Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar 24. nóvember 2024 11:15 Hægri flokkarnir, allir sem einn, boða nú niðurskurð á opinberum útgjöldum og sölu verðmætra arðgefandi ríkiseigna. Síðan er loforðið um skattalækkanir sett ofan á kökuna til að gera hana seljanlega. Ekkert af þessu er nýtt, heldur er þetta stefnan sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur rekið samfleytt frá 2013. Afleiðing þessarar stefnu er mikil uppsöfnun innviðaskulda, á tíma mikillar fólksfjölgunar, öldrunar og óvenju örar fjölgunar ferðamanna. Innviðaskuldir þýða að velferðar- og innviðakerfi okkar eru undirfjármögnuð og undirmönnuð. Þau ráða því illa við verkefni sín. Þetta er sérstaklega áberandi í heilbrigðiskerfinu. Einkavæðing hefur engum gagnast nema þeim sem hafa fengið að kaupa ríkiseignirnar. Skattalækkanir hafa nær eingöngu skilað sér til þeirra tekjuhæstu og eignamestu. Nú er sem sagt boðið upp á enn meira af þessum súra kokteil hægri manna. Meiri niðurskurður þýðir veikara velferðarríki og veikari innviðir. Það er því æpandi mótsögn eða blekking þegar talsmenn hægri flokkanna tala eins og að niðurskurður og skattalækkanir muni greiða innviðaskuldirnar sem allir eru sammála um hverjar eru. Annað sem er skrýtið þegar talað er um þörf fyrir meiri niðurskurð er að forsendan virðist vera sú að opinber útgjöld almennt og velferðarútgjöld sérstaklega séu óvenju mikil hér á landi. Það er hins vegar fjarri lagi. Við erum rétt við meðallag OECD-ríkjanna og lægst á Norðurlöndum. Áherslan á aukinn niðurskurð er þannig ásetningur um að veikja íslenska velferðarríkið og innviðina enn frekar. Skoðum stöðuna í heilbrigðiskerfinu. Á meðfylgjandi mynd má sjá heildarútgjöld til heilbrigðismála í OECD-ríkjunum árið 2022, sem hlutfall af landsframleiðslu. Sundurgreind eru opinber útgjöld og útgjöld einkaaðila („out-of pocket“ greiðslur). Ísland er vel fyrir neðan meðaltal allra ríkjanna, með 8,6% af landsframleiðslu þegar meðaltalið er 9,2% og þau hærri eru á bilinu 10-12%. Þetta er ófullnægjandi fyrir Ísland. Árið 2003 var Ísland mun ofar á svona samanburðarlista, með 9,7% af landsframleiðslu í heildarútgjöld til heilbrigðismála. Ef við værum að setja sama hlutfall af landsframleiðslu í rekstur heilbrigðiskerfisins í dag og við gerðum fyrir 20 árum þá væri tæplega 50 milljörðum meira fé inni í rekstri kerfisins í dag, á ári hverju. Þetta er það sem hefur verið tekið út úr heilbrigðiskerfinu með „hagræðingaraðgerðum“ sl. 20 ár. Sjálfstæðisflokkurinn stýrði opinberum fjármálum megnið af niðurskurðartímanum. Þessi niðurskurður sl. 20 ár er orsök vandans sem heilbrigðiskerfið glímir við í dag, með undirfjármögnun, undirmönnun og of miklu álagi á starfsfólk – og þar með verra aðgengi almennings að þjónustunni. Hægri hagstjórn eyðileggur vinstri velferð Þegar hægri flokkarnir segjast ætla að skera niður ríkisútgjöld enn meira en áður, til að fjármagna hallann á fjárlögum og skapa svigrúm fyrir skattalækkanir, þá getur það ekki annað en bitnað á heilbrigðiskerfinu. Heilbrigðismál, ásamt öðrum velferðarmálum og innviðum, taka megnið af opinberu útgjöldunum. Aukin einkavæðing í heilbrigðiskerfinu, með auknum gjaldtökum af veiku og slösuðu fólki, færir okkur nær bandaríska kerfinu, en eins og sjá má á myndinni er það langdýrasta heilbrigðiskerfið á Vesturlöndum. Það tryggir þó ekki öllum íbúum landsins viðunandi heilbrigðisþjónustu. Lærdómur reynslunnar er því sá, að hægri hagstjórn eyðileggur vinstri velferð! Grefur undan velferðarríkinu og innviðum. Að færa okkur lengra í átt Bandaríkjanna á þessu sviði er bæði óskynsamlegt og ósanngjarnt – sannkallað feigðarflan. Fólk ætti því ekki að greiða hægri flokkum atkvæði sitt í kosningunum 30. nóvember, nema það vilji brjóta niður velferðarkerfið sem þjóðin byggði upp á 20. öldinni af mikilli elju. Samfylkingin er með skýrustu uppbyggingarstefnuna í velferðarmálum, en aðrir flokkar á vinstri væng og miðju eru þar einnig. Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar hjá Eflingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Ólafsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Heilbrigðismál Mest lesið Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Hægri flokkarnir, allir sem einn, boða nú niðurskurð á opinberum útgjöldum og sölu verðmætra arðgefandi ríkiseigna. Síðan er loforðið um skattalækkanir sett ofan á kökuna til að gera hana seljanlega. Ekkert af þessu er nýtt, heldur er þetta stefnan sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur rekið samfleytt frá 2013. Afleiðing þessarar stefnu er mikil uppsöfnun innviðaskulda, á tíma mikillar fólksfjölgunar, öldrunar og óvenju örar fjölgunar ferðamanna. Innviðaskuldir þýða að velferðar- og innviðakerfi okkar eru undirfjármögnuð og undirmönnuð. Þau ráða því illa við verkefni sín. Þetta er sérstaklega áberandi í heilbrigðiskerfinu. Einkavæðing hefur engum gagnast nema þeim sem hafa fengið að kaupa ríkiseignirnar. Skattalækkanir hafa nær eingöngu skilað sér til þeirra tekjuhæstu og eignamestu. Nú er sem sagt boðið upp á enn meira af þessum súra kokteil hægri manna. Meiri niðurskurður þýðir veikara velferðarríki og veikari innviðir. Það er því æpandi mótsögn eða blekking þegar talsmenn hægri flokkanna tala eins og að niðurskurður og skattalækkanir muni greiða innviðaskuldirnar sem allir eru sammála um hverjar eru. Annað sem er skrýtið þegar talað er um þörf fyrir meiri niðurskurð er að forsendan virðist vera sú að opinber útgjöld almennt og velferðarútgjöld sérstaklega séu óvenju mikil hér á landi. Það er hins vegar fjarri lagi. Við erum rétt við meðallag OECD-ríkjanna og lægst á Norðurlöndum. Áherslan á aukinn niðurskurð er þannig ásetningur um að veikja íslenska velferðarríkið og innviðina enn frekar. Skoðum stöðuna í heilbrigðiskerfinu. Á meðfylgjandi mynd má sjá heildarútgjöld til heilbrigðismála í OECD-ríkjunum árið 2022, sem hlutfall af landsframleiðslu. Sundurgreind eru opinber útgjöld og útgjöld einkaaðila („out-of pocket“ greiðslur). Ísland er vel fyrir neðan meðaltal allra ríkjanna, með 8,6% af landsframleiðslu þegar meðaltalið er 9,2% og þau hærri eru á bilinu 10-12%. Þetta er ófullnægjandi fyrir Ísland. Árið 2003 var Ísland mun ofar á svona samanburðarlista, með 9,7% af landsframleiðslu í heildarútgjöld til heilbrigðismála. Ef við værum að setja sama hlutfall af landsframleiðslu í rekstur heilbrigðiskerfisins í dag og við gerðum fyrir 20 árum þá væri tæplega 50 milljörðum meira fé inni í rekstri kerfisins í dag, á ári hverju. Þetta er það sem hefur verið tekið út úr heilbrigðiskerfinu með „hagræðingaraðgerðum“ sl. 20 ár. Sjálfstæðisflokkurinn stýrði opinberum fjármálum megnið af niðurskurðartímanum. Þessi niðurskurður sl. 20 ár er orsök vandans sem heilbrigðiskerfið glímir við í dag, með undirfjármögnun, undirmönnun og of miklu álagi á starfsfólk – og þar með verra aðgengi almennings að þjónustunni. Hægri hagstjórn eyðileggur vinstri velferð Þegar hægri flokkarnir segjast ætla að skera niður ríkisútgjöld enn meira en áður, til að fjármagna hallann á fjárlögum og skapa svigrúm fyrir skattalækkanir, þá getur það ekki annað en bitnað á heilbrigðiskerfinu. Heilbrigðismál, ásamt öðrum velferðarmálum og innviðum, taka megnið af opinberu útgjöldunum. Aukin einkavæðing í heilbrigðiskerfinu, með auknum gjaldtökum af veiku og slösuðu fólki, færir okkur nær bandaríska kerfinu, en eins og sjá má á myndinni er það langdýrasta heilbrigðiskerfið á Vesturlöndum. Það tryggir þó ekki öllum íbúum landsins viðunandi heilbrigðisþjónustu. Lærdómur reynslunnar er því sá, að hægri hagstjórn eyðileggur vinstri velferð! Grefur undan velferðarríkinu og innviðum. Að færa okkur lengra í átt Bandaríkjanna á þessu sviði er bæði óskynsamlegt og ósanngjarnt – sannkallað feigðarflan. Fólk ætti því ekki að greiða hægri flokkum atkvæði sitt í kosningunum 30. nóvember, nema það vilji brjóta niður velferðarkerfið sem þjóðin byggði upp á 20. öldinni af mikilli elju. Samfylkingin er með skýrustu uppbyggingarstefnuna í velferðarmálum, en aðrir flokkar á vinstri væng og miðju eru þar einnig. Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar hjá Eflingu.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun