Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar 24. nóvember 2024 11:00 Allt í einu sprettur upp umræða um Evrópusambandið. Mikið af henni byggir afbökun staðreynda og óskhyggju. Ræðum nú tíu ókosti og einn helsta kostinn við aðild að Evrópusambandinu. Tíu ókostir 1. Evrópusambandið er ólíkt Íslandi. Í þeim ríkjum sem þar fara með stjórn byggir efnahagurinn á framleiðslu og sölu á háþróuðum iðnvarningi, löndin eru þéttbýl og samfélögin stór. Á Íslandi býr örþjóð í stóru landi og efnahagur byggir á fiskveiðum, þjónustu við ferðamenn og orkufrekum iðnaði. Lög sambandsins þjóna þörfum hinna stóru, annað væri ólýðræðislegt. Þarfir hinna stóru eru ekki þær sömu og þarfir Íslands, nema stundum. Stundum er ekki nóg. 2. Félagsgjaldið er hátt. Margir milljarðar. Sjóðir bandalagsins mundu eflaust styrkja einstök verkefni á Íslandi, en heildarfjárstreymið yrði frá Íslandi til annarra héraða sambandsins. Í Evrópusambandinu streymir skattfé frá ríku löndunum til þeirra fátæku. Ísland er töluvert ríkara en meðalríki í Evrópusambandinu og miklu ríkara en þau fátækustu. Vilji menn styrkja fátæk ríki koma þó önnur og fjarlægari ríki ofar á listann. Þar er fólk sem býr við skort og mundi þiggja að þeir ríkustu, sem eiga aura aflögu, byggju við þá heimssýn að líta til sín, frekar en til þeirra næstríkustu. 3. Evrópusambandið er tollabandalag 5% mannkyns. Það hefur og mun eflaust eiga í viðskiptadeilum við aðra hluta heimsins. Tollar eða aðrar viðskiptahindranir bandalagsins út á við gætu reynst Íslandi afar dýrkeyptar. Saga Íslands sýnir að yfirráð yfir eigin utanríkisverslun eru Íslendingum mjög mikilvæg. Þau má ekki láta í hendur stórvelda sem er í raun sama um hvort Ísland flýtur eða sekkur. 4. Lög Evrópusambandsins gilda í öllum löndum Evrópusambandsins og ganga framar heimasömdum lögum. Evrópusambandslöggjöf er mótuð af þörfum hinna stóru samfélaga sem eru um margt ólík því sem er á Íslandi. Evrópusambandsaðild væri því afnám lýðræðis í þeirri merkingu sem flestir á Íslandi leggja í það orð. Það gæti reynst Íslendingum mjög dýrkeypt að búa við Evrópulög og geta sig hvergi hrært þegar lögin eru vond fyrir Ísland. 5. Evra hentar Íslandi illa. Gengi evru tekur mið af öðrum aðstæðum en eru á Íslandi. Evra útvegar ekki ódýrt lánsfjármagn. Núna er verðbólgan á Íslandi lítið hærri en í evrulöndum á borð við Holland og Eistland. Íslenska krónan á ekki sök á nýliðnu verðbólguskoti. Það má m.a. tengja við stjórnun húsnæðismála innanlands. 6. Evrópusambandið á í miklum og varanlegum efnahagserfiðleikum. Þar er mikið atvinnuleysi og langtímatvinnuleysi, lítil framleiðni, takmarkaður vöxtur, útbreidd fátækt, stríð túnfætinum og ólga í stjórnmálum sem óvíst er hvert leiði. Það væri óðs manns æði að færa slíku sambandi völd á Íslandi. 7. Nú þegar er farið að bera á sköttum og gjöldum sem leggjast þyngra á íslenskt samfélag en önnur ríki Evrópu. Ástæða er til að ætla að slíkt mundi aukast, þannig virkar lýðræði hinna stóru. 8. Það mundi kosta Íslendinga mjög mikið að byggja upp stjórnkerfi til að fullnægja kröfum Evrópusambandsins. 9. Evrópusambandið veitir ekki öryggi. Þeir sem hallast að N-Atlantshafsbandalaginu ættu að velta fyrir sér hvort þeir trúi því í alvöru að Bretar og Bandaríkjamenn mundu nokkurn tímann sætta sig við að ríki sem þeim væri fjandsamlegt næði fótfestu á Íslandi, jafnvel þótt ekkert væri Nató. Þeir sem efast um að aukin hervæðing sé hin rétta leið ættu að horfast í augu við einlægan og margskjalfestan vilja Evrópusambandsins til að verða herveldi. 10. Ógerningur er fyrir smáþjóð að komast aftur út úr sambandinu. Það er ekki ætlast til þess að þjóðir yfirgefi klúbbinn. Það kom mjög skýrt í ljós í tengslum við Brexit. Bretar sluppu, þrátt fyrir hið vonda fordæmi brottfararinnar. Það var vegna þess að breskur markaður var mikilvægur fyrir stóru ríkin á meginlandinu. Íslenskur markaður skiptir þau engu máli. Þegar smáríki á í hlut gildir að setja ekki slæmt fordæmi með því að sleppa ríkinu út. Íslendingar geta ekki reiknað með að komast út ef og þegar sambandið setur lög sem eru Íslendingum mjög óhagstæð. Einn kostur Flest mál hafa margar hliðar, og sú hugmynd að Íslendingar verði þegnar í Evrópusambandinu er þar á meðal. Ókostirnir eru óteljandi, margir mjög stórir og hafa sumir verið taldir upp hér. Kosturinn er einn. 1. Það bjóðast atvinnutækifæri fyrir hóp fólks, sem að vísu er frekar lítill. Kannski þar sé komin skýringin á því hversu vinsælt Evrópusambandið er meðal stjórnmálamanna víða um lönd, en óvinsælt meðal alþýðu. Niðurstaðan Hlutverk Íslendinga í Evrópusambandi yrði í fyrsta lagi að borga mikið og í öðru lagi að hlýða, því þannig virkar lýðræði hinna stóru. Höfundur er formaður Heimssýnar sem er félag um fullveldi Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Ólafsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Sjá meira
Allt í einu sprettur upp umræða um Evrópusambandið. Mikið af henni byggir afbökun staðreynda og óskhyggju. Ræðum nú tíu ókosti og einn helsta kostinn við aðild að Evrópusambandinu. Tíu ókostir 1. Evrópusambandið er ólíkt Íslandi. Í þeim ríkjum sem þar fara með stjórn byggir efnahagurinn á framleiðslu og sölu á háþróuðum iðnvarningi, löndin eru þéttbýl og samfélögin stór. Á Íslandi býr örþjóð í stóru landi og efnahagur byggir á fiskveiðum, þjónustu við ferðamenn og orkufrekum iðnaði. Lög sambandsins þjóna þörfum hinna stóru, annað væri ólýðræðislegt. Þarfir hinna stóru eru ekki þær sömu og þarfir Íslands, nema stundum. Stundum er ekki nóg. 2. Félagsgjaldið er hátt. Margir milljarðar. Sjóðir bandalagsins mundu eflaust styrkja einstök verkefni á Íslandi, en heildarfjárstreymið yrði frá Íslandi til annarra héraða sambandsins. Í Evrópusambandinu streymir skattfé frá ríku löndunum til þeirra fátæku. Ísland er töluvert ríkara en meðalríki í Evrópusambandinu og miklu ríkara en þau fátækustu. Vilji menn styrkja fátæk ríki koma þó önnur og fjarlægari ríki ofar á listann. Þar er fólk sem býr við skort og mundi þiggja að þeir ríkustu, sem eiga aura aflögu, byggju við þá heimssýn að líta til sín, frekar en til þeirra næstríkustu. 3. Evrópusambandið er tollabandalag 5% mannkyns. Það hefur og mun eflaust eiga í viðskiptadeilum við aðra hluta heimsins. Tollar eða aðrar viðskiptahindranir bandalagsins út á við gætu reynst Íslandi afar dýrkeyptar. Saga Íslands sýnir að yfirráð yfir eigin utanríkisverslun eru Íslendingum mjög mikilvæg. Þau má ekki láta í hendur stórvelda sem er í raun sama um hvort Ísland flýtur eða sekkur. 4. Lög Evrópusambandsins gilda í öllum löndum Evrópusambandsins og ganga framar heimasömdum lögum. Evrópusambandslöggjöf er mótuð af þörfum hinna stóru samfélaga sem eru um margt ólík því sem er á Íslandi. Evrópusambandsaðild væri því afnám lýðræðis í þeirri merkingu sem flestir á Íslandi leggja í það orð. Það gæti reynst Íslendingum mjög dýrkeypt að búa við Evrópulög og geta sig hvergi hrært þegar lögin eru vond fyrir Ísland. 5. Evra hentar Íslandi illa. Gengi evru tekur mið af öðrum aðstæðum en eru á Íslandi. Evra útvegar ekki ódýrt lánsfjármagn. Núna er verðbólgan á Íslandi lítið hærri en í evrulöndum á borð við Holland og Eistland. Íslenska krónan á ekki sök á nýliðnu verðbólguskoti. Það má m.a. tengja við stjórnun húsnæðismála innanlands. 6. Evrópusambandið á í miklum og varanlegum efnahagserfiðleikum. Þar er mikið atvinnuleysi og langtímatvinnuleysi, lítil framleiðni, takmarkaður vöxtur, útbreidd fátækt, stríð túnfætinum og ólga í stjórnmálum sem óvíst er hvert leiði. Það væri óðs manns æði að færa slíku sambandi völd á Íslandi. 7. Nú þegar er farið að bera á sköttum og gjöldum sem leggjast þyngra á íslenskt samfélag en önnur ríki Evrópu. Ástæða er til að ætla að slíkt mundi aukast, þannig virkar lýðræði hinna stóru. 8. Það mundi kosta Íslendinga mjög mikið að byggja upp stjórnkerfi til að fullnægja kröfum Evrópusambandsins. 9. Evrópusambandið veitir ekki öryggi. Þeir sem hallast að N-Atlantshafsbandalaginu ættu að velta fyrir sér hvort þeir trúi því í alvöru að Bretar og Bandaríkjamenn mundu nokkurn tímann sætta sig við að ríki sem þeim væri fjandsamlegt næði fótfestu á Íslandi, jafnvel þótt ekkert væri Nató. Þeir sem efast um að aukin hervæðing sé hin rétta leið ættu að horfast í augu við einlægan og margskjalfestan vilja Evrópusambandsins til að verða herveldi. 10. Ógerningur er fyrir smáþjóð að komast aftur út úr sambandinu. Það er ekki ætlast til þess að þjóðir yfirgefi klúbbinn. Það kom mjög skýrt í ljós í tengslum við Brexit. Bretar sluppu, þrátt fyrir hið vonda fordæmi brottfararinnar. Það var vegna þess að breskur markaður var mikilvægur fyrir stóru ríkin á meginlandinu. Íslenskur markaður skiptir þau engu máli. Þegar smáríki á í hlut gildir að setja ekki slæmt fordæmi með því að sleppa ríkinu út. Íslendingar geta ekki reiknað með að komast út ef og þegar sambandið setur lög sem eru Íslendingum mjög óhagstæð. Einn kostur Flest mál hafa margar hliðar, og sú hugmynd að Íslendingar verði þegnar í Evrópusambandinu er þar á meðal. Ókostirnir eru óteljandi, margir mjög stórir og hafa sumir verið taldir upp hér. Kosturinn er einn. 1. Það bjóðast atvinnutækifæri fyrir hóp fólks, sem að vísu er frekar lítill. Kannski þar sé komin skýringin á því hversu vinsælt Evrópusambandið er meðal stjórnmálamanna víða um lönd, en óvinsælt meðal alþýðu. Niðurstaðan Hlutverk Íslendinga í Evrópusambandi yrði í fyrsta lagi að borga mikið og í öðru lagi að hlýða, því þannig virkar lýðræði hinna stóru. Höfundur er formaður Heimssýnar sem er félag um fullveldi Íslands.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun