Engin eftirspurn eftir vindorkuverum Eldur S. Kristinsson skrifar 20. nóvember 2024 19:45 Vindorka hefur verið eitt af gæluverkefnum fráfarandi ríkisstjórnar sem hefur notið góðs af þeim opna krana sem hefur verið úr ríkissjóði til handa þeim sem telja sig vera ómissandi. Í þessari kosningabaráttu sem er nú að ná hámarki hefur þessu umræðuefni brugðið fyrir þegar orkuþörf Íslendinga og loftslagsmálin eru rædd á meðal frambjóðenda. Í allri þessari umræðu gleymist jafnan að fólkið í landinu – þeir sem í raun eiga löggjafarvaldið hafa sitthvað um þetta að segja. Í Norðurárdal í Borgarfirði eru áform um að pota upp einhverjum vindmyllugarði og virðist Borgarbyggð ætla aðgerlega að gera þetta í andstöðu við nær allra íbúa þar á svæðinu. Vindorkuver á Esjunni Hvernig myndu íbúar höfuðborgarsvæðisins lítast á blikuna ef fyrirhugað væri að pota þessum óskapnaði upp á Esjuna? Og nú svelgdust örugglega einhverjir á kaffisopanum og aðrir hrista hausinn yfir þessu rugli í mér. En stöldrum aðeins við. Esjan er kjörinn staður fyrir vindorkuver. Það er tiltölulega flatt uppi á Esjunni, samgöngur eru góðar og aðgengi þangað mjög gott. Það er einnig stór kostur að það er ekki langt í dreifikerfið. Þetta er m.ö.o. „príma staðsetning“! Hvers vegna ættu Borgfirðingar að sætta sig við svona yfirgang, en ekki íbúar höfuðborgarsvæðisins? Það hlýtur að vera augljós krafa að komandi ríkisstjórn og Alþingi Íslendinga standi með almenningi og íslenskri náttúru og heimila ekki vindorku um heiðar, sveitir og strendur landsins. Vindorkuver valda óafturkræfum umhverfisspjöllum, stórfelldu landraski, sjón- og hljóðmengun, skaða vistkerfi og samfélög og ógna líffræðilegum fjölbreytileika. Það verður að búa þannig um hlutina að löggjafinn skapi sterkan lagaramma svo orkuinnviðir þjóðar, framleiðsla og dreifing, verði í almannaeigu til framtíðar. Höfundur er oddviti Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Vindorka hefur verið eitt af gæluverkefnum fráfarandi ríkisstjórnar sem hefur notið góðs af þeim opna krana sem hefur verið úr ríkissjóði til handa þeim sem telja sig vera ómissandi. Í þessari kosningabaráttu sem er nú að ná hámarki hefur þessu umræðuefni brugðið fyrir þegar orkuþörf Íslendinga og loftslagsmálin eru rædd á meðal frambjóðenda. Í allri þessari umræðu gleymist jafnan að fólkið í landinu – þeir sem í raun eiga löggjafarvaldið hafa sitthvað um þetta að segja. Í Norðurárdal í Borgarfirði eru áform um að pota upp einhverjum vindmyllugarði og virðist Borgarbyggð ætla aðgerlega að gera þetta í andstöðu við nær allra íbúa þar á svæðinu. Vindorkuver á Esjunni Hvernig myndu íbúar höfuðborgarsvæðisins lítast á blikuna ef fyrirhugað væri að pota þessum óskapnaði upp á Esjuna? Og nú svelgdust örugglega einhverjir á kaffisopanum og aðrir hrista hausinn yfir þessu rugli í mér. En stöldrum aðeins við. Esjan er kjörinn staður fyrir vindorkuver. Það er tiltölulega flatt uppi á Esjunni, samgöngur eru góðar og aðgengi þangað mjög gott. Það er einnig stór kostur að það er ekki langt í dreifikerfið. Þetta er m.ö.o. „príma staðsetning“! Hvers vegna ættu Borgfirðingar að sætta sig við svona yfirgang, en ekki íbúar höfuðborgarsvæðisins? Það hlýtur að vera augljós krafa að komandi ríkisstjórn og Alþingi Íslendinga standi með almenningi og íslenskri náttúru og heimila ekki vindorku um heiðar, sveitir og strendur landsins. Vindorkuver valda óafturkræfum umhverfisspjöllum, stórfelldu landraski, sjón- og hljóðmengun, skaða vistkerfi og samfélög og ógna líffræðilegum fjölbreytileika. Það verður að búa þannig um hlutina að löggjafinn skapi sterkan lagaramma svo orkuinnviðir þjóðar, framleiðsla og dreifing, verði í almannaeigu til framtíðar. Höfundur er oddviti Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun