Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar 22. nóvember 2024 12:02 Við Íslendingar teljum okkur til þroskaðra lýðræðisríkja. Ef ég les vilja þjóðarinnar rétt, viljum við frekar vera í fararbroddi á því sviði, heldur en eftirbátar annarra ríkja. Félagafrelsi er einn af hornsteinum lýðræðis og fjölbreytt flóra frjálsra félagasamtaka er ein af birtingamyndum heilbrigðra lýðræðissamfélaga. Því má draga þá ályktun að að meta megi þroska lýðræðisríkja að einhverju leyti í þeirri umgjörð sem þau skapa frjálsum félagasamtökum til að vaxa og dafna. Frjáls félagasamtök, eða almannaheillafélög, eru félög sem hafa samfélagslegar hugsjónir og hagsmuni að leiðarljósi og eru bæði óhagnaðardrifin (e. nonprofit organizations) og starfa án afskipta stjórnvalda (e. non governmental organization). Félög sem byggja starf sitt að miklu eða öllu leyti á sjálfboðaliðum. Við á Íslandi státum af mikilli breidd þegar kemur að félögum til almannaheilla. Allt frá litlum nýlega stofnuðum grasrótarsamtökum, yfir í rótgróin og þekkt samtök, stórar rekstrareiningar og skipulagsheildir (e. organization), sem samfélagið reiðir sig á með einum eða öðrum hætti. Óhætt er að segja að starfsemi og þjónusta almannaheillafélaga snerti flesta þætti samfélagsins. Það er erfitt að sjá fyrir sér íslenskt samfélag án íþróttafélaga, æskulýðsfélaga og menningarfélaga. Hvar værum við stödd án slysavarna- og björgunarfélaga eða mannræktar og góðgerðafélaga? Hvernig væri samfélagið án félaga sem standa með þeim sem minna mega sín og styðja þau sem mæta mótlæti í lífinu, eða án félaga sem veita aðhald t.d. þegar kemur að neytendavernd eða umhverfismálum? Bara svo fáeinir málaflokkar séu taldir til. Við getum verið stolt af drifkrafti sjálfboðaliða og þakklát fyrir þá þjónustu sem almannaheillafélögin veita á ólíkum sviðum þjóðlífsins. Félagafrelsið er tryggt í stjórnarskrá Íslands. Það sjáum við einnig hjá hinum norðurlöndunum og fleiri lýðræðisríkjum sem við kjósum að bera okkur saman við. Hinsvegar teljumst við seint í fararbroddi þegar kemur að lagaramma og skattaumhverfi almannaheillafélaga. Ég leyfi mér að segja að þar séum við svolítið seinþroska. Elstu starfandi félagasamtökin á Íslandi voru orðin 200 ára, þegar lög um almannaheillafélög voru samþykkt á Alþingi. Lögin sem tóku gildi vorið 2022 eru vissulega stórt og mikilvægt skref í rétta átt. En betur má ef duga skal. Til að geta talist í fararbroddi meðal lýðræðisríkja þarf að skerpa enn frekar á þáttum sem létta undir með, hvetja og styðja almannaheillafélög og sjálfboðaliðana sem leiða þau til góðra verka. Ég vil sérstaklega nefna tvö atriði sem lúta að skattaumhverfinu: Veita þarf viðurkenndum og skráðum almannaheillafélögum leyfi til að innskatta virðisaukaskatt í rekstri, jafnvel þó svo að tekjustofnar þeirra séu flestir undanþegnir útskatti. Almannaheillafélög þurfa jafnframt að geta fengið virðisaukaskatt að fullu endurgreiddan vegna uppbyggingar og viðhalds húsnæðis, sem nýtt er undir starf til almannaheilla. Í dag geta þau fengið hluta virðisaukaskatts af vinnuliðum endurgreiddan, en ekki allan og ekki af aðföngum. Þó svo að góðgerðafélög fái einhverja vexti á söfnunarfé sitt eða varasjóði er óþarfi að þyngja róður þeirra með fjármagnstekjuskatti. Til stóð að almannaheillafélög væru undanþegin fjármagnstekjuskatti og lögin um almannaheillafélög voru lengi vel kynnt með þeim hætti á vef Stjórnarráðsins. Af einhverjum ástæðum náði það aldrei inn í endanlega útgáfu laganna. Árið 2023 þáði ríkissjóður 99,8 milljónir kr. frá almannaheillafélögum í formi fjármagnstekjuskatts, samkvæmt upplýsingum frá Skattinum. Þetta þarf að laga. Við Íslendingar höfum metnað til að vera í fararbroddi þroskaðra lýðræðisríkja. Þroskamerki þjóðar okkar birtist m.a. í félögum til almannaheilla og því starfsumhverfi sem hið opinbera setur þeim. Drifkraftur sjálfboðaliða og þjónusta almannaheillafélaga við samfélagið er ómetanleg. En við þurfum að gera betur þegar kemur að skattaumhverfinu. Þar er tímabært að stíga hugrökk skref á þroskabrautinni, létta róður almannaheillafélaga, samfélaginu öllu til framdráttar. Höfundur er formaður Almannaheilla og framkvæmdastjóri KFUM og KFUK á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Mest lesið Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Við Íslendingar teljum okkur til þroskaðra lýðræðisríkja. Ef ég les vilja þjóðarinnar rétt, viljum við frekar vera í fararbroddi á því sviði, heldur en eftirbátar annarra ríkja. Félagafrelsi er einn af hornsteinum lýðræðis og fjölbreytt flóra frjálsra félagasamtaka er ein af birtingamyndum heilbrigðra lýðræðissamfélaga. Því má draga þá ályktun að að meta megi þroska lýðræðisríkja að einhverju leyti í þeirri umgjörð sem þau skapa frjálsum félagasamtökum til að vaxa og dafna. Frjáls félagasamtök, eða almannaheillafélög, eru félög sem hafa samfélagslegar hugsjónir og hagsmuni að leiðarljósi og eru bæði óhagnaðardrifin (e. nonprofit organizations) og starfa án afskipta stjórnvalda (e. non governmental organization). Félög sem byggja starf sitt að miklu eða öllu leyti á sjálfboðaliðum. Við á Íslandi státum af mikilli breidd þegar kemur að félögum til almannaheilla. Allt frá litlum nýlega stofnuðum grasrótarsamtökum, yfir í rótgróin og þekkt samtök, stórar rekstrareiningar og skipulagsheildir (e. organization), sem samfélagið reiðir sig á með einum eða öðrum hætti. Óhætt er að segja að starfsemi og þjónusta almannaheillafélaga snerti flesta þætti samfélagsins. Það er erfitt að sjá fyrir sér íslenskt samfélag án íþróttafélaga, æskulýðsfélaga og menningarfélaga. Hvar værum við stödd án slysavarna- og björgunarfélaga eða mannræktar og góðgerðafélaga? Hvernig væri samfélagið án félaga sem standa með þeim sem minna mega sín og styðja þau sem mæta mótlæti í lífinu, eða án félaga sem veita aðhald t.d. þegar kemur að neytendavernd eða umhverfismálum? Bara svo fáeinir málaflokkar séu taldir til. Við getum verið stolt af drifkrafti sjálfboðaliða og þakklát fyrir þá þjónustu sem almannaheillafélögin veita á ólíkum sviðum þjóðlífsins. Félagafrelsið er tryggt í stjórnarskrá Íslands. Það sjáum við einnig hjá hinum norðurlöndunum og fleiri lýðræðisríkjum sem við kjósum að bera okkur saman við. Hinsvegar teljumst við seint í fararbroddi þegar kemur að lagaramma og skattaumhverfi almannaheillafélaga. Ég leyfi mér að segja að þar séum við svolítið seinþroska. Elstu starfandi félagasamtökin á Íslandi voru orðin 200 ára, þegar lög um almannaheillafélög voru samþykkt á Alþingi. Lögin sem tóku gildi vorið 2022 eru vissulega stórt og mikilvægt skref í rétta átt. En betur má ef duga skal. Til að geta talist í fararbroddi meðal lýðræðisríkja þarf að skerpa enn frekar á þáttum sem létta undir með, hvetja og styðja almannaheillafélög og sjálfboðaliðana sem leiða þau til góðra verka. Ég vil sérstaklega nefna tvö atriði sem lúta að skattaumhverfinu: Veita þarf viðurkenndum og skráðum almannaheillafélögum leyfi til að innskatta virðisaukaskatt í rekstri, jafnvel þó svo að tekjustofnar þeirra séu flestir undanþegnir útskatti. Almannaheillafélög þurfa jafnframt að geta fengið virðisaukaskatt að fullu endurgreiddan vegna uppbyggingar og viðhalds húsnæðis, sem nýtt er undir starf til almannaheilla. Í dag geta þau fengið hluta virðisaukaskatts af vinnuliðum endurgreiddan, en ekki allan og ekki af aðföngum. Þó svo að góðgerðafélög fái einhverja vexti á söfnunarfé sitt eða varasjóði er óþarfi að þyngja róður þeirra með fjármagnstekjuskatti. Til stóð að almannaheillafélög væru undanþegin fjármagnstekjuskatti og lögin um almannaheillafélög voru lengi vel kynnt með þeim hætti á vef Stjórnarráðsins. Af einhverjum ástæðum náði það aldrei inn í endanlega útgáfu laganna. Árið 2023 þáði ríkissjóður 99,8 milljónir kr. frá almannaheillafélögum í formi fjármagnstekjuskatts, samkvæmt upplýsingum frá Skattinum. Þetta þarf að laga. Við Íslendingar höfum metnað til að vera í fararbroddi þroskaðra lýðræðisríkja. Þroskamerki þjóðar okkar birtist m.a. í félögum til almannaheilla og því starfsumhverfi sem hið opinbera setur þeim. Drifkraftur sjálfboðaliða og þjónusta almannaheillafélaga við samfélagið er ómetanleg. En við þurfum að gera betur þegar kemur að skattaumhverfinu. Þar er tímabært að stíga hugrökk skref á þroskabrautinni, létta róður almannaheillafélaga, samfélaginu öllu til framdráttar. Höfundur er formaður Almannaheilla og framkvæmdastjóri KFUM og KFUK á Íslandi.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun