Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar 21. nóvember 2024 12:47 Í gær skrifaði ráðherra háskóla, iðnaðar og nýsköpunar grein þar sem hún telur engan vafa liggja á því að fyrirtæki eins og Intuens og Greenfit geti létt á heilbrigðiskerfinu. Það að ráðherra haldi að það teljist til jákvæðrar nýsköpunar í heilbrigðisgeiranum að taka blóðprufur útí bláinn og að fólk geti fengið tilefnislausa segulómun af öllum líkamanum lýsir alveg gífurlegri vanþekkingu á þessum málaflokki og fer ansi frjálslega með orðið nýsköpun. Það stingur í auga að ráðherra finnist enginn vafi leika á þessari fullyrðingu sinni að umrædd fyrirtæki létti á heilbrigðiskerfinu þrátt fyrir að stjórn Læknafélags Íslands, Félag heimilislækna, Félags íslenskra krabbameinslækna og Félag röntgenlækna hafi harðlega gagnrýnt Intuens og starfsleyfi þess. Ástæða gagnrýnarinnar er meðal annars álagsaukning í heilbrigðiskerfinu, þvert á orð ráðherrans. Grein ráðherra lýsir skammsýni og vanþekkingu. Ráðherra heldur því fram að læknar séu á móti slíkum rannsóknum til að halda einokunarstöðu á markaði. Niðurstöður þessara rannsókna enda þó einmitt á borði lækna sem pöntuðu aldrei þessar blóðprufur eða þessa segulómun. Því hvað á fólk að gera við niðurstöðurnar? Þessi svokölluðu nýsköpunarfyrirtæki geta ekkert gert við þær og kunna ekki að túlka þær. Í þessum umræddu ástandsskoðunum, finnast oft á tíðum saklausar breytingar sem geta krafist frekari, í flestum tilvikum, óþarfra inngripa. Öllum inngripum fylgir áhætta og sumir bera skaða af. Ríkisrekna heilbrigðiskerfið okkar, kostað af skattpening, fer í að rannsaka þessar breytingar með tilheyrandi kostnaði fyrir samfélagið og á sálarlíf einstaklingsins. Oflækningar eru dýrar og valda einstaklingum skaða. Þess vegna mæla vísindin á móti þeim. Ég veit ekki um þann lækni sem hefur pantað af sér segulómun af öllum líkamanum, enda vitum við áhættuna sem að fylgir því fyrir okkur persónulega, kostnaðinn fyrir samfélagið og meðvituð um að rannsóknir sýna ekki fram á neinn ábata af slíkri „skimun”. Nýsköpun í heilbrigðiskerfinu er af hinu góða og má efla. Embætti Landlæknis styður við nýsköpun og má þar nefna „Hackathon“ þar sem nýsköpunarfyrirtæki og til að mynda Landspítali og Háskóli Íslands hafa komið saman til að búa til lausnir við þeim vandamálum sem steðja að heilbrigðiskerfinu. Fyrirtæki eins og Greenfit og Intuens taka hins vegar ekki þátt í því að leysa vandamál en búa þau til í staðinn. Að nota orðið einokun eins og um samkeppnismarkað sé um að ræða er fjarstæðukennt. Ég sem spítalalæknir er ekki í samkeppni um sjúklingana mína, ég myndi gjarnan vilja að þeir þyrftu ekki á þjónustu minni að halda. Ég vil byggja upp heilbrigðiskerfi þar sem þeim fækkar sem þurfa að leita til mín. Það fæst með því að efla heilsugæsluna, ásamt því að styrkja forvarnir og efla skimanir sem hafa á bak við sig gagnreynda þekkingu. Höfundur er spítalalæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Löng barátta XD fyrir jafnrétti og frelsi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Í gær skrifaði ráðherra háskóla, iðnaðar og nýsköpunar grein þar sem hún telur engan vafa liggja á því að fyrirtæki eins og Intuens og Greenfit geti létt á heilbrigðiskerfinu. Það að ráðherra haldi að það teljist til jákvæðrar nýsköpunar í heilbrigðisgeiranum að taka blóðprufur útí bláinn og að fólk geti fengið tilefnislausa segulómun af öllum líkamanum lýsir alveg gífurlegri vanþekkingu á þessum málaflokki og fer ansi frjálslega með orðið nýsköpun. Það stingur í auga að ráðherra finnist enginn vafi leika á þessari fullyrðingu sinni að umrædd fyrirtæki létti á heilbrigðiskerfinu þrátt fyrir að stjórn Læknafélags Íslands, Félag heimilislækna, Félags íslenskra krabbameinslækna og Félag röntgenlækna hafi harðlega gagnrýnt Intuens og starfsleyfi þess. Ástæða gagnrýnarinnar er meðal annars álagsaukning í heilbrigðiskerfinu, þvert á orð ráðherrans. Grein ráðherra lýsir skammsýni og vanþekkingu. Ráðherra heldur því fram að læknar séu á móti slíkum rannsóknum til að halda einokunarstöðu á markaði. Niðurstöður þessara rannsókna enda þó einmitt á borði lækna sem pöntuðu aldrei þessar blóðprufur eða þessa segulómun. Því hvað á fólk að gera við niðurstöðurnar? Þessi svokölluðu nýsköpunarfyrirtæki geta ekkert gert við þær og kunna ekki að túlka þær. Í þessum umræddu ástandsskoðunum, finnast oft á tíðum saklausar breytingar sem geta krafist frekari, í flestum tilvikum, óþarfra inngripa. Öllum inngripum fylgir áhætta og sumir bera skaða af. Ríkisrekna heilbrigðiskerfið okkar, kostað af skattpening, fer í að rannsaka þessar breytingar með tilheyrandi kostnaði fyrir samfélagið og á sálarlíf einstaklingsins. Oflækningar eru dýrar og valda einstaklingum skaða. Þess vegna mæla vísindin á móti þeim. Ég veit ekki um þann lækni sem hefur pantað af sér segulómun af öllum líkamanum, enda vitum við áhættuna sem að fylgir því fyrir okkur persónulega, kostnaðinn fyrir samfélagið og meðvituð um að rannsóknir sýna ekki fram á neinn ábata af slíkri „skimun”. Nýsköpun í heilbrigðiskerfinu er af hinu góða og má efla. Embætti Landlæknis styður við nýsköpun og má þar nefna „Hackathon“ þar sem nýsköpunarfyrirtæki og til að mynda Landspítali og Háskóli Íslands hafa komið saman til að búa til lausnir við þeim vandamálum sem steðja að heilbrigðiskerfinu. Fyrirtæki eins og Greenfit og Intuens taka hins vegar ekki þátt í því að leysa vandamál en búa þau til í staðinn. Að nota orðið einokun eins og um samkeppnismarkað sé um að ræða er fjarstæðukennt. Ég sem spítalalæknir er ekki í samkeppni um sjúklingana mína, ég myndi gjarnan vilja að þeir þyrftu ekki á þjónustu minni að halda. Ég vil byggja upp heilbrigðiskerfi þar sem þeim fækkar sem þurfa að leita til mín. Það fæst með því að efla heilsugæsluna, ásamt því að styrkja forvarnir og efla skimanir sem hafa á bak við sig gagnreynda þekkingu. Höfundur er spítalalæknir.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun