Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar 25. nóvember 2024 14:42 Viðreisn og Sjálfstæðisflokkur vilja selja eigur ríkisins. Formaður Viðreisnar sagði í nýlegu viðtali að hún vilji selja fjármálafyrirtæki, lönd, fasteignir, lóðir „og svo framvegis“. 1 Lítil umræða hefur verið í yfirstandandi kosningabaráttu um þessi tilteknu atriði þrátt fyrir að vera mál sem snertir alla Íslendinga. Stjórnmálaflokkarnir tveir segjast vilja nota skammtímahagnaðinn til innviðauppbyggingar, en getur verið að þjóðin tapi á því til langs tíma? Ef hlutdeild ríkisins í arðgreiðslum bankanna er skoðuð síðustu 10 ár sést að Íslandsbanki og Landsbankinn hafa greitt rúmlega 255 milljarða króna beint til ríkissjóðs. Einungis lítill hluti þeirrar upphæðar hefði runnið til þjóðarinnar ef bankar hefðu greitt arð alfarið til einkaaðila og ríkið því orðið af gífurlegum fjárhæðum. Þetta gerir rúmlega 25 milljarða á ári að meðaltali og það þrátt fyrir að enginn arður hafi verið greiddur út árið 2020 vegna COVID. Við sölu á 57,5% hlut í Íslandsbanka hlaut ríkissjóður um 108 milljarða samanlagt, en þá upphæð hefðu bankarnir greitt ríkinu í arð á aðeins rúmum fjórum árum ef arðgreiðslur héldust stöðugar og enginn hluti bankanna hefði verið seldur. Þeir sömu tveir flokkar og vilja selja ríkiseignir til fjársterkra aðila hafa hvað mest verið á móti hækkun fjármagnstekjuskatts, sem nú er 22%. Ef við á Íslandi lítum til Skandinavíu til samanburðar á velferðarkerfi og innviðum sem virka hlýtur að sama skapi mega líta til fjármagnstekjuskatts. Í Svíþjóð er hann 30%, Noregi 37,8% og í Danmörku þrepaskiptur 27-42%. Ef fjármagna á velferðarkerfi fyrir alla þjóðfélagsþegna þarf að greiða fyrir það. Vissulega má nota skammtímahagnað af sölu banka til að fjármagna heilbrigðiskerfið eða greiða niður skuldir, en það sama hlýtur að gilda um arðgreiðslur sem renna beint inn í ríkissjóð. Viðreisn segist ekki vilja selja Landsvirkjun, væntanlega að hluta til vegna þess að þar fer fram afar arðbær starfsemi sem greiðir arð beint inn í ríkissjóð á hverju ári. Landsvirkjun greiddi ríkissjóði 30 milljarða í arð 2024, eða álíka mikið og samanlagðar arðgreiðslur Landsbankans og Íslandsbanka til eigenda sinna á þessu ári. Að sama skapi vilja þessir sömu flokkar frjálsa sölu áfengis, en rannsóknir hafa ítrekað sýnt fram á aukna neyslu samhliða frjálsri sölu. Þrátt fyrir einokunarverslun ríkisins hefur lýðheilsu þjóðarinnar hrakað með aukinni neyslu áfengis, til að mynda með sjöfaldri aukningu á áfengistengdum lifrarsjúkdómum frá aldamótum. Loforð um forvarnastarfsemi eftir að salan hefur verið gefin frjáls eru innantóm og mótsagnakennd. Ljóst er að tekjur ríkisins munu minnka við þessa breytingu samhliða auknum kostnaði fyrir heilbrigðiskerfið. 2 Lóðir, lönd, fasteignir „og svo framvegis“ eru einnig til sölu með von um skjótfenginn gróða. Ísland er ríkt af auðlindum sem margar hverjar munu verða enn verðmætari í framtíðinni og land sem er selt úr höndum þjóðarinnar mun líklegast aldrei rata þangað aftur. Það þarf að fara fram umræða í þjóðfélaginu um hvað á að selja og í hvaða tilgangi. Það er margt sem er óljóst við fyrirhugaða sölu á eignum almennings. Það hlýtur að vera sanngjörn krafa að þeir sem tala fyrir sölu sýni fram á hvernig það geti verið hagstæðara fyrir almenning í landinu til lengri tíma litið. Það eru ekki einungis kjósendur 2024 sem eiga hagsmuna að gæta við sölu lands og eigna, heldur líka komandi kynslóðir. Í ljósi sögunnar þarf að fara varlega. Það er ekki langt síðan bankar í ríkiseigu voru seldir með skelfilegum afleiðingum fyrir flesta landsmenn á meðan aðrir högnuðust gífurlega, þar á meðal formenn þeirra flokka sem nú vilja selja allt á nýjan leik. 3 Höfundur er læknir og er ekki í framboði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Viðreisn og Sjálfstæðisflokkur vilja selja eigur ríkisins. Formaður Viðreisnar sagði í nýlegu viðtali að hún vilji selja fjármálafyrirtæki, lönd, fasteignir, lóðir „og svo framvegis“. 1 Lítil umræða hefur verið í yfirstandandi kosningabaráttu um þessi tilteknu atriði þrátt fyrir að vera mál sem snertir alla Íslendinga. Stjórnmálaflokkarnir tveir segjast vilja nota skammtímahagnaðinn til innviðauppbyggingar, en getur verið að þjóðin tapi á því til langs tíma? Ef hlutdeild ríkisins í arðgreiðslum bankanna er skoðuð síðustu 10 ár sést að Íslandsbanki og Landsbankinn hafa greitt rúmlega 255 milljarða króna beint til ríkissjóðs. Einungis lítill hluti þeirrar upphæðar hefði runnið til þjóðarinnar ef bankar hefðu greitt arð alfarið til einkaaðila og ríkið því orðið af gífurlegum fjárhæðum. Þetta gerir rúmlega 25 milljarða á ári að meðaltali og það þrátt fyrir að enginn arður hafi verið greiddur út árið 2020 vegna COVID. Við sölu á 57,5% hlut í Íslandsbanka hlaut ríkissjóður um 108 milljarða samanlagt, en þá upphæð hefðu bankarnir greitt ríkinu í arð á aðeins rúmum fjórum árum ef arðgreiðslur héldust stöðugar og enginn hluti bankanna hefði verið seldur. Þeir sömu tveir flokkar og vilja selja ríkiseignir til fjársterkra aðila hafa hvað mest verið á móti hækkun fjármagnstekjuskatts, sem nú er 22%. Ef við á Íslandi lítum til Skandinavíu til samanburðar á velferðarkerfi og innviðum sem virka hlýtur að sama skapi mega líta til fjármagnstekjuskatts. Í Svíþjóð er hann 30%, Noregi 37,8% og í Danmörku þrepaskiptur 27-42%. Ef fjármagna á velferðarkerfi fyrir alla þjóðfélagsþegna þarf að greiða fyrir það. Vissulega má nota skammtímahagnað af sölu banka til að fjármagna heilbrigðiskerfið eða greiða niður skuldir, en það sama hlýtur að gilda um arðgreiðslur sem renna beint inn í ríkissjóð. Viðreisn segist ekki vilja selja Landsvirkjun, væntanlega að hluta til vegna þess að þar fer fram afar arðbær starfsemi sem greiðir arð beint inn í ríkissjóð á hverju ári. Landsvirkjun greiddi ríkissjóði 30 milljarða í arð 2024, eða álíka mikið og samanlagðar arðgreiðslur Landsbankans og Íslandsbanka til eigenda sinna á þessu ári. Að sama skapi vilja þessir sömu flokkar frjálsa sölu áfengis, en rannsóknir hafa ítrekað sýnt fram á aukna neyslu samhliða frjálsri sölu. Þrátt fyrir einokunarverslun ríkisins hefur lýðheilsu þjóðarinnar hrakað með aukinni neyslu áfengis, til að mynda með sjöfaldri aukningu á áfengistengdum lifrarsjúkdómum frá aldamótum. Loforð um forvarnastarfsemi eftir að salan hefur verið gefin frjáls eru innantóm og mótsagnakennd. Ljóst er að tekjur ríkisins munu minnka við þessa breytingu samhliða auknum kostnaði fyrir heilbrigðiskerfið. 2 Lóðir, lönd, fasteignir „og svo framvegis“ eru einnig til sölu með von um skjótfenginn gróða. Ísland er ríkt af auðlindum sem margar hverjar munu verða enn verðmætari í framtíðinni og land sem er selt úr höndum þjóðarinnar mun líklegast aldrei rata þangað aftur. Það þarf að fara fram umræða í þjóðfélaginu um hvað á að selja og í hvaða tilgangi. Það er margt sem er óljóst við fyrirhugaða sölu á eignum almennings. Það hlýtur að vera sanngjörn krafa að þeir sem tala fyrir sölu sýni fram á hvernig það geti verið hagstæðara fyrir almenning í landinu til lengri tíma litið. Það eru ekki einungis kjósendur 2024 sem eiga hagsmuna að gæta við sölu lands og eigna, heldur líka komandi kynslóðir. Í ljósi sögunnar þarf að fara varlega. Það er ekki langt síðan bankar í ríkiseigu voru seldir með skelfilegum afleiðingum fyrir flesta landsmenn á meðan aðrir högnuðust gífurlega, þar á meðal formenn þeirra flokka sem nú vilja selja allt á nýjan leik. 3 Höfundur er læknir og er ekki í framboði.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun