Haukar voru betri í dag Pálmi Þórsson skrifar 27. nóvember 2024 22:19 Friðrik Ingi viðurkenndi að Haukar hefðu verið sterkara liðið í kvöld. Vísir/Diego Friðrik Ingi Rúnarsson var að vonum mjög ósáttur með sínar stelpur í Keflavík eftir ósigur gegn Haukum í Ólafssal þegar liðin mættust í Bónus-deild kvenna í körfubolta. Aðspurður um sín fyrstu viðbrögð var svarið mjög einfalt. „Ég er hundfúll hvernig þetta þróaðist. Við sýndum ágætis kafla í fyrri hálfleik og kannski hefðum við getað gert örlítið betur og þá hefðum við haft yfirhöndina. En einhvern veginn byrjum við ekki vel í seinni hálfleik, missum þær svolítið frá okkur og erum þar af leiðandi að berjast við að koma til baka. Sem við eyðum mikilli orku í.“ „Haukar voru bara betri í dag. Ákvarðana tökur hjá þeim og einn á einn hæfileikar undir pressu að koma sér í þær stöður sem liðið vildi. Haukar voru bara betri í því í dag.“ Keflavíkur stelpum gekk illa að skapa sér góð færi þegar leið á leikinn og voru eitt af þeim orsökum að boltinn gekk einfaldlega ekki nægilega hratt milli manna og hafa lið sem Friðrik Ingi þjálfað oft á tíðum verið þannig lið að boltinn hreyfist hratt og mikið. Hann var auðvitað ósáttur með það í þessum leik. „Það er auðvitað grundvallar atriði að hreyfa boltann hratt og vel. Mér fannst koma kaflar þar sem við vorum að stoppa boltann allt of mikið og ætla jafnvel að drippla alla leið til þess leikmanns sem átti að fá boltann. Þannig svæðin verða allt of þröng og einn varnarmaður getur jafnvel dekkað tvo sóknarmenn. Að sjálfsögðu verðum við að gera betur í því.“ „Kannski er það tenging við það sem ég var að segja áðan. Við hefðum þurft á því að halda að hreyfa boltann hraðar því í dag höfðum ekki þá eiginleika að skapa eitthvað upp úr engu.“ „Við vorum einfaldlega ekki nógu skarpar og ekki nógu hraðar. Þess vegna hefði boltinn mátt fljóta miklu hraðar og miklu meira til þess að skapa okkur betri skot og einhver svæði fyrir aftan til að fara bakdyra megin og svo framvegis. Alveg klárlega þurfum við að gera miklu betur í því,“ sagði Friðrik Ingi að lokum. Körfubolti Bónus-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Sjá meira
„Ég er hundfúll hvernig þetta þróaðist. Við sýndum ágætis kafla í fyrri hálfleik og kannski hefðum við getað gert örlítið betur og þá hefðum við haft yfirhöndina. En einhvern veginn byrjum við ekki vel í seinni hálfleik, missum þær svolítið frá okkur og erum þar af leiðandi að berjast við að koma til baka. Sem við eyðum mikilli orku í.“ „Haukar voru bara betri í dag. Ákvarðana tökur hjá þeim og einn á einn hæfileikar undir pressu að koma sér í þær stöður sem liðið vildi. Haukar voru bara betri í því í dag.“ Keflavíkur stelpum gekk illa að skapa sér góð færi þegar leið á leikinn og voru eitt af þeim orsökum að boltinn gekk einfaldlega ekki nægilega hratt milli manna og hafa lið sem Friðrik Ingi þjálfað oft á tíðum verið þannig lið að boltinn hreyfist hratt og mikið. Hann var auðvitað ósáttur með það í þessum leik. „Það er auðvitað grundvallar atriði að hreyfa boltann hratt og vel. Mér fannst koma kaflar þar sem við vorum að stoppa boltann allt of mikið og ætla jafnvel að drippla alla leið til þess leikmanns sem átti að fá boltann. Þannig svæðin verða allt of þröng og einn varnarmaður getur jafnvel dekkað tvo sóknarmenn. Að sjálfsögðu verðum við að gera betur í því.“ „Kannski er það tenging við það sem ég var að segja áðan. Við hefðum þurft á því að halda að hreyfa boltann hraðar því í dag höfðum ekki þá eiginleika að skapa eitthvað upp úr engu.“ „Við vorum einfaldlega ekki nógu skarpar og ekki nógu hraðar. Þess vegna hefði boltinn mátt fljóta miklu hraðar og miklu meira til þess að skapa okkur betri skot og einhver svæði fyrir aftan til að fara bakdyra megin og svo framvegis. Alveg klárlega þurfum við að gera miklu betur í því,“ sagði Friðrik Ingi að lokum.
Körfubolti Bónus-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Sjá meira