Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar 25. nóvember 2024 09:42 Sem formaður stéttarfélagsins FÍN þá hugsa ég daglega um stöðu háskólamenntaðra þar sem við erum enn með lausa samninga við ríkið, Reykjavíkurborg og önnur sveitarfélög. Við erum búin að ávarpa vandann undanfarin ár og ég átta mig ekki á því hvers vegna ráðamenn og opinberir launagreiðendur í þessu landi grípi ekki inn í áður en í algjört óefni er komið. Ég hef undanfarna mánuði setið við samningaborðið til að reyna að ná samningum við opinbera launagreiðendur og freistað þess að lenda samningi fyrir okkar félagsfólk en ekki haft erindi sem erfiði. Er enginn vilji hjá opinberum launagreiðendum að semja við háskólamenntaða á þeirra forsendum? Þegar ég ávarpa stöðu háskólafólks við opinbera launagreiðendur við samningaborðið þá var og er viðkvæðið að þeir hefðu/hafi skilning á stöðu okkar fólks en geti því miður ekkert gert, það er búið að ákveða þetta, þetta sé sú lína launahækkana sem var ákveðin á vinnumarkaði (þegar fyrstu félögin innan ASÍ og SA sömdu) og svona hefur þetta verið frá hruni (2008). Það eru alltaf einhverjir aðrir sem virðast taka sér það vald að setja línuna í kjarasamningum fyrir háskólamenntaða. Þetta hefur leitt til þess að samþjöppun hefur orðið á launum á vinnumarkaði meðal annars vegna krónutöluhækkana og nú er svo komið að við erum komin í ógöngur með launasetningu háskólamenntaðra. Þessi mynd hefur verið að teiknast upp sl. 16 ár og hefur versnað ár frá ári og þess vegna erum við komin í þessa stöðu. Það má segja að hættuástand hafi nú þegar skapast og það er spurning hve langt er í að neyðarástand skapist. Staðan í dag er sú að það borgar sig ekki að fara í háskólanám í ákveðnum greinum. Hve lengi enn ætla launagreiðendur að láta háskólamenntaða sitja eftir? Okkur býðst sem sagt að skrifa undir þann samning sem almenni markaðurinn samdi um eða vera samningslaus. Kjarasamningar á almennum markaði eru góðir fyrir þá sem fá krónutöluhækkanir en kaupmáttarrýrnun á sér stað hjá þeim sem fá prósentuhækkanirnar því þær eru of lágar. Þess má geta að fjórðungur félagsmanna FÍN hjá ríkinu væri að fá krónutöluhækkanir restin væri að fá mjög lágar prósentuhækkanir sem ljóst er að myndi þýða kaupmáttarrýrnun fyrir þann hóp næstu fjögur árin ef við myndum undirrita þessa kjarasamninga. Við samningaborðið höfum við reynt að finna leið með okkar viðsemjendum til að geta skrifað undir kjarasaminga sem byggja á samningum á almennum markaði gegn því að eitthvað komi til viðbótar sem ekki felst í beinum launahækkunum. En okkur hefur ekkert orðið ágengt frekar en öðrum stéttarfélögum. Nú er svo komið að nokkur stéttafélög háskólamenntaðra hafa ákveðið að vísa deilu sinni til ríkissáttasemjara. Önnur stéttarfélög hafa talið að ekki verði lengra komist og betra að taka þessar hækkanir, þrátt fyrir augljósa kaupmáttarrýrnun, en vera samningslaus. Er staðan nokkuð svona slæm? Háskólamenntaðir sinna störfum sem gegna lykilhlutverki í okkar samfélagi og almenningur getur ekki án þessara sérfræðinga verið. Háskólamenntaðir ríða ekki feitum hesti eftir háskólanám. Þess má geta að þeir borga um það bil ein mánaðarlaun á ári af námslánum og jafnvel greiða af þeim fram á grafarbakkann. Þeir eru með lakari lífeyrisréttindi þar sem þeir eru í námi verðmætustu árin til lífeyrisréttinda. ….og hvað þá? Ég hef boðað til félagsfundar með okkar félagsfólki næstu daga til að ræða stöðuna. Ég held að félagsfólk mitt sé tvístígandi og ómögulegt að geta í stöðuna hvort félagsfólk mitt vilji fara sömu leið og sum önnur félög hafa kosið að gera, það er að skrifa undir það sem að okkur er rétt eða hvort vilji þeirra sé að fara í þver öfuga átt og fara í verkfallsaðgerðir. Hvert verður þá framhaldið? Þeirri spurningu svara væntanlega háskólamenntaðir næstu daga, hvort sem þeir eru hjá FÍN eða öðrum stéttarfélögum. Ég hef samt miklar áhyggjur af því hve lengi enn háskólamenntaðir geta sætt sig við stöðuna og hvenær þeir fá nóg og berja hnefanum í boðið og segja….. …….Helvítis fokking fokk!! Nú er nóg komið! Höfundur er formaður FÍN. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Sjá meira
Sem formaður stéttarfélagsins FÍN þá hugsa ég daglega um stöðu háskólamenntaðra þar sem við erum enn með lausa samninga við ríkið, Reykjavíkurborg og önnur sveitarfélög. Við erum búin að ávarpa vandann undanfarin ár og ég átta mig ekki á því hvers vegna ráðamenn og opinberir launagreiðendur í þessu landi grípi ekki inn í áður en í algjört óefni er komið. Ég hef undanfarna mánuði setið við samningaborðið til að reyna að ná samningum við opinbera launagreiðendur og freistað þess að lenda samningi fyrir okkar félagsfólk en ekki haft erindi sem erfiði. Er enginn vilji hjá opinberum launagreiðendum að semja við háskólamenntaða á þeirra forsendum? Þegar ég ávarpa stöðu háskólafólks við opinbera launagreiðendur við samningaborðið þá var og er viðkvæðið að þeir hefðu/hafi skilning á stöðu okkar fólks en geti því miður ekkert gert, það er búið að ákveða þetta, þetta sé sú lína launahækkana sem var ákveðin á vinnumarkaði (þegar fyrstu félögin innan ASÍ og SA sömdu) og svona hefur þetta verið frá hruni (2008). Það eru alltaf einhverjir aðrir sem virðast taka sér það vald að setja línuna í kjarasamningum fyrir háskólamenntaða. Þetta hefur leitt til þess að samþjöppun hefur orðið á launum á vinnumarkaði meðal annars vegna krónutöluhækkana og nú er svo komið að við erum komin í ógöngur með launasetningu háskólamenntaðra. Þessi mynd hefur verið að teiknast upp sl. 16 ár og hefur versnað ár frá ári og þess vegna erum við komin í þessa stöðu. Það má segja að hættuástand hafi nú þegar skapast og það er spurning hve langt er í að neyðarástand skapist. Staðan í dag er sú að það borgar sig ekki að fara í háskólanám í ákveðnum greinum. Hve lengi enn ætla launagreiðendur að láta háskólamenntaða sitja eftir? Okkur býðst sem sagt að skrifa undir þann samning sem almenni markaðurinn samdi um eða vera samningslaus. Kjarasamningar á almennum markaði eru góðir fyrir þá sem fá krónutöluhækkanir en kaupmáttarrýrnun á sér stað hjá þeim sem fá prósentuhækkanirnar því þær eru of lágar. Þess má geta að fjórðungur félagsmanna FÍN hjá ríkinu væri að fá krónutöluhækkanir restin væri að fá mjög lágar prósentuhækkanir sem ljóst er að myndi þýða kaupmáttarrýrnun fyrir þann hóp næstu fjögur árin ef við myndum undirrita þessa kjarasamninga. Við samningaborðið höfum við reynt að finna leið með okkar viðsemjendum til að geta skrifað undir kjarasaminga sem byggja á samningum á almennum markaði gegn því að eitthvað komi til viðbótar sem ekki felst í beinum launahækkunum. En okkur hefur ekkert orðið ágengt frekar en öðrum stéttarfélögum. Nú er svo komið að nokkur stéttafélög háskólamenntaðra hafa ákveðið að vísa deilu sinni til ríkissáttasemjara. Önnur stéttarfélög hafa talið að ekki verði lengra komist og betra að taka þessar hækkanir, þrátt fyrir augljósa kaupmáttarrýrnun, en vera samningslaus. Er staðan nokkuð svona slæm? Háskólamenntaðir sinna störfum sem gegna lykilhlutverki í okkar samfélagi og almenningur getur ekki án þessara sérfræðinga verið. Háskólamenntaðir ríða ekki feitum hesti eftir háskólanám. Þess má geta að þeir borga um það bil ein mánaðarlaun á ári af námslánum og jafnvel greiða af þeim fram á grafarbakkann. Þeir eru með lakari lífeyrisréttindi þar sem þeir eru í námi verðmætustu árin til lífeyrisréttinda. ….og hvað þá? Ég hef boðað til félagsfundar með okkar félagsfólki næstu daga til að ræða stöðuna. Ég held að félagsfólk mitt sé tvístígandi og ómögulegt að geta í stöðuna hvort félagsfólk mitt vilji fara sömu leið og sum önnur félög hafa kosið að gera, það er að skrifa undir það sem að okkur er rétt eða hvort vilji þeirra sé að fara í þver öfuga átt og fara í verkfallsaðgerðir. Hvert verður þá framhaldið? Þeirri spurningu svara væntanlega háskólamenntaðir næstu daga, hvort sem þeir eru hjá FÍN eða öðrum stéttarfélögum. Ég hef samt miklar áhyggjur af því hve lengi enn háskólamenntaðir geta sætt sig við stöðuna og hvenær þeir fá nóg og berja hnefanum í boðið og segja….. …….Helvítis fokking fokk!! Nú er nóg komið! Höfundur er formaður FÍN.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun