Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar 25. nóvember 2024 08:32 Ég var sex ára þegar snjóflóðið á Flateyri féll þann 26. október 1995. Sex ára barn skynjar kannski ekki tilveruna og þann harm sem er alltumlykjandi dagana og mánuðina þar á eftir, nema einmitt í frekar barnslegum hugmyndum um sorg og gleði. Sex ára barn skynjar fjarlægð foreldra og titrandi taugakerfi þeirra. Sex ára barn skynjar að það er skrítið að vera allt í einu ekki heima hjá sér heldur í Reykjavík í margar vikur. Hvers vegna allt er breytt. Sex ára barn skilur ekki hvers vegna allt í einu er allt látið eftir því. En Lion King joggingalli og páfagaukurinn Kíkí fylgdu með aftur heim á Flateyri. Ég skildi það ekki þá en á sama tíma var fjölskyldan mín og nærsamfélagið að upplifa óraunverulegan sársauka og áfall af þeim skala sem fæst okkar geta skilið. Það var einmitt þarna sem seiglan, samtakamátturinn og samhugurinn bjó. Kraftur sem við Íslendingar þekkjum vel. Stórborgin Akranes Sumarið eftir hörmungaveturinn 1995 var grunnskólabörnum á Flateyri boðið í sérstaka ferð á Akranes í boði ÍA. Um var að ræða nokkurra daga dvöl þar sem okkur bauðst að mæta á alls kyns íþróttaæfingar, vorum heiðursgestir á ÍA leik og fengum almennt bara að vera börn í friði. Þar sá ég teiknimyndastöðina Cartoon Network í túbusjónvarpi í fyrsta skipti á ævinni. Ég man að ég hugsaði með sjálfri mér „Vá - ég er stödd í einhvers konar stórborg þar sem teiknimyndir eru í boði allan sólarhringinn”. Þessir dagar á Akranesi voru fyrstu góðu minningarnar mínar eftir hörmulegan vetur. Fyrstu birtudagarnir. Þar sem þá sjö ára barnið fékk að vera bara til og sparka í bolta, leika við vini og slappa af. Ég hef alltaf haldið í þessar minningar. Og alltaf þótt vænt um Akranes fyrir vikið. Þetta var vafalaust ekkert brjálæðislegt umstang af hálfu Íþróttabandalagsins. En fyrir okkur börnin var þetta ógleymanlegt. Mikilvægt og eiginlega hjartabjargandi. Framlag samfélags sem ég hef alltaf þakkað fyrir og aldrei gleymt. 29 árum síðar Í dag er ég 35 ára. Og er um þessar mundir oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi. Þar sem hjartað mitt slær. Mig langar að verða sterkur málsvari fyrir kjördæmið mitt á Alþingi og vinn nú hörðum höndum að því. Ég er svo lánsöm að fá nú að kynnast Akranesi og Skagamönnum á nýjan hátt. Nú sem fullorðin manneskja. Ég fór á Heima-Skagahátíðina sem var einmitt haldin þann 26. október síðastliðinn. 29 árum frá flóðinu skelfilega. Fjallabræður opnuðu hátíðina í kirkjunni. Þar stóð Halldór Gunnar Pálsson, Fjallabróðir fyrir framan fulla kirkju og sagði nákvæmlega þessa sögu. Af því þegar við vorum börn og fengum umrætt boð í bæinn. Hann hafði nákvæmlega sömu sögu að segja. Þetta voru líka hans fyrstu björtu minningar. Ég viðurkenni að hjartað tók kipp þegar ég heyrði að við Halldór deildum sama þakklæti til Skagafólks. Þetta skipti máli. Hvers vegna er ég að deila með ykkur sögunni af sex ára stelpunni sem fann birtuna á Skaganum? Jú, vegna þess að það eru kannski ekki alltaf sömu hagsmunir sem liggja á hjörtum Vestfirðinga, Vestlendinga, Strandamanna, Húnvetninga og Skagfirðinga. Sjónarmiðin eru oft ólík og reynslan sömuleiðis. Hagsmunir rekast jafnvel oft á. En það er samt sem áður alltaf þessi taug - þessi strengur og þessi sami skilningur á mikilvægi þess að standa saman þegar eitthvað bjátar á. Að bjóða fram hjálparhönd og vera sterkur málsvari fyrir jaðarbyggðirnar. Þessi sameiginlegi skilningur á því hvað það þýðir að búa við skerta þjónustu, við skort á innviðum, við óöryggi og óvissu. En ekki síst sameiginlegur skilningur á því hvers vegna maður velur það bara samt þrátt fyrir skortinn. Enda er hvergi betra að vera og tilheyra. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Rut Kristinsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Akranes Mest lesið Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Sjá meira
Ég var sex ára þegar snjóflóðið á Flateyri féll þann 26. október 1995. Sex ára barn skynjar kannski ekki tilveruna og þann harm sem er alltumlykjandi dagana og mánuðina þar á eftir, nema einmitt í frekar barnslegum hugmyndum um sorg og gleði. Sex ára barn skynjar fjarlægð foreldra og titrandi taugakerfi þeirra. Sex ára barn skynjar að það er skrítið að vera allt í einu ekki heima hjá sér heldur í Reykjavík í margar vikur. Hvers vegna allt er breytt. Sex ára barn skilur ekki hvers vegna allt í einu er allt látið eftir því. En Lion King joggingalli og páfagaukurinn Kíkí fylgdu með aftur heim á Flateyri. Ég skildi það ekki þá en á sama tíma var fjölskyldan mín og nærsamfélagið að upplifa óraunverulegan sársauka og áfall af þeim skala sem fæst okkar geta skilið. Það var einmitt þarna sem seiglan, samtakamátturinn og samhugurinn bjó. Kraftur sem við Íslendingar þekkjum vel. Stórborgin Akranes Sumarið eftir hörmungaveturinn 1995 var grunnskólabörnum á Flateyri boðið í sérstaka ferð á Akranes í boði ÍA. Um var að ræða nokkurra daga dvöl þar sem okkur bauðst að mæta á alls kyns íþróttaæfingar, vorum heiðursgestir á ÍA leik og fengum almennt bara að vera börn í friði. Þar sá ég teiknimyndastöðina Cartoon Network í túbusjónvarpi í fyrsta skipti á ævinni. Ég man að ég hugsaði með sjálfri mér „Vá - ég er stödd í einhvers konar stórborg þar sem teiknimyndir eru í boði allan sólarhringinn”. Þessir dagar á Akranesi voru fyrstu góðu minningarnar mínar eftir hörmulegan vetur. Fyrstu birtudagarnir. Þar sem þá sjö ára barnið fékk að vera bara til og sparka í bolta, leika við vini og slappa af. Ég hef alltaf haldið í þessar minningar. Og alltaf þótt vænt um Akranes fyrir vikið. Þetta var vafalaust ekkert brjálæðislegt umstang af hálfu Íþróttabandalagsins. En fyrir okkur börnin var þetta ógleymanlegt. Mikilvægt og eiginlega hjartabjargandi. Framlag samfélags sem ég hef alltaf þakkað fyrir og aldrei gleymt. 29 árum síðar Í dag er ég 35 ára. Og er um þessar mundir oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi. Þar sem hjartað mitt slær. Mig langar að verða sterkur málsvari fyrir kjördæmið mitt á Alþingi og vinn nú hörðum höndum að því. Ég er svo lánsöm að fá nú að kynnast Akranesi og Skagamönnum á nýjan hátt. Nú sem fullorðin manneskja. Ég fór á Heima-Skagahátíðina sem var einmitt haldin þann 26. október síðastliðinn. 29 árum frá flóðinu skelfilega. Fjallabræður opnuðu hátíðina í kirkjunni. Þar stóð Halldór Gunnar Pálsson, Fjallabróðir fyrir framan fulla kirkju og sagði nákvæmlega þessa sögu. Af því þegar við vorum börn og fengum umrætt boð í bæinn. Hann hafði nákvæmlega sömu sögu að segja. Þetta voru líka hans fyrstu björtu minningar. Ég viðurkenni að hjartað tók kipp þegar ég heyrði að við Halldór deildum sama þakklæti til Skagafólks. Þetta skipti máli. Hvers vegna er ég að deila með ykkur sögunni af sex ára stelpunni sem fann birtuna á Skaganum? Jú, vegna þess að það eru kannski ekki alltaf sömu hagsmunir sem liggja á hjörtum Vestfirðinga, Vestlendinga, Strandamanna, Húnvetninga og Skagfirðinga. Sjónarmiðin eru oft ólík og reynslan sömuleiðis. Hagsmunir rekast jafnvel oft á. En það er samt sem áður alltaf þessi taug - þessi strengur og þessi sami skilningur á mikilvægi þess að standa saman þegar eitthvað bjátar á. Að bjóða fram hjálparhönd og vera sterkur málsvari fyrir jaðarbyggðirnar. Þessi sameiginlegi skilningur á því hvað það þýðir að búa við skerta þjónustu, við skort á innviðum, við óöryggi og óvissu. En ekki síst sameiginlegur skilningur á því hvers vegna maður velur það bara samt þrátt fyrir skortinn. Enda er hvergi betra að vera og tilheyra. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi.
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun