta.” Í greinargerð ályktunarinnar sagði enn fremur: „Ráðist verði í greiningu á launakjörum fjölmennra kvennastétta, svo sem kennara og heilbrigðisstarfsfólks, í samanburði við aðrar stéttir með sambærilega menntun og ábyrgð sem starfa hjá hinu opinbera. Á grundvelli þeirrar greiningar verði gerður sérstakur kjarasamningur um leiðréttingu á kjörum þessara stétta. Samningurinn feli í sér sérstakar hækkanir til viðbótar við almennar hækkanir kjarasamninga á vinnumarkaði. Leitast verði við að ná samstöðu allra helstu samtaka innan verkalýðshreyfingarinnar um slíkt átak og um leið samþykki fyrir því að sérstakar hækkanir á grundvelli þess verði ekki grunnur að launakröfum annarra starfsstétta.” Þessi þingsályktun var síðan kæfð í nefnd af hálfu meirihlutans með snyrtilegum hætti. Eins og svo margt annað. Ein mikilvægasta stoðin Kennarar landsins eru ein mikilvægasta grunnstoð samfélagsins okkar. Fjárfesting í menntun er fjárfesting í mannauði. Fjárfesting í kennurum er síðan fjárfesting í framtíðinni. Við verðum að fara að horfast í augu við alvarleika stöðunnar. Nú eru í gangi erfiðar kjaradeilur sem hafa gríðarleg áhrif á samfélögin þar sem verkföll standa yfir. Ástand sem bitnar á fjölmörgum fjölskyldum sem vita ekkert hvernig næstu vikur verða í sínu lífi. Ég á tvö leikskólabörn og get vel sett mig í þau spor hvernig það er að lifa í þessari óvissu. Það eitt og sér sýnir hversu mikilvægar starfstéttirnar eru. Þess vegna verða samningsaðilar að finna leiðir til að höggva hnútinn. Við megum ekki gleyma því hvers virði öflugir kennarar eru. Þeir eru einir mestu áhrifavaldar í tilveru barnanna okkar. Tökum þeim ekki sem sjálfsögðum hlut. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar