Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar 25. nóvember 2024 12:02 Árið 2021 skrifaði ég grein á vísir.is sem nefndist "Vaxtalaust lán". Þar fjallaði ég um það fjárhagslega álag sem foreldrar á landsbyggðinni standa frammi fyrir þegar börn þeirra þurfa sérfræðilæknisþjónustu fyrir sunnan. Frá þeim tíma hefur þjónustan vissulega þróast til betri vegar, og niðurgreiddar ferðir hafa aukist úr tveim í fjórar árlega. Þetta er ánægjulegt skref fram á við – en því miður ekki nóg. Ójafnrétti milli barna Í dag standa börn utan höfuðborgarsvæðisins frammi fyrir mismunun. Þau fá aðeins fjórar niðurgreiddar ferðir á ári til sérfræðilækna, nema þegar veikindin falla undir strangar skilgreiningar Sjúkratrygginga Íslands, svo sem illkynja sjúkdóma eða alvarlegar geðraskanir. Veikindi eða meðferðir sem krefjast tíðari ferða – til dæmis vegna tannréttinga eða annarra sérfræðimeðferða – falla utan þessa ramma. „Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu á ekki að vera markmið – hann er grundvallarréttur allra barna, óháð því hvar þau búa eða hverjar aðstæður þeirra eru.“ Áhrifin á fjölskyldur Foreldrar á landsbyggðinni missa heilan vinnudag eða meira í hverri ferð suður með börn sín vegna ferðalaga. Til samanburðar taka slíkar ferðir oftast aðeins 1–2 klukkustundir fyrir foreldra á höfuðborgarsvæðinu. Þessi staða setur óhóflega fjárhagsleg byrði á fjölskyldur utan borgarinnar. Krafa um breytingar Við verðum að tryggja að börn fái jöfn réttindi til nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu óháð búsetu. Það þarf að breyta reglugerðum þannig að: Allar ferðir vegna sérfræðilækninga barna séu niðurgreiddar, óháð tegund veikinda eða fjölda ferða. Landsbyggðin njóti sama aðgengis að sérfræðingum og höfuðborgarsvæðið, óháð efnahag. Hvað getum við gert? Sem foreldri á landsbyggðinni hef ég séð hvað það getur verið erfitt að tryggja börnum okkar þá þjónustu sem þau þurfa. Það er óásættanlegt að búseta ráði því hvort börn fái jafnt aðgengi að nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. Raddir okkar verða að heyrast, því enginn ætti að þurfa að velja milli fjárhagslegs öryggis og heilbrigðis barna sinna. Höfundur er móðir fjögurra drengja, búsett á Ísafirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Huld Albertsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Byggðamál Heilbrigðismál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Sjá meira
Árið 2021 skrifaði ég grein á vísir.is sem nefndist "Vaxtalaust lán". Þar fjallaði ég um það fjárhagslega álag sem foreldrar á landsbyggðinni standa frammi fyrir þegar börn þeirra þurfa sérfræðilæknisþjónustu fyrir sunnan. Frá þeim tíma hefur þjónustan vissulega þróast til betri vegar, og niðurgreiddar ferðir hafa aukist úr tveim í fjórar árlega. Þetta er ánægjulegt skref fram á við – en því miður ekki nóg. Ójafnrétti milli barna Í dag standa börn utan höfuðborgarsvæðisins frammi fyrir mismunun. Þau fá aðeins fjórar niðurgreiddar ferðir á ári til sérfræðilækna, nema þegar veikindin falla undir strangar skilgreiningar Sjúkratrygginga Íslands, svo sem illkynja sjúkdóma eða alvarlegar geðraskanir. Veikindi eða meðferðir sem krefjast tíðari ferða – til dæmis vegna tannréttinga eða annarra sérfræðimeðferða – falla utan þessa ramma. „Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu á ekki að vera markmið – hann er grundvallarréttur allra barna, óháð því hvar þau búa eða hverjar aðstæður þeirra eru.“ Áhrifin á fjölskyldur Foreldrar á landsbyggðinni missa heilan vinnudag eða meira í hverri ferð suður með börn sín vegna ferðalaga. Til samanburðar taka slíkar ferðir oftast aðeins 1–2 klukkustundir fyrir foreldra á höfuðborgarsvæðinu. Þessi staða setur óhóflega fjárhagsleg byrði á fjölskyldur utan borgarinnar. Krafa um breytingar Við verðum að tryggja að börn fái jöfn réttindi til nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu óháð búsetu. Það þarf að breyta reglugerðum þannig að: Allar ferðir vegna sérfræðilækninga barna séu niðurgreiddar, óháð tegund veikinda eða fjölda ferða. Landsbyggðin njóti sama aðgengis að sérfræðingum og höfuðborgarsvæðið, óháð efnahag. Hvað getum við gert? Sem foreldri á landsbyggðinni hef ég séð hvað það getur verið erfitt að tryggja börnum okkar þá þjónustu sem þau þurfa. Það er óásættanlegt að búseta ráði því hvort börn fái jafnt aðgengi að nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. Raddir okkar verða að heyrast, því enginn ætti að þurfa að velja milli fjárhagslegs öryggis og heilbrigðis barna sinna. Höfundur er móðir fjögurra drengja, búsett á Ísafirði.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun