Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar 25. nóvember 2024 09:10 Kosningar verða yfirstaðnar eftir viku. Þegar fólk gengur til kosninga þá langar mig til þess að minna fólk á hvaða flokkar það voru sem samþykktu 3ja orkupakkann á Alþingi 2019. Það var Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur, Vinstri Grænir, Viðreisn, Samfylking og Píratar sem samþykktu þetta, þrátt fyrir varnaðarorð sérfræðinga innan Orkunnar okkar. Það var fróðlegt að taka þátt í samtökunum Orkunni okkar, sem var stofnuð með það fyrir augum að fræða almenning um 3ja orkupakkann og reyna að hindra það að Alþingismenn samþykktu hann. Greinarhöfundur var formaður samtakanna á þessum tíma. Það var fróðlegt að upplifa það að vera kölluð kverúlant, sjálfskipaður fullveldissinni, einangrunarsinni, Trumpisti, sviðsljósafíkil, þjóðernisremba, afturhaldssinni, popúlísti svo að eitthvað sé nefnt. Það var fróðlegt að upplifa það að RÚV, ríkisútvarpið, brást skyldu sinni, en RÚV á lögum samkvæmt (lög nr.23, 3.gr) að „Vera vettvangur fyrir mismunandi skoðanir á málum sem efst eru á baugi hverju sinni og almenning varðar“ Það var fróðlegt að upplifa það að flokkarnir Vinstri grænir, Píratar og Samfylking vildu markaðsvæða raforkuna, sem þýðir að millliðum fjölgar frá framleiðanda til neytenda, sem þýðir að verð hækkar. Það var fróðlegt að upplifa það að í fréttum RUV var sagt að raforkuverð myndi ekki hækka. Það þarf ekki mjög gáfaðan einstakling til að sjá að ef milliliðum fjölgar þá hefur það áhrif á vöruverð. Það mun hækka og það er einmitt það sem við erum að sjá að er að rætast 5 árum eftir samþykkt orkupakka 3. Eiga heimilin í landinu líka von á 25 % verðhækkun á rafmagni? Það var fróðlegt að upplifa það að mörgum er alveg sama um hvort við missum valdið yfir orkumálum til erlendra aðila. Viljum við fá vindorkutúrbínuver upp um öll fjöll í eigu erlendra aðila, en á teikniborðinu eru um 40 slík verkefni? Verði bókun 35 samþykkt á Alþingi þá munu lög ESB verða rétthærri íslenskum lögum, sem þýðir að við ráðum okkur ekki lengur sjálf. Sjálfstæðismenn hafa lagt ríka áherslu á að bókun 35 verði samþykkt. Viðreisn leggur núna ríka áherslu á að Ísland sæki um aðild að ESB, eða “kíkja í pakkann” eins og sagt er. Það er einhver meinvilla í gangi með að kíkja í þennan ESB pakka og að þar verði einhverjar sér undanþágur fyrir Ísland, en því miður þá eru engar varanlegar undanþágur í ESB. Samfylkingin vill líka sækja um ESB en passar sig á að tala ekki um það því þá missa þeir atkvæði. Ef það verður þjóðaratkvæðagreiðsla um þetta málefni þá verður spurningin að vera rétt. Viltu að Ísland gangi í ESB? Og svarið er þá annað hvort já eða nei. Ef þú ert í vafa um hvað þú átt að kjósa, gefðu þá Lýðræðisflokki og Arnari Þór möguleika á að breyta hlutunum til batnaðar, heiðarlegri mann er erfitt að finna. Arnar Þór barðist ötullega við hlið Orkunnar okkar árið 2019, og hefur gert það síðan. Eitt af baráttumálum x-L er að standa vörð um fullveldi Íslands á öllum sviðum. Gáðu að því hvar þú setur þitt x á kosningardaginn. www.kjosumxl.is. Höfundur er hjúkrunarfræðingur, frumkvöðull og í framboði fyrir Lýðræðisflokkinn í Reykjavík suður, 3. sæti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Kosningar verða yfirstaðnar eftir viku. Þegar fólk gengur til kosninga þá langar mig til þess að minna fólk á hvaða flokkar það voru sem samþykktu 3ja orkupakkann á Alþingi 2019. Það var Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur, Vinstri Grænir, Viðreisn, Samfylking og Píratar sem samþykktu þetta, þrátt fyrir varnaðarorð sérfræðinga innan Orkunnar okkar. Það var fróðlegt að taka þátt í samtökunum Orkunni okkar, sem var stofnuð með það fyrir augum að fræða almenning um 3ja orkupakkann og reyna að hindra það að Alþingismenn samþykktu hann. Greinarhöfundur var formaður samtakanna á þessum tíma. Það var fróðlegt að upplifa það að vera kölluð kverúlant, sjálfskipaður fullveldissinni, einangrunarsinni, Trumpisti, sviðsljósafíkil, þjóðernisremba, afturhaldssinni, popúlísti svo að eitthvað sé nefnt. Það var fróðlegt að upplifa það að RÚV, ríkisútvarpið, brást skyldu sinni, en RÚV á lögum samkvæmt (lög nr.23, 3.gr) að „Vera vettvangur fyrir mismunandi skoðanir á málum sem efst eru á baugi hverju sinni og almenning varðar“ Það var fróðlegt að upplifa það að flokkarnir Vinstri grænir, Píratar og Samfylking vildu markaðsvæða raforkuna, sem þýðir að millliðum fjölgar frá framleiðanda til neytenda, sem þýðir að verð hækkar. Það var fróðlegt að upplifa það að í fréttum RUV var sagt að raforkuverð myndi ekki hækka. Það þarf ekki mjög gáfaðan einstakling til að sjá að ef milliliðum fjölgar þá hefur það áhrif á vöruverð. Það mun hækka og það er einmitt það sem við erum að sjá að er að rætast 5 árum eftir samþykkt orkupakka 3. Eiga heimilin í landinu líka von á 25 % verðhækkun á rafmagni? Það var fróðlegt að upplifa það að mörgum er alveg sama um hvort við missum valdið yfir orkumálum til erlendra aðila. Viljum við fá vindorkutúrbínuver upp um öll fjöll í eigu erlendra aðila, en á teikniborðinu eru um 40 slík verkefni? Verði bókun 35 samþykkt á Alþingi þá munu lög ESB verða rétthærri íslenskum lögum, sem þýðir að við ráðum okkur ekki lengur sjálf. Sjálfstæðismenn hafa lagt ríka áherslu á að bókun 35 verði samþykkt. Viðreisn leggur núna ríka áherslu á að Ísland sæki um aðild að ESB, eða “kíkja í pakkann” eins og sagt er. Það er einhver meinvilla í gangi með að kíkja í þennan ESB pakka og að þar verði einhverjar sér undanþágur fyrir Ísland, en því miður þá eru engar varanlegar undanþágur í ESB. Samfylkingin vill líka sækja um ESB en passar sig á að tala ekki um það því þá missa þeir atkvæði. Ef það verður þjóðaratkvæðagreiðsla um þetta málefni þá verður spurningin að vera rétt. Viltu að Ísland gangi í ESB? Og svarið er þá annað hvort já eða nei. Ef þú ert í vafa um hvað þú átt að kjósa, gefðu þá Lýðræðisflokki og Arnari Þór möguleika á að breyta hlutunum til batnaðar, heiðarlegri mann er erfitt að finna. Arnar Þór barðist ötullega við hlið Orkunnar okkar árið 2019, og hefur gert það síðan. Eitt af baráttumálum x-L er að standa vörð um fullveldi Íslands á öllum sviðum. Gáðu að því hvar þú setur þitt x á kosningardaginn. www.kjosumxl.is. Höfundur er hjúkrunarfræðingur, frumkvöðull og í framboði fyrir Lýðræðisflokkinn í Reykjavík suður, 3. sæti.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar