Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar 25. nóvember 2024 12:10 Þessa dagana hellast yfir fólk áherslur stjórnmálaflokkanna. Í þeim má finna margt áhugavert og spennandi ásamt öðrum illa framsettum áherslum. En að segja beinlínis ósatt hryggir mig mjög. Hjá Samfylkingunni er víða að finna áherslur um „ aukningu heimaþjónustu og heimahjúkrunar“, en hér eru framsettar hugmyndir um að eldra fólk geti búið lengur heima. Hins vegar vantar í þessar áherslur að nú þegar er besta módelið starfrækt og hefur verið í vinnslu í meira en áratug. Í dag er staða Reykjavíkur þannig að módel borgarinnar er fyrirmynd fyrir önnur sveitarfélög í verkefninu „Gott að eldast“, sem Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, hefur unnið að í samstarfi við hagaðila á borð við Landssamband eldri Borgara. Allnokkur sveitarfélög hafa óskað eftir, og fengið, aðstoð á grundvelli verkefnisins „Gott að eldast“ við að innleiða þetta verklag. Þarna hefur verið unnið þrekviki í að auka gæði heimaþjónustu og heimahjúkrunar svo eftir er tekið. Líkur á að fólk komist heim eftir t.d. endurhæfingu á Eir eða Landakoti hafa batnað í kjölfar innleiðingu verkefnisins. Í áraraðir var þetta ein af háværustu kröfum eldra fólks um lífsgæði á efri árum. Ásamt þessu er verið að mæta kröfum um frekari uppbyggingu hjúkrunarheimila. Nú er fjöldi hjúkrunarheimila í byggingu og má þar nefna í Boðaþingi og í Reykjanesbæ. Bæði opna á næsta ári. Rétt er líka að benda á að á heilbrigðisþingi fyrir örfáum árum kom hér sérfræðingur frá Kanada og gaf út yfirlýsingu um að við værum með of mörg hjúkrunarheimili? Var það til að hægja á? Margir vita ekki að þetta er samspil ríkis- og sveitarfélaga og að byggja er aðeins upphafið. Reksturinn til framtíðar er dýr og hann þarf að tryggja samhliða frekari uppbyggingu. Höfundur er fyrrverandi formaður Landssambands eldri borgara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Félagasamtök Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Heilbrigðismál Mest lesið Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þessa dagana hellast yfir fólk áherslur stjórnmálaflokkanna. Í þeim má finna margt áhugavert og spennandi ásamt öðrum illa framsettum áherslum. En að segja beinlínis ósatt hryggir mig mjög. Hjá Samfylkingunni er víða að finna áherslur um „ aukningu heimaþjónustu og heimahjúkrunar“, en hér eru framsettar hugmyndir um að eldra fólk geti búið lengur heima. Hins vegar vantar í þessar áherslur að nú þegar er besta módelið starfrækt og hefur verið í vinnslu í meira en áratug. Í dag er staða Reykjavíkur þannig að módel borgarinnar er fyrirmynd fyrir önnur sveitarfélög í verkefninu „Gott að eldast“, sem Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, hefur unnið að í samstarfi við hagaðila á borð við Landssamband eldri Borgara. Allnokkur sveitarfélög hafa óskað eftir, og fengið, aðstoð á grundvelli verkefnisins „Gott að eldast“ við að innleiða þetta verklag. Þarna hefur verið unnið þrekviki í að auka gæði heimaþjónustu og heimahjúkrunar svo eftir er tekið. Líkur á að fólk komist heim eftir t.d. endurhæfingu á Eir eða Landakoti hafa batnað í kjölfar innleiðingu verkefnisins. Í áraraðir var þetta ein af háværustu kröfum eldra fólks um lífsgæði á efri árum. Ásamt þessu er verið að mæta kröfum um frekari uppbyggingu hjúkrunarheimila. Nú er fjöldi hjúkrunarheimila í byggingu og má þar nefna í Boðaþingi og í Reykjanesbæ. Bæði opna á næsta ári. Rétt er líka að benda á að á heilbrigðisþingi fyrir örfáum árum kom hér sérfræðingur frá Kanada og gaf út yfirlýsingu um að við værum með of mörg hjúkrunarheimili? Var það til að hægja á? Margir vita ekki að þetta er samspil ríkis- og sveitarfélaga og að byggja er aðeins upphafið. Reksturinn til framtíðar er dýr og hann þarf að tryggja samhliða frekari uppbyggingu. Höfundur er fyrrverandi formaður Landssambands eldri borgara.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar