Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar 22. nóvember 2024 11:00 Seðlabanki Íslands tilkynnti á miðvikudag um 0,5 prósentu lækkun stýrivaxta. Þetta voru ánægjuleg tíðindi og í takt við markmið þeirra kjarasamninga sem gerðir voru síðastliðið vor. Árangur samninganna er nú þegar sjáanlegur, verðbólga hefur lækkað úr 7,9% í 5,2% á einu ári, og nú er útlit fyrir að verðbólga verði í kringum 3% um mitt næsta ár. Ekki má gleyma að þrátt fyrir nýlegar vaxtalækkanir eru stýrivextir óásættanlega háir, 8,5% og raunvaxtastig með því hæsta í Evrópu. Það var ekki sjálfgefið að ná hóflegum samningum í mikilli verðbólgu og við hátt vaxtastig. Launakröfur félagsmanna voru í upphafi mun hærri en samið var um. Samningarnir náðust þó á grundvelli þess að ríkið veitti stuðning með sértækum aðgerðum (t.d. hækkun barnabóta, aðgerðum á húsnæðismarkaði og gjaldfrjálsum skólamáltíðum) og vegna þess að fyrirtækin skuldbundu sig til að styðja við markmið samningsins. Með öðrum orðum, fyrirtæki áttu að gefa afslátt af sínum kröfum, þ.e. um verðhækkanir og arðsemi. Með hógværum hækkunum og innspýtingu ríkisins í velferðarkerfin halda flestir hópar innan ASÍ kaupmætti sínum út samningstímann. Launakröfur launafólks eru sambærilegar við arðsemiskröfu fjármagnsins. Hvað varð um lækkun bankaskattsins? Markaður með bankaþjónustu á Íslandi er fákeppnismarkaður. Gjaldtaka bankanna er ógagnsæ og neytendum er gert erfitt fyrir að bera saman verð á vörum og færa viðskipti á milli aðila. Bankarnir geta í krafti fákeppni viðhaldið háum gjöldum, t.d. gengisálagi eða kostnaði við greiðslumiðlun sem kostaði almenning 47 milljarða króna árið 2021. Þegar bankaskattur var lækkaður af núverandi ríkisstjórn var meginrökstuðningur sá að þetta leiddi til hárra vaxta fyrir almenning. Fæstir aðrir en stjórnvöld trúðu þessum rökum bankanna. Á endanum hefur niðurstaðan verið sú að aukin hagkvæmni í rekstri banka og lækkun bankaskatts hefur einungis skilað sér í aukinni arðsemi eigenda en ekki í minni vaxtamun og þar með ábata neytenda. Í fákeppnisumhverfi var þetta fyrirsjáanlegt. Enginn afsláttur gefinn af græðginni Lántakendur sem trúðu stjórnmálamönnunum og tóku lán á grundvelli loforða um efnahagslegan stöðugleika og lágt vaxtastig standa nú frammi fyrir því að fastir vextir eru að losna. Flest heimilin hafa fáa aðra valkosti en að endurfjármagna lánin með verðtryggðum lánum. Það voru mikil vonbrigði að sjá viðbrögð Íslandsbanka við stýrivaxtalækkuninni. Óverðtryggðir vextir voru lækkaðir en verðtryggðir vextir hækkaðir. Það er ekki að sjá að Íslandsbanki ætli sér að taka þátt í þeirri vegferð sem aðilar vinnumarkaðarins hófu með undirritun Stöðugleikasamningana. Enginn afsláttur er gefinn af verð- og vaxtahækkunum þar sem bankinn heldur fast í arðsemiskröfu sína. Þetta er ólíkt þeirri ábyrgð sem launafólk sýndi. Krafa okkar er að bankar og aðrir fésýsluaðilar dragi úr sinni arðsemiskröfu og taki þátt í að jafna kjör þeirra sem skulda og þeirra sem eiga. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnbjörn A. Hermannsson ASÍ Fjármálafyrirtæki Fjármál heimilisins Seðlabankinn Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Sjá meira
Seðlabanki Íslands tilkynnti á miðvikudag um 0,5 prósentu lækkun stýrivaxta. Þetta voru ánægjuleg tíðindi og í takt við markmið þeirra kjarasamninga sem gerðir voru síðastliðið vor. Árangur samninganna er nú þegar sjáanlegur, verðbólga hefur lækkað úr 7,9% í 5,2% á einu ári, og nú er útlit fyrir að verðbólga verði í kringum 3% um mitt næsta ár. Ekki má gleyma að þrátt fyrir nýlegar vaxtalækkanir eru stýrivextir óásættanlega háir, 8,5% og raunvaxtastig með því hæsta í Evrópu. Það var ekki sjálfgefið að ná hóflegum samningum í mikilli verðbólgu og við hátt vaxtastig. Launakröfur félagsmanna voru í upphafi mun hærri en samið var um. Samningarnir náðust þó á grundvelli þess að ríkið veitti stuðning með sértækum aðgerðum (t.d. hækkun barnabóta, aðgerðum á húsnæðismarkaði og gjaldfrjálsum skólamáltíðum) og vegna þess að fyrirtækin skuldbundu sig til að styðja við markmið samningsins. Með öðrum orðum, fyrirtæki áttu að gefa afslátt af sínum kröfum, þ.e. um verðhækkanir og arðsemi. Með hógværum hækkunum og innspýtingu ríkisins í velferðarkerfin halda flestir hópar innan ASÍ kaupmætti sínum út samningstímann. Launakröfur launafólks eru sambærilegar við arðsemiskröfu fjármagnsins. Hvað varð um lækkun bankaskattsins? Markaður með bankaþjónustu á Íslandi er fákeppnismarkaður. Gjaldtaka bankanna er ógagnsæ og neytendum er gert erfitt fyrir að bera saman verð á vörum og færa viðskipti á milli aðila. Bankarnir geta í krafti fákeppni viðhaldið háum gjöldum, t.d. gengisálagi eða kostnaði við greiðslumiðlun sem kostaði almenning 47 milljarða króna árið 2021. Þegar bankaskattur var lækkaður af núverandi ríkisstjórn var meginrökstuðningur sá að þetta leiddi til hárra vaxta fyrir almenning. Fæstir aðrir en stjórnvöld trúðu þessum rökum bankanna. Á endanum hefur niðurstaðan verið sú að aukin hagkvæmni í rekstri banka og lækkun bankaskatts hefur einungis skilað sér í aukinni arðsemi eigenda en ekki í minni vaxtamun og þar með ábata neytenda. Í fákeppnisumhverfi var þetta fyrirsjáanlegt. Enginn afsláttur gefinn af græðginni Lántakendur sem trúðu stjórnmálamönnunum og tóku lán á grundvelli loforða um efnahagslegan stöðugleika og lágt vaxtastig standa nú frammi fyrir því að fastir vextir eru að losna. Flest heimilin hafa fáa aðra valkosti en að endurfjármagna lánin með verðtryggðum lánum. Það voru mikil vonbrigði að sjá viðbrögð Íslandsbanka við stýrivaxtalækkuninni. Óverðtryggðir vextir voru lækkaðir en verðtryggðir vextir hækkaðir. Það er ekki að sjá að Íslandsbanki ætli sér að taka þátt í þeirri vegferð sem aðilar vinnumarkaðarins hófu með undirritun Stöðugleikasamningana. Enginn afsláttur er gefinn af verð- og vaxtahækkunum þar sem bankinn heldur fast í arðsemiskröfu sína. Þetta er ólíkt þeirri ábyrgð sem launafólk sýndi. Krafa okkar er að bankar og aðrir fésýsluaðilar dragi úr sinni arðsemiskröfu og taki þátt í að jafna kjör þeirra sem skulda og þeirra sem eiga. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands.
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun