Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar 23. nóvember 2024 10:17 Ein af sérstöðum Íslands er gnægð náttúruauðlinda sem hægt er að nýta til framleiðslu endurnýjanlegar orku- eitthvað sem margar þjóðir öfunda okkur af. Við höfum jarðhita, vatnsorku og vindorku sem við gætum nýtt í mun meiri mæli en gert er í dag. Það er ákaflega mikilvægt er að tryggja orkuöryggi bæði almennings og atvinnugreina með því að auka framboð af endurnýjanlegri orku. Ísland er leiðandi á heimsvísu í nýtingu jarðhita í hitaveitur og í rafmagnsframleiðslu, þróun sem hófst á fyrri hluta 20. aldarinar fyrir tilstilli stuðnings yfirvalda til þróunar og rannsókna á jarðhita. Fyrir vikið skapaði Ísland sér sérstöðu í alþjóðasamfélaginu með með brautryðjandastarfi í nýtingu jarðhita, meðan flestar þjóðir notuðu (og margar nota enn) mengandi eða óendurnýjanlega orkugjafa. Á undanförnum árum hefur staðan hinsvegar breyst, þar sem mikil framþróun hefur átt sér stað í nýtingu jarðvarma erlendis. Á meginlandi Evrópu hefur áhugi aukist á að nýta lághitasvæði til húshitunar, í matvælaframleiðslu, og þróun á varmageymslum neðanjarðar. Á Vestfjörðum, Norðvesturlandi og Austurlandi er að finna mjög sambærileg lághitasvæði og fyrirfinnast á meginlandi Evrópu, þar sem hægt væri að nýta jarðvarma fyrir hitaveitukerfi, og þar með auka orkuöryggi og atvinnumöguleika íbúðabyggða þar. Ísland þarf því að leggja aukna áherslu á rannsóknir og þróun á jarðhita á meira krefjandi svæðum Íslands til að halda leiðandi stöðu í nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa. Íslendingar hafa skapað mikil verðmæti með nýsköpun í jarðhita geiranum og í sjávarútvegi. Það er mikilvægt að við höldum áfram að styrkja nýsköpun og þróun í þessum geirum, bæði til að nýta á Íslandi og til að flytja út þekkingu og þar með auka útflutningstekjur. Alþjóðlegt samstarf í rannsóknum og þróun endurnýjanlegrar orku er einnig afar mikilvægt. Það gerir kleift að deila þekkingu og reynslu, taka þátt í alþjóðlegum verkefnum, hafa aðgang að alþjóðlegum styrkjum, og hafa áhrif á evrópska stefnu í orkumálum. Ísland er aðili að Strategic Energy Technology (SET) Plan Evrópusambandsins, Geothermal Implementation Working Group, og GEOTHERMICA Initiative, og hefur í gegnum þessa vettvanga haft aðgang að fjölda verkefna og styrkja. Með því að leggja aukna áherslu á þróun, nýsköpun og alþjóðlegt samstarf getum við ekki aðeins styrkt innviði okkar heldur einnig stuðlað að sjálfbærri þróun á heimsvísu. Ísland hefur einstakt tækifæri til að vera leiðandi í orkumálum og við eigum að nýta það tækifæri til að skapa sjálfbæra framtíð, bæði fyrir okkur sjálf og komandi kynslóðir. Höfundur er í 6. sæti á lista Viðreisnar í suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Suðvesturkjördæmi Orkumál Orkuskipti Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ein af sérstöðum Íslands er gnægð náttúruauðlinda sem hægt er að nýta til framleiðslu endurnýjanlegar orku- eitthvað sem margar þjóðir öfunda okkur af. Við höfum jarðhita, vatnsorku og vindorku sem við gætum nýtt í mun meiri mæli en gert er í dag. Það er ákaflega mikilvægt er að tryggja orkuöryggi bæði almennings og atvinnugreina með því að auka framboð af endurnýjanlegri orku. Ísland er leiðandi á heimsvísu í nýtingu jarðhita í hitaveitur og í rafmagnsframleiðslu, þróun sem hófst á fyrri hluta 20. aldarinar fyrir tilstilli stuðnings yfirvalda til þróunar og rannsókna á jarðhita. Fyrir vikið skapaði Ísland sér sérstöðu í alþjóðasamfélaginu með með brautryðjandastarfi í nýtingu jarðhita, meðan flestar þjóðir notuðu (og margar nota enn) mengandi eða óendurnýjanlega orkugjafa. Á undanförnum árum hefur staðan hinsvegar breyst, þar sem mikil framþróun hefur átt sér stað í nýtingu jarðvarma erlendis. Á meginlandi Evrópu hefur áhugi aukist á að nýta lághitasvæði til húshitunar, í matvælaframleiðslu, og þróun á varmageymslum neðanjarðar. Á Vestfjörðum, Norðvesturlandi og Austurlandi er að finna mjög sambærileg lághitasvæði og fyrirfinnast á meginlandi Evrópu, þar sem hægt væri að nýta jarðvarma fyrir hitaveitukerfi, og þar með auka orkuöryggi og atvinnumöguleika íbúðabyggða þar. Ísland þarf því að leggja aukna áherslu á rannsóknir og þróun á jarðhita á meira krefjandi svæðum Íslands til að halda leiðandi stöðu í nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa. Íslendingar hafa skapað mikil verðmæti með nýsköpun í jarðhita geiranum og í sjávarútvegi. Það er mikilvægt að við höldum áfram að styrkja nýsköpun og þróun í þessum geirum, bæði til að nýta á Íslandi og til að flytja út þekkingu og þar með auka útflutningstekjur. Alþjóðlegt samstarf í rannsóknum og þróun endurnýjanlegrar orku er einnig afar mikilvægt. Það gerir kleift að deila þekkingu og reynslu, taka þátt í alþjóðlegum verkefnum, hafa aðgang að alþjóðlegum styrkjum, og hafa áhrif á evrópska stefnu í orkumálum. Ísland er aðili að Strategic Energy Technology (SET) Plan Evrópusambandsins, Geothermal Implementation Working Group, og GEOTHERMICA Initiative, og hefur í gegnum þessa vettvanga haft aðgang að fjölda verkefna og styrkja. Með því að leggja aukna áherslu á þróun, nýsköpun og alþjóðlegt samstarf getum við ekki aðeins styrkt innviði okkar heldur einnig stuðlað að sjálfbærri þróun á heimsvísu. Ísland hefur einstakt tækifæri til að vera leiðandi í orkumálum og við eigum að nýta það tækifæri til að skapa sjálfbæra framtíð, bæði fyrir okkur sjálf og komandi kynslóðir. Höfundur er í 6. sæti á lista Viðreisnar í suðvesturkjördæmi.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun