Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir, Elín Oddný Sigurðardóttir og Ynda Eldborg skrifa 25. nóvember 2024 16:51 Öll börn eiga að njóta fullra réttinda í samfélaginu óháð því hvernig þau skilgreina sig. Ofbeldi, útskúfun og áreitni í garð barna á aldrei að líðast. Við þurfum samhent þjóðarátak til að uppræta fordóma, og ofbeldi í garð hinsegin fólks, sérstaklega trans fólks í okkar samfélagi. Ísland státar sig af því á alþjóðavettvangi að vera regnbogaparadís. Þó svo að það sé ákveðinn stuðningur fólginn í því að mála regnbogagötur og mæta með fána í Pride göngur þá þarf það jafnframt að vera metnaðarmál almennings og stjórnvalda hverju sinni að ráðast í nauðsynlegar kerfislegar og samfélagslegar breytingar sem bæta líf og tilveru allra. Það á vera pláss fyrir öll börn og ungmenni í okkar samfélagi. Vinstri græn hafa lagt ríka áherslu á að bæta stöðu trans fólks t.d. með lögum um kynrænt sjálfræði og lögum um atvinnuöryggi trans fólks en mikilvægt er að halda áfram á þeirri braut sem mörkuð hefur verið í stjórnartíð Vinstri grænna. Lög um kynrænt sjálfræði eru mikilvæg réttarbót sem við verðum að standa vörð um. Þó svo að reglugerð um sérklefa hafi verið sett fyrr á þessu ári þá er mikilvægt að ganga enn lengra þannig að ákvæði um sérklefa nái lika til skólahúsnæðis, allra opinberra stofnana sem og eldri íþróttamannvirkja. Staðan í dag er óboðleg og það er ekki í lagi að börn séu látin nýta skúringakompur sem skiptiklefa. Bakslag hefur orðið í réttindabaráttu hinsegin fólks, ekki síst trans fólks undanfarin ár. Það er sorglegt að heyra málflutning stjórnmála fólks og flokka sem vilja afnema lögin um kynrænt sjálfræði og útiloka skilning á málefnum trans fólks úr allri fræðslu og samfélagslegri umræðu. Mikilvægt er því að tryggja fullnægjandi aðgang að kynstaðfestandi meðferð s.s. hormóna blokkerum og kross hormónum fyrir börn og ungmenni. Einnig er mikilvægt að styðja betur við aðstandendur trans barna og ungmenna en nú er gert. Aukin hatursorðræða, áreitni og ofbeldi í gegn trans börnum og ungmennum á ekki að líðast í okkar samfélagi. Mikilvægt er að setja skýran lagaramma utan um hatursorðræðu og hatursglæpi. Grundvallaratriði er að bæta alla þjónustu við trans börn og ungmenni, foreldra þeirra og forsjáraðila. Langir biðlistar hjá transteymi barna og ójafnt aðgengi vegna búsetu er áhyggjuefni. Stöndum með trans börnum, ungmennum og fjölskyldum þeirra í komandi Alþingiskosningum, kjósum Vinstri græn sem hafa sýnt það í verki að þau láta sig varða málefni allra barna. Velferð trans barna er í húfi! Höfundar eru baráttukonur fyrir réttindum og öryggi transbarna og eru í framboði fyrir Vinstri græn í Reykjavíkurkjördæmum Norður og Suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Oddný Sigurðardóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Hinsegin Málefni trans fólks Börn og uppeldi Réttindi barna Mest lesið Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson Skoðun Skoðun Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Öll börn eiga að njóta fullra réttinda í samfélaginu óháð því hvernig þau skilgreina sig. Ofbeldi, útskúfun og áreitni í garð barna á aldrei að líðast. Við þurfum samhent þjóðarátak til að uppræta fordóma, og ofbeldi í garð hinsegin fólks, sérstaklega trans fólks í okkar samfélagi. Ísland státar sig af því á alþjóðavettvangi að vera regnbogaparadís. Þó svo að það sé ákveðinn stuðningur fólginn í því að mála regnbogagötur og mæta með fána í Pride göngur þá þarf það jafnframt að vera metnaðarmál almennings og stjórnvalda hverju sinni að ráðast í nauðsynlegar kerfislegar og samfélagslegar breytingar sem bæta líf og tilveru allra. Það á vera pláss fyrir öll börn og ungmenni í okkar samfélagi. Vinstri græn hafa lagt ríka áherslu á að bæta stöðu trans fólks t.d. með lögum um kynrænt sjálfræði og lögum um atvinnuöryggi trans fólks en mikilvægt er að halda áfram á þeirri braut sem mörkuð hefur verið í stjórnartíð Vinstri grænna. Lög um kynrænt sjálfræði eru mikilvæg réttarbót sem við verðum að standa vörð um. Þó svo að reglugerð um sérklefa hafi verið sett fyrr á þessu ári þá er mikilvægt að ganga enn lengra þannig að ákvæði um sérklefa nái lika til skólahúsnæðis, allra opinberra stofnana sem og eldri íþróttamannvirkja. Staðan í dag er óboðleg og það er ekki í lagi að börn séu látin nýta skúringakompur sem skiptiklefa. Bakslag hefur orðið í réttindabaráttu hinsegin fólks, ekki síst trans fólks undanfarin ár. Það er sorglegt að heyra málflutning stjórnmála fólks og flokka sem vilja afnema lögin um kynrænt sjálfræði og útiloka skilning á málefnum trans fólks úr allri fræðslu og samfélagslegri umræðu. Mikilvægt er því að tryggja fullnægjandi aðgang að kynstaðfestandi meðferð s.s. hormóna blokkerum og kross hormónum fyrir börn og ungmenni. Einnig er mikilvægt að styðja betur við aðstandendur trans barna og ungmenna en nú er gert. Aukin hatursorðræða, áreitni og ofbeldi í gegn trans börnum og ungmennum á ekki að líðast í okkar samfélagi. Mikilvægt er að setja skýran lagaramma utan um hatursorðræðu og hatursglæpi. Grundvallaratriði er að bæta alla þjónustu við trans börn og ungmenni, foreldra þeirra og forsjáraðila. Langir biðlistar hjá transteymi barna og ójafnt aðgengi vegna búsetu er áhyggjuefni. Stöndum með trans börnum, ungmennum og fjölskyldum þeirra í komandi Alþingiskosningum, kjósum Vinstri græn sem hafa sýnt það í verki að þau láta sig varða málefni allra barna. Velferð trans barna er í húfi! Höfundar eru baráttukonur fyrir réttindum og öryggi transbarna og eru í framboði fyrir Vinstri græn í Reykjavíkurkjördæmum Norður og Suður.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun