Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 25. nóvember 2024 10:02 Í dag er 25. nóvember og því skammt í lok haustannar grunnskólabarna. Þrátt fyrir það er dóttir mín enn á biðlista eftir frístundaplássi í Reykjavík eins og fjölmörg önnur börn í borginni. Frá því ég flutti aftur til Reykjavíkur í Grafarvoginn, þá með ungabarn, hefur líf okkar fjölskyldunnar mótast af biðlistum Reykjavíkurborgar. Ég keyrði með bæði börnin mín í heilt ár í dagvistun vestur í bæ á meðan við biðum eftir leikskólaplássi, enda er hvergi lengri biðlisti á landinu. Og frá því þau hófu grunnskólagöngu hefur haustið hafist á biðlista eftir frístundaplássi. Bið sem er nú farin að teygja sig inn í hátíðirnar. Foreldrar ungra barna og börnin sjálf eru í gjörólíkri stöðu eftir sveitarfélögum. Í nágrannasveitarfélögunum Garðabæ, Kópavogi, Hafnarfirði og Seltjarnarnesi sem er stýrt af sjálfstæðismönnum bíða engin börn eftir frístundaplássi. Þar er að jafnaði verið að taka 12-15 mánaða börn inn á leikskóla, en meðaltalið er um 22 mánaða í Reykjavík. Örvænting foreldra í Reykjavík vegna þessara biðlista er öllum kunnug. Það er óskiljanlegt hvernig vandamálið virðist mun flóknara í Reykjavík en öðrum sveitarfélögum. Þjónusta við börn er þeim sem stýra Reykjavíkurborg um megn; Viðreisn, Samfylkingu, Framsókn og Pírötum. Foreldrar reykvískra barna þurfa að gera ráð fyrir að þurfa að brúa langt bil milli fæðingarorlofs og dagvistunar - mun lengur en aðrir. Grunnskólabörn í Reykjavík geta ekki treyst á að komast í rútínu á frístundaheimilum á haustin eftir rótleysi sumarfrísins. Það er óhætt að segja að það skjóti skökku við að sjá Viðreisn auglýsa núna: „Burt með biðlista barna“. Ekki síst þegar maður les smáa letrið og áttar sig á að flokkurinn á ekki við biðlistana sem hann hefði nú þegar getað eytt í Reykjavík. „Betra líf fyrir fjölskyldur“ Samfylkingarinnar og „B fyrir börn“ Framsóknar virðist sömuleiðis undanskilja mörg börn í Reykjavík. Við barnafólkið erum búin að fá okkur fullsödd af metnaðarleysi og lélegri forgangsröðun þeirra sem stýra Reykjavíkurborg. Ég hvet frambjóðendur þeirra til Alþingis, sem sitja reyndar margir hverjir nú þegar í borgarstjórn, til þess að einbeita sér að börnunum í Reykjavík sem mætt hafa afgangi undir þeirra stjórn. Tryggið börnum og fjölskyldufólki betri grunnþjónustu strax. – Burt með biðlista barnanna í Reykjavík! Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi flokksins í 2. sæti í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Sjá meira
Í dag er 25. nóvember og því skammt í lok haustannar grunnskólabarna. Þrátt fyrir það er dóttir mín enn á biðlista eftir frístundaplássi í Reykjavík eins og fjölmörg önnur börn í borginni. Frá því ég flutti aftur til Reykjavíkur í Grafarvoginn, þá með ungabarn, hefur líf okkar fjölskyldunnar mótast af biðlistum Reykjavíkurborgar. Ég keyrði með bæði börnin mín í heilt ár í dagvistun vestur í bæ á meðan við biðum eftir leikskólaplássi, enda er hvergi lengri biðlisti á landinu. Og frá því þau hófu grunnskólagöngu hefur haustið hafist á biðlista eftir frístundaplássi. Bið sem er nú farin að teygja sig inn í hátíðirnar. Foreldrar ungra barna og börnin sjálf eru í gjörólíkri stöðu eftir sveitarfélögum. Í nágrannasveitarfélögunum Garðabæ, Kópavogi, Hafnarfirði og Seltjarnarnesi sem er stýrt af sjálfstæðismönnum bíða engin börn eftir frístundaplássi. Þar er að jafnaði verið að taka 12-15 mánaða börn inn á leikskóla, en meðaltalið er um 22 mánaða í Reykjavík. Örvænting foreldra í Reykjavík vegna þessara biðlista er öllum kunnug. Það er óskiljanlegt hvernig vandamálið virðist mun flóknara í Reykjavík en öðrum sveitarfélögum. Þjónusta við börn er þeim sem stýra Reykjavíkurborg um megn; Viðreisn, Samfylkingu, Framsókn og Pírötum. Foreldrar reykvískra barna þurfa að gera ráð fyrir að þurfa að brúa langt bil milli fæðingarorlofs og dagvistunar - mun lengur en aðrir. Grunnskólabörn í Reykjavík geta ekki treyst á að komast í rútínu á frístundaheimilum á haustin eftir rótleysi sumarfrísins. Það er óhætt að segja að það skjóti skökku við að sjá Viðreisn auglýsa núna: „Burt með biðlista barna“. Ekki síst þegar maður les smáa letrið og áttar sig á að flokkurinn á ekki við biðlistana sem hann hefði nú þegar getað eytt í Reykjavík. „Betra líf fyrir fjölskyldur“ Samfylkingarinnar og „B fyrir börn“ Framsóknar virðist sömuleiðis undanskilja mörg börn í Reykjavík. Við barnafólkið erum búin að fá okkur fullsödd af metnaðarleysi og lélegri forgangsröðun þeirra sem stýra Reykjavíkurborg. Ég hvet frambjóðendur þeirra til Alþingis, sem sitja reyndar margir hverjir nú þegar í borgarstjórn, til þess að einbeita sér að börnunum í Reykjavík sem mætt hafa afgangi undir þeirra stjórn. Tryggið börnum og fjölskyldufólki betri grunnþjónustu strax. – Burt með biðlista barnanna í Reykjavík! Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi flokksins í 2. sæti í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar