Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Valur Páll Eiríksson skrifar 28. nóvember 2024 07:25 Þráinn var nokkuð hress eftir fyrsta legg ferðalagsins en þegar þetta er ritað sólarhring síðar eru hann og liðsfélagar hans enn á ferð og flugi. Vísir/VPE Karlalið Hauka í handbolta er á ferð og flugi um álfuna vegna Evrópuverkefnis helgarinnar. Leikið verður í Mingachevir í Aserbaísjan og lögðu menn tímanlega af stað, klukkan fimm í gærmorgun. Valur Páll Eiríksson skrifar frá Innsbruck Haukar deildu flugi með fréttamönnum sem voru á leið á Evrópumót kvenna í handbolta sem hefst í Innsbruck í dag en Ísland hefur leik á morgun. Fyrsti leggur ferðalags Haukamanna var til Munchen í Þýskalandi. Þegar þetta er skrifað hafa fréttamennirnir komið sér fyrir í Innsbruck, tekið viðtöl og kíkt á landsliðsæfingu og gist eina nótt á hóteli á meðan Haukar eru enn á ferðalagi rúmum sólarhring síðar. „Fyrsta flugið er búið og núna tekur við litla sex tíma chillið á flugvellinum hérna í Munchen. Við fljúgum þaðan til Istanbúl. Við slökum þar í einhverja tvo tíma. Svo förum við frá Istanbúl til Bakú. Eftir það eru það einhverjir fjórir eða fimm tímar í rútu. Við eigum alveg sólarhring eftir ennþá,“ sagði Þráinn Orri Jónsson, leikmaður Haukaliðsins, við lendinguna í Munchen klukkan 11 í gærmorgun. Gera má ráð fyrir að Haukamenn komi ekki á hótelið sitt í bænum Mingachevir fyrr en um hádegisbilið í dag. Menn voru enn að jafna sig eftir leik við Aftureldingu í fyrrakvöld þegar þeir tíuðu sig til brottfarar á Keflavíkurflugvelli. „Þetta er alveg þvæla en ég náði að sofa, sem betur fer. Það reyndar fór aðeins með mig að ég náði ekkert að sofa í nótt út af þessum leik í gær. En jú, jú þetta sleppur,“ segir Þráinn. Kvíðir meira heimferðinni Nóg af spilastokkum og borðspilum eru þá með í för svo menn geti drepið tímann á ferðalaginu. Þeir fá þá daginn í dag og morgundaginn til að jafna sig af ferðalaginu áður en taka við leikirnir tveir við heimamenn á laugardag og sunnudag. Haukar mæta liði Kur í 32-liða úrslitum EHF-bikarsins en þeir unnu lið Cocks frá Finnlandi í síðustu umferð. Þráinn sagðist í gær kvíða meira fyrir ferðalaginu sem tekur við þá, heldur en því sem stendur nú yfir. „Ég er eiginlega mest stressaður fyrir heimferðinni. Við erum að spila laugardag og sunnudag og förum svo beint heim eftir leikinn á sunnudag. Ég er eiginlega meira stressaður fyrir heimferðinni, hvernig manni líður eiginlega þá. Við strákarnir reynum að gera gott úr þessu strákarnir. Við tókum pöbbkviss með, ætlum að spila gúrku og eitthvað. Við reynum að gera þetta eins gleðilegt og hægt er,“ „Ég var smá súr í líkamanum eftir þriggja tíma Finnlandsferð á leik. Þannig að ég veit ekki hvernig ég verð á mánudag og þriðjudag. Ég verð sennilega bara í hjólastól frá Keflavík heim,“ segir Þráinn. Segir kæruna aumkunarverða Það bætti ekki úr sök að þegar Haukamenn lentu í Munchen var þeim tjáð að þeir væru fallnir úr bikarkeppninni. ÍBV var dæmdur 10-0 sigur vegna mistaka við skýrslugerð í kringum 37-29 sigurs Hauka á Eyjamönnum í bikarnum á dögunum. „Þetta er svo grátbroslegt og asnalegt að maður á eiginlega ekki til orð. Þetta er ákveðið fordæmi sem er verið að gefa með þessu, það þurfa allar skýrslur að vera réttar og þarf að framfylgja því,“ segir Þráinn og bætir við: „Ég verð að vera hreinskilinn, að mér finnst aumkunarvert þegar þú tapar með átta og átt ekki breik í leik, að þú hafir í þér að kæra hann.“ Haukar EHF-bikarinn Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Fleiri fréttir Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Sjá meira
Valur Páll Eiríksson skrifar frá Innsbruck Haukar deildu flugi með fréttamönnum sem voru á leið á Evrópumót kvenna í handbolta sem hefst í Innsbruck í dag en Ísland hefur leik á morgun. Fyrsti leggur ferðalags Haukamanna var til Munchen í Þýskalandi. Þegar þetta er skrifað hafa fréttamennirnir komið sér fyrir í Innsbruck, tekið viðtöl og kíkt á landsliðsæfingu og gist eina nótt á hóteli á meðan Haukar eru enn á ferðalagi rúmum sólarhring síðar. „Fyrsta flugið er búið og núna tekur við litla sex tíma chillið á flugvellinum hérna í Munchen. Við fljúgum þaðan til Istanbúl. Við slökum þar í einhverja tvo tíma. Svo förum við frá Istanbúl til Bakú. Eftir það eru það einhverjir fjórir eða fimm tímar í rútu. Við eigum alveg sólarhring eftir ennþá,“ sagði Þráinn Orri Jónsson, leikmaður Haukaliðsins, við lendinguna í Munchen klukkan 11 í gærmorgun. Gera má ráð fyrir að Haukamenn komi ekki á hótelið sitt í bænum Mingachevir fyrr en um hádegisbilið í dag. Menn voru enn að jafna sig eftir leik við Aftureldingu í fyrrakvöld þegar þeir tíuðu sig til brottfarar á Keflavíkurflugvelli. „Þetta er alveg þvæla en ég náði að sofa, sem betur fer. Það reyndar fór aðeins með mig að ég náði ekkert að sofa í nótt út af þessum leik í gær. En jú, jú þetta sleppur,“ segir Þráinn. Kvíðir meira heimferðinni Nóg af spilastokkum og borðspilum eru þá með í för svo menn geti drepið tímann á ferðalaginu. Þeir fá þá daginn í dag og morgundaginn til að jafna sig af ferðalaginu áður en taka við leikirnir tveir við heimamenn á laugardag og sunnudag. Haukar mæta liði Kur í 32-liða úrslitum EHF-bikarsins en þeir unnu lið Cocks frá Finnlandi í síðustu umferð. Þráinn sagðist í gær kvíða meira fyrir ferðalaginu sem tekur við þá, heldur en því sem stendur nú yfir. „Ég er eiginlega mest stressaður fyrir heimferðinni. Við erum að spila laugardag og sunnudag og förum svo beint heim eftir leikinn á sunnudag. Ég er eiginlega meira stressaður fyrir heimferðinni, hvernig manni líður eiginlega þá. Við strákarnir reynum að gera gott úr þessu strákarnir. Við tókum pöbbkviss með, ætlum að spila gúrku og eitthvað. Við reynum að gera þetta eins gleðilegt og hægt er,“ „Ég var smá súr í líkamanum eftir þriggja tíma Finnlandsferð á leik. Þannig að ég veit ekki hvernig ég verð á mánudag og þriðjudag. Ég verð sennilega bara í hjólastól frá Keflavík heim,“ segir Þráinn. Segir kæruna aumkunarverða Það bætti ekki úr sök að þegar Haukamenn lentu í Munchen var þeim tjáð að þeir væru fallnir úr bikarkeppninni. ÍBV var dæmdur 10-0 sigur vegna mistaka við skýrslugerð í kringum 37-29 sigurs Hauka á Eyjamönnum í bikarnum á dögunum. „Þetta er svo grátbroslegt og asnalegt að maður á eiginlega ekki til orð. Þetta er ákveðið fordæmi sem er verið að gefa með þessu, það þurfa allar skýrslur að vera réttar og þarf að framfylgja því,“ segir Þráinn og bætir við: „Ég verð að vera hreinskilinn, að mér finnst aumkunarvert þegar þú tapar með átta og átt ekki breik í leik, að þú hafir í þér að kæra hann.“
Haukar EHF-bikarinn Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Fleiri fréttir Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Sjá meira