Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar 27. nóvember 2024 19:50 Píratar er hreyfing sem þorir að leiða alvöru kerfisbreytingar á Íslandi. Við þorum að takast á við útgerðarisana og koma sjávarauðlindinni aftur í hendur almennings með innköllun aflaheimilda og uppboði á frjálsum markaði. Við þorum að standa með Samkeppniseftirlitinu í baráttu sinni við fákkeppnisokrið á Íslandi. Við kunnum að rannsaka spillingu og valdníðslu og höfum sýnt það í hverju málinu á fætur öðru að við leyfum spilltri stjórnsýslu ekki að þrífast óáreitt. Við vitum að skattsvik, skattasniðganga og faldar eignir Íslendinga á aflandssvæðum eru umfangsmikill vandi sem verður að taka á af festu til þess að byggja upp betra og réttlátara samfélag til framtíðar. Píratar berjast fyrir stórhuga kerfisbreytingum Píratar hafa barist fyrir stórhuga kerfisbreytingum á Íslandi frá upphafi hreyfingarinnar. Við höfum breytt pólitísku landslagi með því að innleiða hugtök eins og gagnsæja stjórnsýslu, skaðaminnkun, afglæpavæðingu, spillingarvarnir og velsældarsamfélag inn í orðaforða samfélagsins og nú er svo komið að flestar stjórnmálahreyfingar hafa tekið þau til sín og segjast að minnsta kosti á tyllidögum styðja þau. Píratar gefast ekki upp á lýðræðisumbótum Píratar hafa aldrei gefist upp í baráttu sinni fyrir nýju stjórnarskránni og öðrum mikilvægum lýðræðisumbótum eins og að standa við loforð sem þjóðinni var gefið um að fá að greiða atkvæði um áframhaldandi aðildarviðræður við Evrópusambandið. Við erum óhrædd við að taka slaginn fyrir lýðræðinu og gefum aldrei afslátt af mannréttindum og góðri stjórnsýslu. Allt eru þetta lykilforsendur þess að hægt sé að breyta Íslandi til hins betra til framtíðar. Kjósum breytingar fyrir loftslagið Talandi um framtíðina þá hafa Píratar bestu stefnuna til þess að takast á við stærstu áskorun samtímans sem eru loftslagsbreytingar. Ungir umhvefissinnar hafa verðlaunað okkur fyrir að vera með bestu umhverfis- og loftslagsstefnuna fyrir þessar kosningar og þær síðustu vegna þess að við erum með plan um réttlát græn umskipti og sjálfbært velsældarsamfélag sem fórnar ekki náttúrunni á altari orkuskipta. Píratar hafa róttæka framtíðarsýn Píratar vilja koma samfélaginu úr hamstrahjóli nýfrjálshyggjunnar sem er að ganga af jörðinni dauðri með sinni ofuráherslu á hagvöxt á hagvöxt ofan. Ísland hefur alla burði til þess að byggja upp frjálst og sjálfbært samfélag með fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu og frammúrskarandi menntakerfi án þess að auka skattbyrði á almenning. Við getum orðið fyrirmynd annarra þjóða með því að byggja sældarhagkerfi sem leggur áherslu á velsæld, vellíðan og samkennd og mælir velgengni sína út frá velsæld fólksins síns en ekki fjármagnsins. Breytingar eru mögulegar með Pírötum Þegar Píratar komu fyrst fram á sjónarsviðið var hlegið að hugmyndum okkar um gagnsæi, skaðaminnkun, beint lýðræði og afglæpavæðingu þar sem þær þóttu allar með tölu fráleitar og fáránlegar en nú þykja þetta sjálfsögð stefnumál. Við hugsum til framtíðar með almannahag að leiðarljósi og þess vegna eru Píratar best til þess fallin að ráðast í róttækar kerfisbreytingar á Íslandi. Það dugar ekkert minna. Höfundur er þingmaður Pírata og oddviti Pírata í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Píratar Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Sjá meira
Píratar er hreyfing sem þorir að leiða alvöru kerfisbreytingar á Íslandi. Við þorum að takast á við útgerðarisana og koma sjávarauðlindinni aftur í hendur almennings með innköllun aflaheimilda og uppboði á frjálsum markaði. Við þorum að standa með Samkeppniseftirlitinu í baráttu sinni við fákkeppnisokrið á Íslandi. Við kunnum að rannsaka spillingu og valdníðslu og höfum sýnt það í hverju málinu á fætur öðru að við leyfum spilltri stjórnsýslu ekki að þrífast óáreitt. Við vitum að skattsvik, skattasniðganga og faldar eignir Íslendinga á aflandssvæðum eru umfangsmikill vandi sem verður að taka á af festu til þess að byggja upp betra og réttlátara samfélag til framtíðar. Píratar berjast fyrir stórhuga kerfisbreytingum Píratar hafa barist fyrir stórhuga kerfisbreytingum á Íslandi frá upphafi hreyfingarinnar. Við höfum breytt pólitísku landslagi með því að innleiða hugtök eins og gagnsæja stjórnsýslu, skaðaminnkun, afglæpavæðingu, spillingarvarnir og velsældarsamfélag inn í orðaforða samfélagsins og nú er svo komið að flestar stjórnmálahreyfingar hafa tekið þau til sín og segjast að minnsta kosti á tyllidögum styðja þau. Píratar gefast ekki upp á lýðræðisumbótum Píratar hafa aldrei gefist upp í baráttu sinni fyrir nýju stjórnarskránni og öðrum mikilvægum lýðræðisumbótum eins og að standa við loforð sem þjóðinni var gefið um að fá að greiða atkvæði um áframhaldandi aðildarviðræður við Evrópusambandið. Við erum óhrædd við að taka slaginn fyrir lýðræðinu og gefum aldrei afslátt af mannréttindum og góðri stjórnsýslu. Allt eru þetta lykilforsendur þess að hægt sé að breyta Íslandi til hins betra til framtíðar. Kjósum breytingar fyrir loftslagið Talandi um framtíðina þá hafa Píratar bestu stefnuna til þess að takast á við stærstu áskorun samtímans sem eru loftslagsbreytingar. Ungir umhvefissinnar hafa verðlaunað okkur fyrir að vera með bestu umhverfis- og loftslagsstefnuna fyrir þessar kosningar og þær síðustu vegna þess að við erum með plan um réttlát græn umskipti og sjálfbært velsældarsamfélag sem fórnar ekki náttúrunni á altari orkuskipta. Píratar hafa róttæka framtíðarsýn Píratar vilja koma samfélaginu úr hamstrahjóli nýfrjálshyggjunnar sem er að ganga af jörðinni dauðri með sinni ofuráherslu á hagvöxt á hagvöxt ofan. Ísland hefur alla burði til þess að byggja upp frjálst og sjálfbært samfélag með fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu og frammúrskarandi menntakerfi án þess að auka skattbyrði á almenning. Við getum orðið fyrirmynd annarra þjóða með því að byggja sældarhagkerfi sem leggur áherslu á velsæld, vellíðan og samkennd og mælir velgengni sína út frá velsæld fólksins síns en ekki fjármagnsins. Breytingar eru mögulegar með Pírötum Þegar Píratar komu fyrst fram á sjónarsviðið var hlegið að hugmyndum okkar um gagnsæi, skaðaminnkun, beint lýðræði og afglæpavæðingu þar sem þær þóttu allar með tölu fráleitar og fáránlegar en nú þykja þetta sjálfsögð stefnumál. Við hugsum til framtíðar með almannahag að leiðarljósi og þess vegna eru Píratar best til þess fallin að ráðast í róttækar kerfisbreytingar á Íslandi. Það dugar ekkert minna. Höfundur er þingmaður Pírata og oddviti Pírata í Suðvesturkjördæmi.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun