Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar 23. nóvember 2024 10:47 „Að mínu mati hefur íslenska þjóðin beðið nógu lengi eftir nýrri stjórnarskrá,“ sagði Vigdís Finnbogadóttir fyrrum forseti Íslands árið 2018, þegar sex ár voru liðin frá þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá. Vigdís sagði ennfremur: „Í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008 hratt Alþingi af stað stórmerkilegu ferli sem ætlað var að láta drauminn um nýja stjórnarskrá loks rætast. Framtakið vakti athygli víða um heim enda um að ræða eitt víðtækasta og lýðræðislegasta stjórnarskrárferli sem vitað er um. Stjórnlagaráð var þjóðkjörið. Þar hljómuðu því margvíslegar raddir samfélags okkar á Íslandi og drög voru gerð að nýrri stjórnarskrá með samþykki allra meðlima Stjórnlagaráðsins. Auk þess kom fram í þjóðaratkvæðagreiðslu yfirgnæfandi vilji meirihluta íslenskra kjósenda til þess að nýja stjórnarskráin öðlaðist gildi. Enn sem komið er hefur Alþingi ekki auðnast að koma til móts við þann vilja.“ Nú eru liðin 12 ár frá þjóðaratkvæðagreiðslunni um nýja stjórnarskrá og Alþingi hefur ekki enn auðnast að virða úrslit atkvæðagreiðslunnar og lýðræðislegan vilja kjósenda. Þetta gengur ekki í lýðræðisríki. Reyna þarf nýjar leiðir. Almennir borgarar skiluðu sínu með sóma á þjóðfundi og í stjórnlagaráði eftir hrun, eins og Vigdís benti á. Það er tímabært að Alþingi rjúfi stöðnunina og leiti aftur til þeirra. Stjórnlagaþing almennra borgara Alþingi kalli saman stjórnlagaþing almennra borgara sem valdir verða með slembivali. Verkefni þingsins verði tvíþætt. Í fyrsta lagi að leggja lokahönd á tillögur að nýrri stjórnarskrá sem samþykktar voru í þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2012 sem grundvöllur nýrrar stjórnarskrár. Í öðru lagi að gera tillögur að öðrum breytingum, ef rík ástæða þykir til. Í vinnu sinni skal stjórnlagaþingið hafa að leiðarljósi athugasemdir Feneyjanefndar Evrópuráðsins í álitsgerð nefndarinnar til þáv. forsætisráðherra árið 2020 og leiðbeiningar Ragnars Aðalsteinssonar lögmanns varðandi lýðræðisleg vinnubrögð. Í álitsgerð Feneyjanefndarinnar segir að íslensk stjórnvöld verði að gefa þjóðinni gegnsæjar, skýrar og sannfærandi ástæður ef vikið yrði efnislega frá þeim tillögum sem samþykktar voru í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012. Leiðbeiningar Ragnars Aðalsteinssonar lögmanns eru af sama toga: Tillögurnar voru fengnar með lýðræðislegum hætti. Þeir sem hafa hug á að endursemja eða breyta þeim þurfa því að færa á það ótvíræðar sönnur að breytingartillögur þeirra séu betur til þess fallnar að treysta almannahag en óbreyttar tillögur. Viðfangsefni stjórnlagaþingsins yrði fyrst og síðast tillögurnar sem samþykktar voru sem grundvöllur nýrrar stjórnarskrár 2012. Þingið skal leggja lokahönd á þær með hliðsjón af frumvarpi sem lá fyrir fullbúið af hálfu Alþingis í mars 2013 og vinnu sem leiddi til þess frumvarps. Þegar stjórnlagaþingið hefur lagt lokahönd á samþykktar tillögur getur það gert tillögur um aðrar breytingar á stjórnarskrá, sjái það ríka ástæðu til. Frágengnum tillögum að nýrri stjórnarskrá skal skilað til Alþingis, sem ber þær undir dóm kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu. — Gengið er út frá því að úrslit þeirrar atkvæðagreiðslu verði virt. Stjórnarskrárfélagið heitir á kjósendur að krefja stjórnmálaflokkana svara um það hvað þeir ætli að gera í sambandi við stjórnarskrármálið og nýju stjórnarskrána. Við eigum nýja stjórnarskrá. Stjórn Stjórnarskrárfélagsins, Jóna Benediktsdóttir, Hjörtur Hjartarson, Katrín Oddsdóttir, Kjartan Jónsson, Kristín Erna Arnardóttir, Sigríður Ólafsdóttir, Þórir Baldursson. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Stjórnarskrá Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Sjá meira
„Að mínu mati hefur íslenska þjóðin beðið nógu lengi eftir nýrri stjórnarskrá,“ sagði Vigdís Finnbogadóttir fyrrum forseti Íslands árið 2018, þegar sex ár voru liðin frá þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá. Vigdís sagði ennfremur: „Í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008 hratt Alþingi af stað stórmerkilegu ferli sem ætlað var að láta drauminn um nýja stjórnarskrá loks rætast. Framtakið vakti athygli víða um heim enda um að ræða eitt víðtækasta og lýðræðislegasta stjórnarskrárferli sem vitað er um. Stjórnlagaráð var þjóðkjörið. Þar hljómuðu því margvíslegar raddir samfélags okkar á Íslandi og drög voru gerð að nýrri stjórnarskrá með samþykki allra meðlima Stjórnlagaráðsins. Auk þess kom fram í þjóðaratkvæðagreiðslu yfirgnæfandi vilji meirihluta íslenskra kjósenda til þess að nýja stjórnarskráin öðlaðist gildi. Enn sem komið er hefur Alþingi ekki auðnast að koma til móts við þann vilja.“ Nú eru liðin 12 ár frá þjóðaratkvæðagreiðslunni um nýja stjórnarskrá og Alþingi hefur ekki enn auðnast að virða úrslit atkvæðagreiðslunnar og lýðræðislegan vilja kjósenda. Þetta gengur ekki í lýðræðisríki. Reyna þarf nýjar leiðir. Almennir borgarar skiluðu sínu með sóma á þjóðfundi og í stjórnlagaráði eftir hrun, eins og Vigdís benti á. Það er tímabært að Alþingi rjúfi stöðnunina og leiti aftur til þeirra. Stjórnlagaþing almennra borgara Alþingi kalli saman stjórnlagaþing almennra borgara sem valdir verða með slembivali. Verkefni þingsins verði tvíþætt. Í fyrsta lagi að leggja lokahönd á tillögur að nýrri stjórnarskrá sem samþykktar voru í þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2012 sem grundvöllur nýrrar stjórnarskrár. Í öðru lagi að gera tillögur að öðrum breytingum, ef rík ástæða þykir til. Í vinnu sinni skal stjórnlagaþingið hafa að leiðarljósi athugasemdir Feneyjanefndar Evrópuráðsins í álitsgerð nefndarinnar til þáv. forsætisráðherra árið 2020 og leiðbeiningar Ragnars Aðalsteinssonar lögmanns varðandi lýðræðisleg vinnubrögð. Í álitsgerð Feneyjanefndarinnar segir að íslensk stjórnvöld verði að gefa þjóðinni gegnsæjar, skýrar og sannfærandi ástæður ef vikið yrði efnislega frá þeim tillögum sem samþykktar voru í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012. Leiðbeiningar Ragnars Aðalsteinssonar lögmanns eru af sama toga: Tillögurnar voru fengnar með lýðræðislegum hætti. Þeir sem hafa hug á að endursemja eða breyta þeim þurfa því að færa á það ótvíræðar sönnur að breytingartillögur þeirra séu betur til þess fallnar að treysta almannahag en óbreyttar tillögur. Viðfangsefni stjórnlagaþingsins yrði fyrst og síðast tillögurnar sem samþykktar voru sem grundvöllur nýrrar stjórnarskrár 2012. Þingið skal leggja lokahönd á þær með hliðsjón af frumvarpi sem lá fyrir fullbúið af hálfu Alþingis í mars 2013 og vinnu sem leiddi til þess frumvarps. Þegar stjórnlagaþingið hefur lagt lokahönd á samþykktar tillögur getur það gert tillögur um aðrar breytingar á stjórnarskrá, sjái það ríka ástæðu til. Frágengnum tillögum að nýrri stjórnarskrá skal skilað til Alþingis, sem ber þær undir dóm kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu. — Gengið er út frá því að úrslit þeirrar atkvæðagreiðslu verði virt. Stjórnarskrárfélagið heitir á kjósendur að krefja stjórnmálaflokkana svara um það hvað þeir ætli að gera í sambandi við stjórnarskrármálið og nýju stjórnarskrána. Við eigum nýja stjórnarskrá. Stjórn Stjórnarskrárfélagsins, Jóna Benediktsdóttir, Hjörtur Hjartarson, Katrín Oddsdóttir, Kjartan Jónsson, Kristín Erna Arnardóttir, Sigríður Ólafsdóttir, Þórir Baldursson.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun