Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar 26. nóvember 2024 08:42 Ferðafrelsi er kannski ekki eitthvað sem menn alla jafna velta mikið fyrir sér frá degi til dags. Kannski vegna þess að okkur finnst það svo sjálfsagður hlutur. Að mega ferðast frjálsir um vegi og slóða um fjöll og fyrnindi umvafin náttúrunni við hvert fótmál. Þessir slóðar og fjallvegir urðu ekki til af sjálfu sér heldur mótuðust af höndum og hug þeirra frumkvöðla sem fyrstir fóru af stað á vanbúnum, óbreyttum bifreiðum þess tíma, þekktu á og kunnu að lesa í ár, vötn og land og öfluðu sér dýrmætrar þekkingar sem skilaðist áfram til næstu kynslóða. Þessi þekking hefur skilað þjóðinni miklum verðmætum. Við getum horft til björgunarsveitanna sem í dag búa yfir öflugum og sérútbúnum breyttum bifreiðum og tækjum á stórum dekkjum sem fátt stöðvar. Sá sérútbúnaður bifreiða kom heldur ekki af sjálfu sér og þurfti að berjast fyrir að lögleiða. Þar stóð Ferðaklúbburinn 4x4 fremst. Hann var stofnaður árið 1983, þá í þeim megintilgangi að fá leyfi fyrir akstri á stærri dekkjum og samhliða því var stofnuð Umhverfisnefnd innan klúbbsins sem vann að leyfi fyrir akstri á snjó (já á þeim tíma var ekki slíkt í boði). Með tímanum tókst með jákvæðri kynningu að vinna bug á þeim miklu fordómum sem málstaðurinn mætti. Haustið 1986 voru fyrstu breytingarreglurnar kynntar til leiks sem enn í dag eru hryggjarstykkið í þeim lagaramma um gerð og búnað ökutækja. Með árunum stækkuðu dekkin og bardagarnir um lögleiðingu unnust einn af öðrum. Baráttan fyrir ferðafrelsinu er stöðug þrátt fyrir að margt hafi áunnist með harðfylgi, rökum og dugnaði einstaklinga sem viljugir hafa staðið á framlínunni, sífellt á verði, tilbúnir að taka slaginn með öflugan hóp á bak við sig. Þessum hópi ber að þakka heilshugar fyrir eljuna og brennandi áhugann á frelsi manna við að ferðast um óbyggðir og kljást við náttúruöflin þar sem reynir á færni og útsjónarsemi. Þessa hefð þarf að standa vörð um svo ekki tapist burt sú þekking og reynsla sem kynslóðirnar hafa borið með sér mann fram af manni og m.a. leitt af sér öflug fyrirtæki sem þekkt eru orðin og eftirsótt á alþjóðavettvangi. Í dag eru meðlimir Ferðaklúbbsins 4x4 yfir 5.000 talsins með virkar deildir hringinn kringum landið og fjölda fjallaskála sem þjóna öryggishlutverki sem og skemmtilegum áfangastöðum þegar dvalið er á fjöllum jafnt sumar sem vetur. Deildir klúbbsins eru um 14 talsins og spanna vítt svið. Þ.á.m. má nefna ferðanefnd, fjarskiptanefnd, kvennaferðanefnd, siðanefnd, umhverfisnefnd og ungliðanefnd. Klúbburinn er virkur í stikun hálendisleiða og vinnur ötullega að forvörnum gegn utanvegaakstri og miðlun upplýsinga til almennings sem og félagsmanna um akstur í óbyggðum. Ásamt því eru deildirnar virkar í að sækja sér fyrirlestra og námskeið af ýmsum toga til að auka þekkingu og færni þegar ekið er á fjöllum. Ferðafrelsið er ekki sjálfsagður hlutur og sífellt er sótt að því með ásókn um lokun leiða í nafni náttúruverndar. Leiða sem hafa verið ferðaleiðir kynslóða fram af kynslóðum, skapað órjúfanleg tengsl við náttúruna og öflin sem móta hana. Aldrei má sofna á verðinum, því besta forvörnin er jú fræðsla og reynsla þeirra sem á undan fara. Verjum ferðafrelsið. Alltaf! Höfundur skipar 3. sæti á lista Miðflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágústa Ágústsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Skoðun Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ferðafrelsi er kannski ekki eitthvað sem menn alla jafna velta mikið fyrir sér frá degi til dags. Kannski vegna þess að okkur finnst það svo sjálfsagður hlutur. Að mega ferðast frjálsir um vegi og slóða um fjöll og fyrnindi umvafin náttúrunni við hvert fótmál. Þessir slóðar og fjallvegir urðu ekki til af sjálfu sér heldur mótuðust af höndum og hug þeirra frumkvöðla sem fyrstir fóru af stað á vanbúnum, óbreyttum bifreiðum þess tíma, þekktu á og kunnu að lesa í ár, vötn og land og öfluðu sér dýrmætrar þekkingar sem skilaðist áfram til næstu kynslóða. Þessi þekking hefur skilað þjóðinni miklum verðmætum. Við getum horft til björgunarsveitanna sem í dag búa yfir öflugum og sérútbúnum breyttum bifreiðum og tækjum á stórum dekkjum sem fátt stöðvar. Sá sérútbúnaður bifreiða kom heldur ekki af sjálfu sér og þurfti að berjast fyrir að lögleiða. Þar stóð Ferðaklúbburinn 4x4 fremst. Hann var stofnaður árið 1983, þá í þeim megintilgangi að fá leyfi fyrir akstri á stærri dekkjum og samhliða því var stofnuð Umhverfisnefnd innan klúbbsins sem vann að leyfi fyrir akstri á snjó (já á þeim tíma var ekki slíkt í boði). Með tímanum tókst með jákvæðri kynningu að vinna bug á þeim miklu fordómum sem málstaðurinn mætti. Haustið 1986 voru fyrstu breytingarreglurnar kynntar til leiks sem enn í dag eru hryggjarstykkið í þeim lagaramma um gerð og búnað ökutækja. Með árunum stækkuðu dekkin og bardagarnir um lögleiðingu unnust einn af öðrum. Baráttan fyrir ferðafrelsinu er stöðug þrátt fyrir að margt hafi áunnist með harðfylgi, rökum og dugnaði einstaklinga sem viljugir hafa staðið á framlínunni, sífellt á verði, tilbúnir að taka slaginn með öflugan hóp á bak við sig. Þessum hópi ber að þakka heilshugar fyrir eljuna og brennandi áhugann á frelsi manna við að ferðast um óbyggðir og kljást við náttúruöflin þar sem reynir á færni og útsjónarsemi. Þessa hefð þarf að standa vörð um svo ekki tapist burt sú þekking og reynsla sem kynslóðirnar hafa borið með sér mann fram af manni og m.a. leitt af sér öflug fyrirtæki sem þekkt eru orðin og eftirsótt á alþjóðavettvangi. Í dag eru meðlimir Ferðaklúbbsins 4x4 yfir 5.000 talsins með virkar deildir hringinn kringum landið og fjölda fjallaskála sem þjóna öryggishlutverki sem og skemmtilegum áfangastöðum þegar dvalið er á fjöllum jafnt sumar sem vetur. Deildir klúbbsins eru um 14 talsins og spanna vítt svið. Þ.á.m. má nefna ferðanefnd, fjarskiptanefnd, kvennaferðanefnd, siðanefnd, umhverfisnefnd og ungliðanefnd. Klúbburinn er virkur í stikun hálendisleiða og vinnur ötullega að forvörnum gegn utanvegaakstri og miðlun upplýsinga til almennings sem og félagsmanna um akstur í óbyggðum. Ásamt því eru deildirnar virkar í að sækja sér fyrirlestra og námskeið af ýmsum toga til að auka þekkingu og færni þegar ekið er á fjöllum. Ferðafrelsið er ekki sjálfsagður hlutur og sífellt er sótt að því með ásókn um lokun leiða í nafni náttúruverndar. Leiða sem hafa verið ferðaleiðir kynslóða fram af kynslóðum, skapað órjúfanleg tengsl við náttúruna og öflin sem móta hana. Aldrei má sofna á verðinum, því besta forvörnin er jú fræðsla og reynsla þeirra sem á undan fara. Verjum ferðafrelsið. Alltaf! Höfundur skipar 3. sæti á lista Miðflokksins í Norðausturkjördæmi.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun