Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar 21. nóvember 2024 14:01 Landsvirkjun vill vera góður granni. Orkufyrirtæki þjóðarinnar kappkostar að eiga traust og gott samstarf við alla nágranna aflstöðva sinna á ýmsum sviðum og alveg sérstaklega til að draga úr neikvæðum áhrifum starfseminnar. Keppikefli okkar er að skapa aukna velsæld í nærsamfélagi virkjana okkar, sem og á Íslandi öllu. Nýting endurnýjanlegra orkugjafa er grunnþáttur í íslensku atvinnulífi og samfélagi. Græna orkan er forsenda þeirra lífsgæða sem við búum við. Það er mikilvægt að ávinningur af nýtingu sameiginlegu auðlindanna okkar skili sér til samfélagsins alls og að nágrannar orkufyrirtækja hafi ávinning af nábýli við okkur. Ávinningur nærsamfélags Nýting náttúruauðlinda felur í sér inngrip í náttúru landsins, náttúruna sem við Íslendingar tengjum mjög sterkt við og erum hvað stoltust af. Vissulega hefur virkjun orkuauðlinda jákvæð áhrif á efnahag og samfélag en á sama tíma eru réttmætar áhyggjur af neikvæðum áhrifum á náttúru landsins og af ójafnri skiptingu ábatans. Nágrannar virkjana verða fyrir áhrifum vegna þeirra breytinga sem virkjunin felur í sér og þess vegna höfum við hjá Landsvirkjun alltaf að leiðarljósi að nærsamfélag njóti ávinnings af starfsemi okkar. Það gildir allt frá undirbúningi verkefna þar til virkjanir eru komnar rekstur. Þar leggjum við meira af mörkum en flest önnur fyrirtæki. 1 milljarður beint til sveitarfélaga Við greiðum um 1 milljarð á ári í fasteignagjöld til sveitarfélaga þar sem stöðvarhúsin okkar standa. Skýrar reglur gilda um tekjur sveitarfélaga sem eiga að standa straum af rekstri og ákveðinni innviðauppbyggingu og einn tekjuliðurinn er fasteignagjöldin, sem við greiðum að sjálfsögðu samviskusamlega, í samræmi við gildandi lög. Sveitarfélög eru ekki bara grannar okkar heldur koma einnig beint að því að veita leyfi fyrir uppbyggingu á starfsemi okkar. Það er því mjög mikilvægt að leikreglurnar séu skýrar og sanngjarnar. Landsvirkjun getur t.d. ekki tekið þátt í samstarfsverkefnum með sveitarfélögum nema verkefnin tengist beint uppbyggingu nýrra virkjana eða rekstri aflstöðvanna. Annað gæti vakið grunsemdir um hagsmunaárekstur og jafnvel efasemdir um heilindi. Margvíslegur ávinningur Ávinningur nærsamfélagsins af starfsemi okkar er margvíslegur og ekki bara talinn í krónum og aurum. Við höfum frá upphafi lagt samtals 646 km af vegum og grætt upp land sem jafngildir 33.400 fótboltavöllum. Við erum stofnandi og bakhjarl fjögurra samstarfsverkefna um orkuskipti og orkutengda nýsköpun þar sem við leggjum til 80 miljónir árlega á móti landshlutasamtökum sveitarfélaga á viðkomandi svæðum, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu og öðrum hagamunaaðilum. Þessum verkefnum, Eimi, Orkídeu, Bláma og Eygló, hefur vaxið hratt fiskur um hrygg. Við bjóðum upp á vel launuð sérfræðistörf á landsbyggðinni og sumarstöf fyrir ungmenni, auk þess sem starfsemi okkar skapar fjölda afleiddra starfa hjá þjónustuaðilum og viðskiptavinum okkar. Við leitum aldrei langt yfir skammt. Aðstæður eru vissulega misjafnar eftir starfssvæðum, en við náum að kaupa á bilinu 25-65% af vörum og þjónustu til daglegs rekstrar í nærsamfélaginu. Við tökum einnig þátt í fjölbreyttum samstarfsverkefnum með hagaðilum í nærsamfélagi og styrkjum málefni sem hafa jákvæð áhrif á íslenskt samfélag. Sem dæmi má nefna samstarf um bætt og öruggari fjarskipti, brunavarnir, bakkavarnir, rannsóknir og vöktun og við tökum á móti fróðleiksfúsum skólanemum. Við störfum líka með veiðifélögum að verkefnum sem miða að því bæta búsetuskilyrði laxfiska og viðhalda og styrkja náttúrulega stofna í ám á starfssvæðum okkar. Verðum áfram góður granni Hafa þarf í huga að Landsvirkjun er fyrirtæki í eigu allrar þjóðarinnar og því mikilvægt að samfélagsframlag okkar sé hafið yfir vafa, það sé í samræmi við lög og reglur ásamt því sem gæta þarf jafnræðis og gagnsæis. Við munum halda áfram að vera góður granni; skila ávinningi til samfélagsins og taka virkan þátt innan þeirra marka sem okkur eru sett. Við þekkjum það öll að góður granni er gulli betri. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Bjarnadóttir Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Landsvirkjun vill vera góður granni. Orkufyrirtæki þjóðarinnar kappkostar að eiga traust og gott samstarf við alla nágranna aflstöðva sinna á ýmsum sviðum og alveg sérstaklega til að draga úr neikvæðum áhrifum starfseminnar. Keppikefli okkar er að skapa aukna velsæld í nærsamfélagi virkjana okkar, sem og á Íslandi öllu. Nýting endurnýjanlegra orkugjafa er grunnþáttur í íslensku atvinnulífi og samfélagi. Græna orkan er forsenda þeirra lífsgæða sem við búum við. Það er mikilvægt að ávinningur af nýtingu sameiginlegu auðlindanna okkar skili sér til samfélagsins alls og að nágrannar orkufyrirtækja hafi ávinning af nábýli við okkur. Ávinningur nærsamfélags Nýting náttúruauðlinda felur í sér inngrip í náttúru landsins, náttúruna sem við Íslendingar tengjum mjög sterkt við og erum hvað stoltust af. Vissulega hefur virkjun orkuauðlinda jákvæð áhrif á efnahag og samfélag en á sama tíma eru réttmætar áhyggjur af neikvæðum áhrifum á náttúru landsins og af ójafnri skiptingu ábatans. Nágrannar virkjana verða fyrir áhrifum vegna þeirra breytinga sem virkjunin felur í sér og þess vegna höfum við hjá Landsvirkjun alltaf að leiðarljósi að nærsamfélag njóti ávinnings af starfsemi okkar. Það gildir allt frá undirbúningi verkefna þar til virkjanir eru komnar rekstur. Þar leggjum við meira af mörkum en flest önnur fyrirtæki. 1 milljarður beint til sveitarfélaga Við greiðum um 1 milljarð á ári í fasteignagjöld til sveitarfélaga þar sem stöðvarhúsin okkar standa. Skýrar reglur gilda um tekjur sveitarfélaga sem eiga að standa straum af rekstri og ákveðinni innviðauppbyggingu og einn tekjuliðurinn er fasteignagjöldin, sem við greiðum að sjálfsögðu samviskusamlega, í samræmi við gildandi lög. Sveitarfélög eru ekki bara grannar okkar heldur koma einnig beint að því að veita leyfi fyrir uppbyggingu á starfsemi okkar. Það er því mjög mikilvægt að leikreglurnar séu skýrar og sanngjarnar. Landsvirkjun getur t.d. ekki tekið þátt í samstarfsverkefnum með sveitarfélögum nema verkefnin tengist beint uppbyggingu nýrra virkjana eða rekstri aflstöðvanna. Annað gæti vakið grunsemdir um hagsmunaárekstur og jafnvel efasemdir um heilindi. Margvíslegur ávinningur Ávinningur nærsamfélagsins af starfsemi okkar er margvíslegur og ekki bara talinn í krónum og aurum. Við höfum frá upphafi lagt samtals 646 km af vegum og grætt upp land sem jafngildir 33.400 fótboltavöllum. Við erum stofnandi og bakhjarl fjögurra samstarfsverkefna um orkuskipti og orkutengda nýsköpun þar sem við leggjum til 80 miljónir árlega á móti landshlutasamtökum sveitarfélaga á viðkomandi svæðum, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu og öðrum hagamunaaðilum. Þessum verkefnum, Eimi, Orkídeu, Bláma og Eygló, hefur vaxið hratt fiskur um hrygg. Við bjóðum upp á vel launuð sérfræðistörf á landsbyggðinni og sumarstöf fyrir ungmenni, auk þess sem starfsemi okkar skapar fjölda afleiddra starfa hjá þjónustuaðilum og viðskiptavinum okkar. Við leitum aldrei langt yfir skammt. Aðstæður eru vissulega misjafnar eftir starfssvæðum, en við náum að kaupa á bilinu 25-65% af vörum og þjónustu til daglegs rekstrar í nærsamfélaginu. Við tökum einnig þátt í fjölbreyttum samstarfsverkefnum með hagaðilum í nærsamfélagi og styrkjum málefni sem hafa jákvæð áhrif á íslenskt samfélag. Sem dæmi má nefna samstarf um bætt og öruggari fjarskipti, brunavarnir, bakkavarnir, rannsóknir og vöktun og við tökum á móti fróðleiksfúsum skólanemum. Við störfum líka með veiðifélögum að verkefnum sem miða að því bæta búsetuskilyrði laxfiska og viðhalda og styrkja náttúrulega stofna í ám á starfssvæðum okkar. Verðum áfram góður granni Hafa þarf í huga að Landsvirkjun er fyrirtæki í eigu allrar þjóðarinnar og því mikilvægt að samfélagsframlag okkar sé hafið yfir vafa, það sé í samræmi við lög og reglur ásamt því sem gæta þarf jafnræðis og gagnsæis. Við munum halda áfram að vera góður granni; skila ávinningi til samfélagsins og taka virkan þátt innan þeirra marka sem okkur eru sett. Við þekkjum það öll að góður granni er gulli betri. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar