Hveitipoki á fjörutíu þúsund Katrín Harðardóttir skrifar 27. nóvember 2024 13:43 Kæru samborgarar. Ég er ekki í framboði. Þessa grein má lesa sem eins konar skilaboð til ykkar sem hryllir yfir því sem er að gerast í Palestínu og finnið til samkenndar með fólkinu sem bókstaflega berst fyrir lífi sínu á hverjum degi. Ég er nokkuð viss um að einnig megi nota orðin vanmáttur og reiði yfir tilfinningarnar sem bullsjóða vegna þess sem hefur staðið yfir í alltof langan tíma. Staðan er núna sú að sama og engin hjálpargögn berast inn á Gaza. Hernámið hefur í yfir tíu mánuði séð til þess að hjálparstofnanir komist ekki inn á svæðið, og það sem þó kemst inn er stolið eða sprengt upp, eins og má lesa um í þessum greinum frá Le Monde og CBSNews. Þar kemur einnig fram að hernámsliðið standi hjá og leyfi ræningjunum að fara sínu fram. Samkvæmt fólki á svæðinu eru það þessi hjálpargögn sem eru seld á uppsprengdu verði, til dæmis hveitipoki á 40 þúsund krónur. Mig langar til þess að benda ykkur á hóp á Facebook sem heitir Safnanir og styrkir fyrir fólk frá Palestínu. Hann var stofnaður til að hjálpa fjölskyldum sem hafa misst allt í átökunum og lifa við skelfilegar aðstæður, þar sem hungur og skortur á grunnþörfum ógna lífi þeirra. Í hópnum má finna tengla á söfnunarreikninga sem veita þessum fjölskyldum lífsnauðsynlegan stuðning. Reikningarnir eru líflína fjölskyldna sem búa nú við þá staðreynd að það er kerfisbundið verið að svelta þau í hel. Þessar fjölskyldur eru svo heppnar að eiga hauk í horni í öðru landi þar sem hægt er að opna söfnunarreikning, sem enn er hægt að taka út af. Þar komum við inn í málið. Það er ósköp einfalt að leggja inn á síðurnar. Það eina sem þarf er netsamband og bankareikningur. Að taka þátt er einfalt: með netsambandi og bankareikningi getur hver sem er lagt inn og hjálpað. Markmið hópsins er að nýta tengsl og netið til að koma neyðaraðstoð beint til þeirra sem þurfa mest á henni að halda. Nú biðla ég til ykkar um að leggja á vogarskálarnar. Hryllingurinn heldur áfram og mun líklega gera það í einhvern tíma. En við getum auðveldað líf þessara fjölskyldna, barnanna sem búa við stöðugt sprengjuregn, við hungurmörk. Þess vegna bið ég ykkur um að fara inn á hópinn, líka við hann og finna nokkrar safnanir, eða bara það sem þið ráðið við, og styrkja sem um nemur nokkrum jólagjöfum. Höfundur er þýðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Kæru samborgarar. Ég er ekki í framboði. Þessa grein má lesa sem eins konar skilaboð til ykkar sem hryllir yfir því sem er að gerast í Palestínu og finnið til samkenndar með fólkinu sem bókstaflega berst fyrir lífi sínu á hverjum degi. Ég er nokkuð viss um að einnig megi nota orðin vanmáttur og reiði yfir tilfinningarnar sem bullsjóða vegna þess sem hefur staðið yfir í alltof langan tíma. Staðan er núna sú að sama og engin hjálpargögn berast inn á Gaza. Hernámið hefur í yfir tíu mánuði séð til þess að hjálparstofnanir komist ekki inn á svæðið, og það sem þó kemst inn er stolið eða sprengt upp, eins og má lesa um í þessum greinum frá Le Monde og CBSNews. Þar kemur einnig fram að hernámsliðið standi hjá og leyfi ræningjunum að fara sínu fram. Samkvæmt fólki á svæðinu eru það þessi hjálpargögn sem eru seld á uppsprengdu verði, til dæmis hveitipoki á 40 þúsund krónur. Mig langar til þess að benda ykkur á hóp á Facebook sem heitir Safnanir og styrkir fyrir fólk frá Palestínu. Hann var stofnaður til að hjálpa fjölskyldum sem hafa misst allt í átökunum og lifa við skelfilegar aðstæður, þar sem hungur og skortur á grunnþörfum ógna lífi þeirra. Í hópnum má finna tengla á söfnunarreikninga sem veita þessum fjölskyldum lífsnauðsynlegan stuðning. Reikningarnir eru líflína fjölskyldna sem búa nú við þá staðreynd að það er kerfisbundið verið að svelta þau í hel. Þessar fjölskyldur eru svo heppnar að eiga hauk í horni í öðru landi þar sem hægt er að opna söfnunarreikning, sem enn er hægt að taka út af. Þar komum við inn í málið. Það er ósköp einfalt að leggja inn á síðurnar. Það eina sem þarf er netsamband og bankareikningur. Að taka þátt er einfalt: með netsambandi og bankareikningi getur hver sem er lagt inn og hjálpað. Markmið hópsins er að nýta tengsl og netið til að koma neyðaraðstoð beint til þeirra sem þurfa mest á henni að halda. Nú biðla ég til ykkar um að leggja á vogarskálarnar. Hryllingurinn heldur áfram og mun líklega gera það í einhvern tíma. En við getum auðveldað líf þessara fjölskyldna, barnanna sem búa við stöðugt sprengjuregn, við hungurmörk. Þess vegna bið ég ykkur um að fara inn á hópinn, líka við hann og finna nokkrar safnanir, eða bara það sem þið ráðið við, og styrkja sem um nemur nokkrum jólagjöfum. Höfundur er þýðandi.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar