Börn á Íslandi, best í heimi! Sigríður Gísladóttir skrifar 20. nóvember 2024 20:01 Ef marka má tímann sem fer í samfélagsumræðu fullorðins fólks um aðstæður, líf og framtíð barna og ungmenna mætti ætla að börn hefðu aldrei haft það betra og að það að vinna með börnum og ungmennum séu mikilvægustu störf þjóðarinnar. Að vera foreldri og sinna fjölskyldulífi með börnum og ungmennum sé sannkallað virðingarhlutverk en ekki baggi á atvinnulífinu sem þurfi að leysa á sem ódýrastan hátt. Vísbendingar vísindanna Okkur berast misvísandi skilaboð um líðan og gengi íslenskra ungmenna. Ólæsir ungir karlar ráfi hér um göturnar og geti ekki lesið á umferðarskilti því skólakerfið hafi brugðist þeim. Að orkudrykkjaneysla og níkótínpúðar muni steypa æskunni í glötun. En svo koma líka jákvæð skilaboð frá vísindasamfélaginu. Ungmenni á Íslandi eru ánægð í skólanum og tengsl námsárangurs við félagslega stöðu eru minni en í öðrum löndum. Hér ríkir almennt meiri jöfnuður. En þó ein mæling gefi neikvæða niðurstöðu og önnur jákvæða verður að horfa á heildarmyndina og stækka fókusinn. Á heimsvísu eru vísbendingar um að börn og ungmenni upplifi aukna vanlíðan vegna skorts á félagslegum stuðningi frá fjölskyldum sínum og jafningjum og að þau eigi sífellt erfiðara með að takast á við kröfur í námi og sitt félagslega umhverfi. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) segir að stjórnvöld um allan heim verði að bæta og laga stuðningskerfi sín á öllum stigum samfélagsins og bendir á að brýnast sé að styðja lágtekjufjölskyldur því þeirra börn hafi það mun verra en önnur börn. Íslenska æskulýðsrannsóknin gefur okkur upplýsingar um stöðu íslenskra barna og nýjustu upplýsingar þaðan gefa til kynna að líðan barna á Íslandi hafi farið batnandi á undanförnum árum en sérstakan gaum þurfi þó að gefa félagslegri stöðu barna og styðja sérstaklega við ungar stúlkur sem sýna merki um andlega vanlíðan. Jöfnuður og ungmennahús Við í VG teljum mikilvægt að horft sé á staðreyndir málsins út frá því sem rannsóknirnar sýna: Menntakerfið er okkar mikilvægasta jöfnunartæki og aukinn jöfnuður bætir líf. Með því að bjóða upp á gjaldfrjálsa skóla og styðja enn betur við íþrótta- og tómstundastarf er komið í veg fyrir stéttaskiptingu og efnahagur foreldra ekki látinn ráða framtíðarmöguleikum barna. Skólinn er ekki bara mikilvægur einn og sér, því jafnvægi milli félagslífs og skóla er líka grunnþáttur í því að stuðla að auknum jafningjastuðningi og bættri andlegri líðan ungmenna. Fara þarf í uppbyggingu á ungmennahúsum fyrir 16 til 25 ára og fella þau undir lögbundin hlutverk sveitarfélaga, þar sem ungmennum býðst vettvangur fyrir skipulagt félagsstarf undir leiðsögn fagaðila. Slík hús hafa mikið forvarnargildi og stuðla að aukinni farsæld barna. Þróunin hér á landi síðustu ár hefur verið á þá leið að sveitarfélög hafa frekar skorið niður heimildir til reksturs slíkra húsa og sýnir það vel hvernig forgangsröðun stjórnvalda getur verið þegar á hólminn er komið. Skólastarf á að vera gjaldfrjálst Ryðja þarf efnahagslegum hindrunum úr vegi sem koma í veg fyrir að börn getið tekið þátt í tómstundastarfi og félagslífi. Foreldrar lenda allt of oft í því að þurfa að greiða fyrir þátttöku barnanna sinna í skólastarfi, hvort sem það eru skólaferðalög eða annað óhefðbundið skólastarf. Börn einstæðra foreldra og innflytjenda eru hópur sem þarf að huga sérstaklega að, en það er ein versta fátæktargildra sem til er að vera einstætt foreldri eða innflytjandi. Allur þessi aukakostnaður í skólastarfi ýtir undir ójöfnuð og stéttaskiptingu og ætti að vera óheimill. Kennari og tómstundafræðingur ættu að vera eftirsóttustu titlar landsins og virðing samfélagsins og mikilvægi þeirra fyrir framtíðarkynslóðir ætti að endurspeglast í þeim launum sem þessum stéttum eru greidd. Kvenfrelsi og náttúruvernd eru líka málefni barna og ungmenna Þegar unnið er að bættum aðstæðum barna og ungmenna þurfa kynjasjónarmið að vera höfð að leiðarljósi. Þetta nefnir WHO sem mikilvægan þátt og með tilliti til niðurstaðna Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar um slæma líðan ungra stúlkna er þetta augljóslega mikilvægt mál í íslenskum veruleika. Vinstri græn vilja berjast gegn upprisu hægri afla í samfélaginu sem vilja svipta konur og hinsegin fólk mannréttindum. Það sem hefur gerst í öðrum löndum getur gerst hér. Þessi sömu öfl afneita loftslagsbreytingum og spila með framtíð ungs fólks. Við megum ekki ræna náttúrugæðum og umhverfi frá börnunum okkar. Ungt fólk að borðinu Síðast en ekki síst telja Vinstri græn mikilvægt að í öllu því sem varðar börn og ungmenni sémikilvægt að þau hafi öfluga rödd sem heyrist og fái aukin völd yfir eigin lífi og ákvörðunum sem snerta þeirra líf. Við viljum færa kosningaaldur sveitarstjórnarkosninga úr 18 í 16 ár og efla þannig lýðræðisvitund og lýðræðisþátttöku ungs fólks í sínu nærumhverfi með öflugum hætti. Stjórnvöld þurfa að sýna í verki að þeim sé raunverulega annt um börn og ungmenni og það þarf að berjast gegn öflum* í samfélaginu sem vinna gegn velferð barna. *já, ég er að tala um kapítalismann. Höfundur er frá Ísafirði og skipar 3. sæti á lista Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Norðvesturkjördæmi Börn og uppeldi Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ef marka má tímann sem fer í samfélagsumræðu fullorðins fólks um aðstæður, líf og framtíð barna og ungmenna mætti ætla að börn hefðu aldrei haft það betra og að það að vinna með börnum og ungmennum séu mikilvægustu störf þjóðarinnar. Að vera foreldri og sinna fjölskyldulífi með börnum og ungmennum sé sannkallað virðingarhlutverk en ekki baggi á atvinnulífinu sem þurfi að leysa á sem ódýrastan hátt. Vísbendingar vísindanna Okkur berast misvísandi skilaboð um líðan og gengi íslenskra ungmenna. Ólæsir ungir karlar ráfi hér um göturnar og geti ekki lesið á umferðarskilti því skólakerfið hafi brugðist þeim. Að orkudrykkjaneysla og níkótínpúðar muni steypa æskunni í glötun. En svo koma líka jákvæð skilaboð frá vísindasamfélaginu. Ungmenni á Íslandi eru ánægð í skólanum og tengsl námsárangurs við félagslega stöðu eru minni en í öðrum löndum. Hér ríkir almennt meiri jöfnuður. En þó ein mæling gefi neikvæða niðurstöðu og önnur jákvæða verður að horfa á heildarmyndina og stækka fókusinn. Á heimsvísu eru vísbendingar um að börn og ungmenni upplifi aukna vanlíðan vegna skorts á félagslegum stuðningi frá fjölskyldum sínum og jafningjum og að þau eigi sífellt erfiðara með að takast á við kröfur í námi og sitt félagslega umhverfi. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) segir að stjórnvöld um allan heim verði að bæta og laga stuðningskerfi sín á öllum stigum samfélagsins og bendir á að brýnast sé að styðja lágtekjufjölskyldur því þeirra börn hafi það mun verra en önnur börn. Íslenska æskulýðsrannsóknin gefur okkur upplýsingar um stöðu íslenskra barna og nýjustu upplýsingar þaðan gefa til kynna að líðan barna á Íslandi hafi farið batnandi á undanförnum árum en sérstakan gaum þurfi þó að gefa félagslegri stöðu barna og styðja sérstaklega við ungar stúlkur sem sýna merki um andlega vanlíðan. Jöfnuður og ungmennahús Við í VG teljum mikilvægt að horft sé á staðreyndir málsins út frá því sem rannsóknirnar sýna: Menntakerfið er okkar mikilvægasta jöfnunartæki og aukinn jöfnuður bætir líf. Með því að bjóða upp á gjaldfrjálsa skóla og styðja enn betur við íþrótta- og tómstundastarf er komið í veg fyrir stéttaskiptingu og efnahagur foreldra ekki látinn ráða framtíðarmöguleikum barna. Skólinn er ekki bara mikilvægur einn og sér, því jafnvægi milli félagslífs og skóla er líka grunnþáttur í því að stuðla að auknum jafningjastuðningi og bættri andlegri líðan ungmenna. Fara þarf í uppbyggingu á ungmennahúsum fyrir 16 til 25 ára og fella þau undir lögbundin hlutverk sveitarfélaga, þar sem ungmennum býðst vettvangur fyrir skipulagt félagsstarf undir leiðsögn fagaðila. Slík hús hafa mikið forvarnargildi og stuðla að aukinni farsæld barna. Þróunin hér á landi síðustu ár hefur verið á þá leið að sveitarfélög hafa frekar skorið niður heimildir til reksturs slíkra húsa og sýnir það vel hvernig forgangsröðun stjórnvalda getur verið þegar á hólminn er komið. Skólastarf á að vera gjaldfrjálst Ryðja þarf efnahagslegum hindrunum úr vegi sem koma í veg fyrir að börn getið tekið þátt í tómstundastarfi og félagslífi. Foreldrar lenda allt of oft í því að þurfa að greiða fyrir þátttöku barnanna sinna í skólastarfi, hvort sem það eru skólaferðalög eða annað óhefðbundið skólastarf. Börn einstæðra foreldra og innflytjenda eru hópur sem þarf að huga sérstaklega að, en það er ein versta fátæktargildra sem til er að vera einstætt foreldri eða innflytjandi. Allur þessi aukakostnaður í skólastarfi ýtir undir ójöfnuð og stéttaskiptingu og ætti að vera óheimill. Kennari og tómstundafræðingur ættu að vera eftirsóttustu titlar landsins og virðing samfélagsins og mikilvægi þeirra fyrir framtíðarkynslóðir ætti að endurspeglast í þeim launum sem þessum stéttum eru greidd. Kvenfrelsi og náttúruvernd eru líka málefni barna og ungmenna Þegar unnið er að bættum aðstæðum barna og ungmenna þurfa kynjasjónarmið að vera höfð að leiðarljósi. Þetta nefnir WHO sem mikilvægan þátt og með tilliti til niðurstaðna Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar um slæma líðan ungra stúlkna er þetta augljóslega mikilvægt mál í íslenskum veruleika. Vinstri græn vilja berjast gegn upprisu hægri afla í samfélaginu sem vilja svipta konur og hinsegin fólk mannréttindum. Það sem hefur gerst í öðrum löndum getur gerst hér. Þessi sömu öfl afneita loftslagsbreytingum og spila með framtíð ungs fólks. Við megum ekki ræna náttúrugæðum og umhverfi frá börnunum okkar. Ungt fólk að borðinu Síðast en ekki síst telja Vinstri græn mikilvægt að í öllu því sem varðar börn og ungmenni sémikilvægt að þau hafi öfluga rödd sem heyrist og fái aukin völd yfir eigin lífi og ákvörðunum sem snerta þeirra líf. Við viljum færa kosningaaldur sveitarstjórnarkosninga úr 18 í 16 ár og efla þannig lýðræðisvitund og lýðræðisþátttöku ungs fólks í sínu nærumhverfi með öflugum hætti. Stjórnvöld þurfa að sýna í verki að þeim sé raunverulega annt um börn og ungmenni og það þarf að berjast gegn öflum* í samfélaginu sem vinna gegn velferð barna. *já, ég er að tala um kapítalismann. Höfundur er frá Ísafirði og skipar 3. sæti á lista Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar