Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar 22. nóvember 2024 13:32 Í næstu viku fáum við tækifæri til að móta framtíðina. Þetta er stund til að íhuga hvað skiptir raunverulegu máli fyrir samfélag okkar, bæði í dag og til lengri tíma. Eitt af lykilatriðunum sem þarf að hafa í huga er staða háskólamenntunar á Íslandi og hvernig vanmat á henni getur haft víðtæk áhrif á lífskjör, nýsköpun og samkeppnishæfni þjóðarinnar. Framtíðin byggist á þekkingu, og hvernig við metum hana í dag mun móta möguleika okkar á morgun. Vanmat á menntun mun hafa neikvæð áhrif á lífskjör og velferð Á undanförnum árum hefur arðsemi háskólamenntunar á Íslandi verið mun minni en á öðrum Norðurlöndum. Samkvæmt skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands frá 2022, sem unnin var fyrir BHM, er arðsemi háskólamenntunar hérlendis um 40% minni en að meðaltali innan OECD. Staðreyndin er sú að laun háskólamenntaðra hafa staðið í stað að teknu tilliti til verðbólgu á þessari öld, á meðan kaupmáttur launa almennt hefur aukist um og yfir 60%. Þetta vanmat hefur leitt til þess að ungt fólk sækir síður í háskólanám á Íslandi, sem getur haft neikvæð áhrif á samkeppnishæfni þjóðarinnar, lífskjör og velferð til lengri tíma. Réttmætt mat á háskólamenntun er allra hagur Það er mikilvægt að átta sig á því að réttmætt mat á háskólamenntun til launa kemur ekki niður á öðru launafólki. Það er vel hægt að meta háskólamenntun að verðleikum og á sama tíma standa vörð um og bæta kjör láglaunafólks. Skilyrðislaus og aukinn jöfnuður tryggir ekki einn og sér aukna velferð - þvert á móti gæti sanngjarnara mat á menntun leitt til aukinnar verðmætasköpunar og bættrar velferðar fyrir samfélagið allt. Munum menntunina við kjörkassann Menntun, þekking og nýsköpun eru helsta undirstaða hagsældar á Vesturlöndum. Með því að skapa hvata fyrir einstaklinga á Íslandi til að hámarka hæfileika sína, hvort sem er með háskólanámi eða iðnnámi, stuðlum við að nýsköpun, framþróun og aukinni samkeppnishæfni Íslands á alþjóðavettvangi. Þegar við göngum að kjörborðinu í næstu viku skulum við hafa mikilvægi háskólamenntunar í huga. Það eru samfélagsleg gæði fólgin í því að ungt fólk horfi jákvæðum augum til þess að afla sér menntunar. Það ýtir undir velferð, eykur hagsæld og styður við efnahagslegan stöðugleika. Slík viðhorf eru til hagsbóta fyrir okkur öll, hvar sem við erum í tekjustiganum. Höfundur er formaður BHM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Halldórsdóttir Stéttarfélög Skóla- og menntamál Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í næstu viku fáum við tækifæri til að móta framtíðina. Þetta er stund til að íhuga hvað skiptir raunverulegu máli fyrir samfélag okkar, bæði í dag og til lengri tíma. Eitt af lykilatriðunum sem þarf að hafa í huga er staða háskólamenntunar á Íslandi og hvernig vanmat á henni getur haft víðtæk áhrif á lífskjör, nýsköpun og samkeppnishæfni þjóðarinnar. Framtíðin byggist á þekkingu, og hvernig við metum hana í dag mun móta möguleika okkar á morgun. Vanmat á menntun mun hafa neikvæð áhrif á lífskjör og velferð Á undanförnum árum hefur arðsemi háskólamenntunar á Íslandi verið mun minni en á öðrum Norðurlöndum. Samkvæmt skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands frá 2022, sem unnin var fyrir BHM, er arðsemi háskólamenntunar hérlendis um 40% minni en að meðaltali innan OECD. Staðreyndin er sú að laun háskólamenntaðra hafa staðið í stað að teknu tilliti til verðbólgu á þessari öld, á meðan kaupmáttur launa almennt hefur aukist um og yfir 60%. Þetta vanmat hefur leitt til þess að ungt fólk sækir síður í háskólanám á Íslandi, sem getur haft neikvæð áhrif á samkeppnishæfni þjóðarinnar, lífskjör og velferð til lengri tíma. Réttmætt mat á háskólamenntun er allra hagur Það er mikilvægt að átta sig á því að réttmætt mat á háskólamenntun til launa kemur ekki niður á öðru launafólki. Það er vel hægt að meta háskólamenntun að verðleikum og á sama tíma standa vörð um og bæta kjör láglaunafólks. Skilyrðislaus og aukinn jöfnuður tryggir ekki einn og sér aukna velferð - þvert á móti gæti sanngjarnara mat á menntun leitt til aukinnar verðmætasköpunar og bættrar velferðar fyrir samfélagið allt. Munum menntunina við kjörkassann Menntun, þekking og nýsköpun eru helsta undirstaða hagsældar á Vesturlöndum. Með því að skapa hvata fyrir einstaklinga á Íslandi til að hámarka hæfileika sína, hvort sem er með háskólanámi eða iðnnámi, stuðlum við að nýsköpun, framþróun og aukinni samkeppnishæfni Íslands á alþjóðavettvangi. Þegar við göngum að kjörborðinu í næstu viku skulum við hafa mikilvægi háskólamenntunar í huga. Það eru samfélagsleg gæði fólgin í því að ungt fólk horfi jákvæðum augum til þess að afla sér menntunar. Það ýtir undir velferð, eykur hagsæld og styður við efnahagslegan stöðugleika. Slík viðhorf eru til hagsbóta fyrir okkur öll, hvar sem við erum í tekjustiganum. Höfundur er formaður BHM.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun