Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar 26. nóvember 2024 12:32 Ég er í framboði fyrir loftslagið, náttúruna, ungt fólk og framtíðarkynslóðir. Þetta eru almannahagsmunir sem fá ekki pláss í umræðunni, sem fjölmiðlar spyrja ekki út í, og hafa því ekki verið á dagskrá í þessari kosningabaráttu. Samt eru loftslagsváin og hnignun líffræðilegrar fjölbreytni einar stærstu áskoranir samtímans, hvort sem litið er til umhverfismála, efnahagsmála eða félagslegs og pólitísks stöðugleika á næstu áratugum. Það eru stjórnvöld dagsins í dag sem ráða úrslitum um hvort við náum mikilvægum alþjóðlegum markmiðum okkar í umhverfis- og loftslagsmálum eða ekki. Á þetta benti Antonio Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna nýverið. Og eftir fjóra daga fáum við Íslendingar að kjósa okkur stjórnvöld til næstu fjögurra ára. Ábyrgð næstu ríkisstjórnar og næsta þings í umhverfismálum er gríðarlega mikil. Ég tek nú þátt í flokkspólitískum stjórnmálum í fyrsta skipti og ég ákvað að gera það á þessum tímapunkti af því að það sárvantar árangur í umhverfismálum og það sárvantar að rödd ungs fólks heyrist og hafi raunverulegt vægi við ákvarðanatöku. Ég tek þetta stökk núna, eftir að hafa verið í forystuhlutverki í náttúruverndarhreyfingunni undanfarin ár, af því að ég hef fengið að finna það í minni vinnu með Ungum umhverfissinnum að það skiptir öllu máli að hafa fólk inni á þingi sem leitar til frjálsra félagasamtaka að fyrra bragði, fólk sem hlustar á sérfræðinga í málaflokknum og sem talar rödd náttúrunnar og framtíðarkynslóða hátt og skýrt í þingsal. Umhverfisstefna VG fékk frábæra einkunn frá Ungum umhverfissinnum í Sólinni eða 88,3 stig af 100. Ég er mjög stoltur að tilheyra hreyfingu sem hefur mikinn metnað í umhverfis- og loftslagsmálum, og ég mun halda þessari stefnu vel á lofti. En af hverju er ég í framboði fyrir náttúruna og loftslagið? Af hverju skipta umhverfismál máli? Umhverfismál skipta máli af því að róttækar og skjótar loftslagsaðgerðir og alvöru náttúruvernd eru líka heilbrigðismál, jafnréttismál, byggðamál, dýravelferðarmál, mannréttindamál, samgöngumál og efnahags- og velferðarmál. Þetta fléttast allt saman og árangur í þessum málaflokkum er til lengri tíma háður árangri okkar í umhverfismálum. Ég valdi að ganga til liðs við Vinstri græn því hreyfingin er eini flokkurinn í framboði sem er með sterka samofna vinstri og græna stefnu. Ég ætla áfram að vera aktívisti þó ég hafi skipt um vettvang. Ég ætla áfram að tilheyra náttúruverndarhreyfingunni sem mér þykir svo vænt um. Og ég ætla áfram að berjast fyrir vernd íslenskrar náttúru og alvöru fjármögnuðum loftslagsaðgerðum sem draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og tryggja lífvænlega framtíð fyrir ungt fólk og framtíðarkynslóðir. Höfundur er oddviti Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi norður og sérfræðingur í umhverfis- og loftslagsmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Ricart Andrason Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Ég er í framboði fyrir loftslagið, náttúruna, ungt fólk og framtíðarkynslóðir. Þetta eru almannahagsmunir sem fá ekki pláss í umræðunni, sem fjölmiðlar spyrja ekki út í, og hafa því ekki verið á dagskrá í þessari kosningabaráttu. Samt eru loftslagsváin og hnignun líffræðilegrar fjölbreytni einar stærstu áskoranir samtímans, hvort sem litið er til umhverfismála, efnahagsmála eða félagslegs og pólitísks stöðugleika á næstu áratugum. Það eru stjórnvöld dagsins í dag sem ráða úrslitum um hvort við náum mikilvægum alþjóðlegum markmiðum okkar í umhverfis- og loftslagsmálum eða ekki. Á þetta benti Antonio Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna nýverið. Og eftir fjóra daga fáum við Íslendingar að kjósa okkur stjórnvöld til næstu fjögurra ára. Ábyrgð næstu ríkisstjórnar og næsta þings í umhverfismálum er gríðarlega mikil. Ég tek nú þátt í flokkspólitískum stjórnmálum í fyrsta skipti og ég ákvað að gera það á þessum tímapunkti af því að það sárvantar árangur í umhverfismálum og það sárvantar að rödd ungs fólks heyrist og hafi raunverulegt vægi við ákvarðanatöku. Ég tek þetta stökk núna, eftir að hafa verið í forystuhlutverki í náttúruverndarhreyfingunni undanfarin ár, af því að ég hef fengið að finna það í minni vinnu með Ungum umhverfissinnum að það skiptir öllu máli að hafa fólk inni á þingi sem leitar til frjálsra félagasamtaka að fyrra bragði, fólk sem hlustar á sérfræðinga í málaflokknum og sem talar rödd náttúrunnar og framtíðarkynslóða hátt og skýrt í þingsal. Umhverfisstefna VG fékk frábæra einkunn frá Ungum umhverfissinnum í Sólinni eða 88,3 stig af 100. Ég er mjög stoltur að tilheyra hreyfingu sem hefur mikinn metnað í umhverfis- og loftslagsmálum, og ég mun halda þessari stefnu vel á lofti. En af hverju er ég í framboði fyrir náttúruna og loftslagið? Af hverju skipta umhverfismál máli? Umhverfismál skipta máli af því að róttækar og skjótar loftslagsaðgerðir og alvöru náttúruvernd eru líka heilbrigðismál, jafnréttismál, byggðamál, dýravelferðarmál, mannréttindamál, samgöngumál og efnahags- og velferðarmál. Þetta fléttast allt saman og árangur í þessum málaflokkum er til lengri tíma háður árangri okkar í umhverfismálum. Ég valdi að ganga til liðs við Vinstri græn því hreyfingin er eini flokkurinn í framboði sem er með sterka samofna vinstri og græna stefnu. Ég ætla áfram að vera aktívisti þó ég hafi skipt um vettvang. Ég ætla áfram að tilheyra náttúruverndarhreyfingunni sem mér þykir svo vænt um. Og ég ætla áfram að berjast fyrir vernd íslenskrar náttúru og alvöru fjármögnuðum loftslagsaðgerðum sem draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og tryggja lífvænlega framtíð fyrir ungt fólk og framtíðarkynslóðir. Höfundur er oddviti Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi norður og sérfræðingur í umhverfis- og loftslagsmálum.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun