Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar 25. nóvember 2024 13:03 „Ehf-gatið“ vísar til þess hvernig einstaklingar geta lækkað eigin skattgreiðslur með því að reka tekjur sínar í gegnum einkahlutafélag (ehf.) og greiða sér fjármagnstekjur (t.d. arð) í stað launa sem bera hærri skattprósentu. Þessi glufa kemur þó aðeins í ljós þegar arðgreiðslur fara yfir ákveðin mörk, nánar tiltekið 2,5 milljónir króna á mánuði, þar sem skattbyrði á arð verður lægri en á launatekjur. Ef við skoðum virka skattprósentu – hlutfallið milli þess sem greitt er í skatt og heildartekna – má sjá þetta skýrt á eftirfarandi mynd: Blái ferillinn sýnir virka skattprósentu launatekna, en rauði ferillinn sýnir virka skattprósentu arðgreiðslna. Þegar rauði ferillinn liggur undir þeim bláa er hagstæðara að greiða sér arð í stað launa, og þar liggur ehf-gatið. Nýlega birti Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, færslu sem bar heitið Stækkum „ehf-gatið“. Þar fjallar hún um mikilvægi þess að styðja við sjálfstætt starfandi einstaklinga, svo sem iðnaðarmenn, smiði, rafvirkja og hárgreiðslufólk. Hún bendir á að þessi hópur búi nú þegar við hærri skattbyrði en þeir sem starfa sem launþegar. Í færslunni leggur Áslaug fram dæmi: Einstaklingur með 1,3 milljónir króna í mánaðarlaun greiðir um 38% virkan skatt ef hann rekur tekjur sínar í gegnum ehf í stað 31% ef hann væri hefðbundinn launþegi. Hún ályktar að í stað þess að þrengja að sjálfstæðum rekstraraðilum með hærri sköttum sé nauðsynlegt að „stækka“ ehf-gatið til að bæta rekstrarumhverfi smærri fyrirtækja og sjálfstætt starfandi einstaklinga. Það er mikilvægt að undirstrika að Áslaug Arna einblínir alfarið á vinstri helming grafsins, þar sem arðgreiðslur eru undir 2,5 milljónum króna. Hins vegar kemur hið raunverulega ehf-gat aðeins fram á hægri helmingi grafsins, þar sem hátekjuhópar njóta skattalegra hagræða af stórum arðgreiðslum. Það svæði lætur hún óumrætt – annaðhvort vegna þess að hún skilur ekki kjarna málsins eða meðvitað til að afvegaleiða umræðuna um ehf-gatið. Tillögur hafa verið lagðar fram sem bæði gætu komið til móts við hagsmuni lítilla einkahlutafélaga og lokað raunverulegu ehf-gati. Samfylkingin vill hækka fjármagnstekjuskatt úr 22% í 25% og rýmka frítekjumörk vaxtatekna til að verja litla rekstraraðila fyrir aukinni skattbyrði. Þó þetta sé skref í rétta átt, þá gengur það ekki nógu langt því til að loka ehf-gatinu að fullu með þessum hætti þyrfti að hækka fjármagnstekjuskatt upp í 32%. Betri lausn væri þrepaskiptur fjármagnstekjuskattur með frítekjumörkum, eins og Píratar, Vinstri græn og Sósíalistar leggja til, sem myndi ekki aðeins loka ehf-gatinu heldur einnig tryggja réttláta dreifingu skattbyrðinnar eftir tekjustigi. Ef hægri flokkarnir meina eitthvað með tali sínu um að styðja iðnaðarmenn, hárgreiðslufólk og smárekstraraðila, ættu þeir að styðja tillögur sem loka raunverulegu ehf-gati. Slíkar aðgerðir myndu bæði bæta stöðu sjálfstæðra atvinnurekenda og gera skattkerfið sanngjarnara. Hinsvegar, ef þeir einblína á að verja núverandi kerfi, þar sem fjárhagslegt hagræði rís einkum þeim til góða sem greiða háar fjárhæðir í arð, þá er erfitt að líta framhjá þeirri mynd sem það dregur upp. Hún gefur til kynna að áherslan sé frekar á að styðja þá sem standa sterkt fjárhagslega en á þá sem starfa af dugnaði í iðnaði og smærri rekstri. Þetta vekur spurningar um hvort raunverulegur vilji sé að styðja alþýðufólk og smárekstur eða hvort þetta sé frekar varnartilraun fyrir þá sem þegar njóta umtalsverðs skattalegs ávinnings. Höfundur er doktorsnemandi í eðlisfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Skattar og tollar Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Skoðun Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Sjá meira
„Ehf-gatið“ vísar til þess hvernig einstaklingar geta lækkað eigin skattgreiðslur með því að reka tekjur sínar í gegnum einkahlutafélag (ehf.) og greiða sér fjármagnstekjur (t.d. arð) í stað launa sem bera hærri skattprósentu. Þessi glufa kemur þó aðeins í ljós þegar arðgreiðslur fara yfir ákveðin mörk, nánar tiltekið 2,5 milljónir króna á mánuði, þar sem skattbyrði á arð verður lægri en á launatekjur. Ef við skoðum virka skattprósentu – hlutfallið milli þess sem greitt er í skatt og heildartekna – má sjá þetta skýrt á eftirfarandi mynd: Blái ferillinn sýnir virka skattprósentu launatekna, en rauði ferillinn sýnir virka skattprósentu arðgreiðslna. Þegar rauði ferillinn liggur undir þeim bláa er hagstæðara að greiða sér arð í stað launa, og þar liggur ehf-gatið. Nýlega birti Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, færslu sem bar heitið Stækkum „ehf-gatið“. Þar fjallar hún um mikilvægi þess að styðja við sjálfstætt starfandi einstaklinga, svo sem iðnaðarmenn, smiði, rafvirkja og hárgreiðslufólk. Hún bendir á að þessi hópur búi nú þegar við hærri skattbyrði en þeir sem starfa sem launþegar. Í færslunni leggur Áslaug fram dæmi: Einstaklingur með 1,3 milljónir króna í mánaðarlaun greiðir um 38% virkan skatt ef hann rekur tekjur sínar í gegnum ehf í stað 31% ef hann væri hefðbundinn launþegi. Hún ályktar að í stað þess að þrengja að sjálfstæðum rekstraraðilum með hærri sköttum sé nauðsynlegt að „stækka“ ehf-gatið til að bæta rekstrarumhverfi smærri fyrirtækja og sjálfstætt starfandi einstaklinga. Það er mikilvægt að undirstrika að Áslaug Arna einblínir alfarið á vinstri helming grafsins, þar sem arðgreiðslur eru undir 2,5 milljónum króna. Hins vegar kemur hið raunverulega ehf-gat aðeins fram á hægri helmingi grafsins, þar sem hátekjuhópar njóta skattalegra hagræða af stórum arðgreiðslum. Það svæði lætur hún óumrætt – annaðhvort vegna þess að hún skilur ekki kjarna málsins eða meðvitað til að afvegaleiða umræðuna um ehf-gatið. Tillögur hafa verið lagðar fram sem bæði gætu komið til móts við hagsmuni lítilla einkahlutafélaga og lokað raunverulegu ehf-gati. Samfylkingin vill hækka fjármagnstekjuskatt úr 22% í 25% og rýmka frítekjumörk vaxtatekna til að verja litla rekstraraðila fyrir aukinni skattbyrði. Þó þetta sé skref í rétta átt, þá gengur það ekki nógu langt því til að loka ehf-gatinu að fullu með þessum hætti þyrfti að hækka fjármagnstekjuskatt upp í 32%. Betri lausn væri þrepaskiptur fjármagnstekjuskattur með frítekjumörkum, eins og Píratar, Vinstri græn og Sósíalistar leggja til, sem myndi ekki aðeins loka ehf-gatinu heldur einnig tryggja réttláta dreifingu skattbyrðinnar eftir tekjustigi. Ef hægri flokkarnir meina eitthvað með tali sínu um að styðja iðnaðarmenn, hárgreiðslufólk og smárekstraraðila, ættu þeir að styðja tillögur sem loka raunverulegu ehf-gati. Slíkar aðgerðir myndu bæði bæta stöðu sjálfstæðra atvinnurekenda og gera skattkerfið sanngjarnara. Hinsvegar, ef þeir einblína á að verja núverandi kerfi, þar sem fjárhagslegt hagræði rís einkum þeim til góða sem greiða háar fjárhæðir í arð, þá er erfitt að líta framhjá þeirri mynd sem það dregur upp. Hún gefur til kynna að áherslan sé frekar á að styðja þá sem standa sterkt fjárhagslega en á þá sem starfa af dugnaði í iðnaði og smærri rekstri. Þetta vekur spurningar um hvort raunverulegur vilji sé að styðja alþýðufólk og smárekstur eða hvort þetta sé frekar varnartilraun fyrir þá sem þegar njóta umtalsverðs skattalegs ávinnings. Höfundur er doktorsnemandi í eðlisfræði.
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar