Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar 26. nóvember 2024 16:00 Það hefur loðað við mig frá því ég bauð mig fram til Alþingis árið 2016, í þriðja sæti fyrir Framsókn í Reykjavík norður, að ég væri framsóknarmaður. Því fer reyndar fjarri í dag. Ég hef ekki verið flokksbundinn neinum flokki í nokkur ár þó ég sé giftur flokksbundnum framsóknarmanni. Ég hef oft verið ósammála forystu Framsóknar og fundist stefnumál flokksins óljós. Afstaða mín til Framsóknar breyttist þó fljótt eftir að ég hóf störf sem stjórnarformaður samtakanna Hugarafls. Hugarafl eru félagasamtök fólks sem hefur upplifað persónulega krísu og vinnur að persónulegum bata sínum. Um er að ræða stærstu grasrótarsamtök fólks á Íslandi með andlegar áskoranir. Undanfarið hafa samtökin, ásamt stofnanda þeirra Auði Axelsdóttur, þurft að berjast fyrir tilvist sinni og skilningi á því hve mikilvægi þessi samtök eru. Fáir ráðherrar og þingmenn hafa sýnt Hugarafli og þessum málaflokki meiri áhuga og skilning en ráðherrarnir Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. Samtökin starfa því á vettvangi sem almennt heyrir undir félagsmálaráðuneytið. Fráfarandi félagsmálaráðherra sýndi þó samtökunum lítinn áhuga. Ekki skal fullyrt hvort þar hafi haft áhrif að Hugarafl eru frjáls félagasamtök, stofnuð á grundvelli einkaframtaks og einstaklingsfrelsis. Einn ráðherra ber af og hefur framar öðrum mikinn skilning á stöðu þeirra sem undir eru í samfélaginu. Það er Ásmundur Einar Daðason. Úrlausnir hans þegar hann var félagsmálaráðherra voru til fyrirmyndar. Hann hefur unnið að lausnum sem hafa tekið mið af reynslu þeirra sem vinna í umræddum málaflokkum en ekki út frá kerfislægum lausnum sem embættismenn hafa fundið upp í gegnum tíðina. Hann hefur stigið fram og talað um eigin lífsreynslu og erfiðleika og miðlað af þeim í ýmsum málaflokkum innan félagsmála og barnamála og hefur verið opin fyrir nýjum leiðum og lausnum er varða félagsleg málefni, bæði varðandi börn og fullorðið fólk með ýmsar raskanir og skerðingar. Að tala við Ásmund Einar er eftirminnilegt sérstaklega þar sem hann hefur sjálfur frá svo miklu að miðla. Hans lífsreynsla gerir honum kleift að hugsa út fyrir kassann þegar kemur að þessum málaflokki og þar af leiðandi hugsa í lausnum. Margt hefur verið sagt um Ásmund Einar og ég viðurkenni að ég hafði ekki miklar vonir þegar hann gekk í raðir framsóknarmanna, komandi úr öðrum flokki með aðrar áherslur en gengur og gerist í Framsókn. Ásmundur náði sér þó fljótt á strik og náði miklum árangri. Hann hefur sannað sig með svo miklum ágætum að það er vel hægt að lýsa því yfir að hann hafi verið einn besti félagsmálaráðherra, ef ekki sá besti sem við höfum átt. Þau stóru orð læt ég falla eftir að hafa upplifað sjálfur þá gríðarlegu vinnu sem hann hefur unnið að varðandi félagsmál, og ekki má gleyma þeim mannlega skilning og dýpt sem hann hefur sýnt á þeim vettvangi. Hann sjálfur sannar það með eigin eftirbreytni dag hvern og sýnir hvaða árangri hægt er að ná þegar tekist er á við eigin erfiðleika og þeir nýttir til þess að breyta til hins betra. Höfundur er stjórnarformaður Hugarafls og hæstaréttarlögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sævar Þór Jónsson Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Það hefur loðað við mig frá því ég bauð mig fram til Alþingis árið 2016, í þriðja sæti fyrir Framsókn í Reykjavík norður, að ég væri framsóknarmaður. Því fer reyndar fjarri í dag. Ég hef ekki verið flokksbundinn neinum flokki í nokkur ár þó ég sé giftur flokksbundnum framsóknarmanni. Ég hef oft verið ósammála forystu Framsóknar og fundist stefnumál flokksins óljós. Afstaða mín til Framsóknar breyttist þó fljótt eftir að ég hóf störf sem stjórnarformaður samtakanna Hugarafls. Hugarafl eru félagasamtök fólks sem hefur upplifað persónulega krísu og vinnur að persónulegum bata sínum. Um er að ræða stærstu grasrótarsamtök fólks á Íslandi með andlegar áskoranir. Undanfarið hafa samtökin, ásamt stofnanda þeirra Auði Axelsdóttur, þurft að berjast fyrir tilvist sinni og skilningi á því hve mikilvægi þessi samtök eru. Fáir ráðherrar og þingmenn hafa sýnt Hugarafli og þessum málaflokki meiri áhuga og skilning en ráðherrarnir Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. Samtökin starfa því á vettvangi sem almennt heyrir undir félagsmálaráðuneytið. Fráfarandi félagsmálaráðherra sýndi þó samtökunum lítinn áhuga. Ekki skal fullyrt hvort þar hafi haft áhrif að Hugarafl eru frjáls félagasamtök, stofnuð á grundvelli einkaframtaks og einstaklingsfrelsis. Einn ráðherra ber af og hefur framar öðrum mikinn skilning á stöðu þeirra sem undir eru í samfélaginu. Það er Ásmundur Einar Daðason. Úrlausnir hans þegar hann var félagsmálaráðherra voru til fyrirmyndar. Hann hefur unnið að lausnum sem hafa tekið mið af reynslu þeirra sem vinna í umræddum málaflokkum en ekki út frá kerfislægum lausnum sem embættismenn hafa fundið upp í gegnum tíðina. Hann hefur stigið fram og talað um eigin lífsreynslu og erfiðleika og miðlað af þeim í ýmsum málaflokkum innan félagsmála og barnamála og hefur verið opin fyrir nýjum leiðum og lausnum er varða félagsleg málefni, bæði varðandi börn og fullorðið fólk með ýmsar raskanir og skerðingar. Að tala við Ásmund Einar er eftirminnilegt sérstaklega þar sem hann hefur sjálfur frá svo miklu að miðla. Hans lífsreynsla gerir honum kleift að hugsa út fyrir kassann þegar kemur að þessum málaflokki og þar af leiðandi hugsa í lausnum. Margt hefur verið sagt um Ásmund Einar og ég viðurkenni að ég hafði ekki miklar vonir þegar hann gekk í raðir framsóknarmanna, komandi úr öðrum flokki með aðrar áherslur en gengur og gerist í Framsókn. Ásmundur náði sér þó fljótt á strik og náði miklum árangri. Hann hefur sannað sig með svo miklum ágætum að það er vel hægt að lýsa því yfir að hann hafi verið einn besti félagsmálaráðherra, ef ekki sá besti sem við höfum átt. Þau stóru orð læt ég falla eftir að hafa upplifað sjálfur þá gríðarlegu vinnu sem hann hefur unnið að varðandi félagsmál, og ekki má gleyma þeim mannlega skilning og dýpt sem hann hefur sýnt á þeim vettvangi. Hann sjálfur sannar það með eigin eftirbreytni dag hvern og sýnir hvaða árangri hægt er að ná þegar tekist er á við eigin erfiðleika og þeir nýttir til þess að breyta til hins betra. Höfundur er stjórnarformaður Hugarafls og hæstaréttarlögmaður.
Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun