Börn með ADHD mega bara bíða Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar 20. nóvember 2024 19:02 Börnin okkar eru það dýrmætasta sem við eigum. Við foreldrar vitum að öll lífsins verkefni verða smávægileg í samanburði við það þegar börnin okkar lenda í vanda eða veikindum. Þegar það gerist viljum við gera allt til að tryggja vellíðan og góða heilsu barnanna okkar og við viljum að þau fái aðgang að fyrsta flokks þjónustu án tafar. Þó að margt sé vel gert í heilbrigðiskerfinu á Íslandi þá er það því miður þannig að víða um land og á hinum ýmsu sviðum heilbrigðiskerfisins er aðgengi að þjónustu ekki nægilega gott og biðlistar of langir. Eitt dæmi um þetta eru biðlistar eftir ADHD greiningum barna. Oftast er það þannig að ítrekaðar uppákomur og fullreynd úrræði innan skólakerfisins eru undanfari þess að börn fara í greiningarferli. Fyrsta skrefið í því ferli er að fara í frumgreiningu en bið eftir henni getur tekið allt að tvö ár. Ef niðurstaða frumgreiningar bendir til ADHD er viðkomandi barni vísað til Geðheilsumiðstöðvar barna. Á Geðheilsumiðstöð fer fram ítarlegt greiningarferli og ef barnið er greint með ADHD hefur það kost á að hitta lækni sem tekur ákvörðun um lyfjagjöf en þetta ferli tekur að meðaltali tvö ár vegna biðlista. Ferlið í heild sinni getur því tekið allt að fjögur ár og samkvæmt fréttum eru biðlistar að lengjast en ekki styttast. 48 mánuðir eru langur tími í lífi barns og getur þessi tími haft afdrifarík áhrif á líðan, námsframvindu og vinamyndun. Mörg börn með ADHD þrífast vel án lyfja og með skýrum stuðningi ná þau tökum á hegðun sinni og árangri í skólanum. Önnur börn geta þróað með sér kvíða og skólaforðun eða lent í miklum árekstrum við samnemendur og kennara. Lyfjagjöf getur reynst þessum börnum vel þar sem þau ná stjórn á tilfinningum sínum, hegðun og hvatvísi, ná að halda utan um verkefni sín og eiga auðveldara með samskipti og vinamyndun. Foreldrar sem eiga hundruði þúsunda til að kaupa sig fram fyrir röðina geta leitað beint á einkastofu sem framkvæmir greiningarferlið og viðtal við lækni á skemmri tíma en þar er einnig talsverður biðlisti. Þetta getur ekki verið sú framtíðarsýn sem við höfum fyrir Ísland? Öll börn eiga rétt á heilbrigðisþjónustu og við eigum að tryggja skjóta og góða þjónustu sama hvaðan þú kemur eða hversu sterkt bakland þú hefur. Við í Samfylkingunni viljum stíga Örugg skref í heilbrigðismálum, bæta starfsaðstæður og fjölga fagfólki til að stytta biðlista og tryggja að börnin okkar fái þann stuðning sem þau þurfa. Það er réttlætismál barna og foreldra en einnig forvarnarmál því með réttum stuðningi á réttum tíma fyrirbyggjum við áskoranir í framtíðinni og tryggjum farsæld barnanna okkar. Börn eiga ekki að bíða. Höfundur er þriggja barna faðir og frambjóðandi í 2. sæti fyrir Samfylkinguna í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Guðmundur Ari Sigurjónsson Heilbrigðismál Réttindi barna ADHD Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Börnin okkar eru það dýrmætasta sem við eigum. Við foreldrar vitum að öll lífsins verkefni verða smávægileg í samanburði við það þegar börnin okkar lenda í vanda eða veikindum. Þegar það gerist viljum við gera allt til að tryggja vellíðan og góða heilsu barnanna okkar og við viljum að þau fái aðgang að fyrsta flokks þjónustu án tafar. Þó að margt sé vel gert í heilbrigðiskerfinu á Íslandi þá er það því miður þannig að víða um land og á hinum ýmsu sviðum heilbrigðiskerfisins er aðgengi að þjónustu ekki nægilega gott og biðlistar of langir. Eitt dæmi um þetta eru biðlistar eftir ADHD greiningum barna. Oftast er það þannig að ítrekaðar uppákomur og fullreynd úrræði innan skólakerfisins eru undanfari þess að börn fara í greiningarferli. Fyrsta skrefið í því ferli er að fara í frumgreiningu en bið eftir henni getur tekið allt að tvö ár. Ef niðurstaða frumgreiningar bendir til ADHD er viðkomandi barni vísað til Geðheilsumiðstöðvar barna. Á Geðheilsumiðstöð fer fram ítarlegt greiningarferli og ef barnið er greint með ADHD hefur það kost á að hitta lækni sem tekur ákvörðun um lyfjagjöf en þetta ferli tekur að meðaltali tvö ár vegna biðlista. Ferlið í heild sinni getur því tekið allt að fjögur ár og samkvæmt fréttum eru biðlistar að lengjast en ekki styttast. 48 mánuðir eru langur tími í lífi barns og getur þessi tími haft afdrifarík áhrif á líðan, námsframvindu og vinamyndun. Mörg börn með ADHD þrífast vel án lyfja og með skýrum stuðningi ná þau tökum á hegðun sinni og árangri í skólanum. Önnur börn geta þróað með sér kvíða og skólaforðun eða lent í miklum árekstrum við samnemendur og kennara. Lyfjagjöf getur reynst þessum börnum vel þar sem þau ná stjórn á tilfinningum sínum, hegðun og hvatvísi, ná að halda utan um verkefni sín og eiga auðveldara með samskipti og vinamyndun. Foreldrar sem eiga hundruði þúsunda til að kaupa sig fram fyrir röðina geta leitað beint á einkastofu sem framkvæmir greiningarferlið og viðtal við lækni á skemmri tíma en þar er einnig talsverður biðlisti. Þetta getur ekki verið sú framtíðarsýn sem við höfum fyrir Ísland? Öll börn eiga rétt á heilbrigðisþjónustu og við eigum að tryggja skjóta og góða þjónustu sama hvaðan þú kemur eða hversu sterkt bakland þú hefur. Við í Samfylkingunni viljum stíga Örugg skref í heilbrigðismálum, bæta starfsaðstæður og fjölga fagfólki til að stytta biðlista og tryggja að börnin okkar fái þann stuðning sem þau þurfa. Það er réttlætismál barna og foreldra en einnig forvarnarmál því með réttum stuðningi á réttum tíma fyrirbyggjum við áskoranir í framtíðinni og tryggjum farsæld barnanna okkar. Börn eiga ekki að bíða. Höfundur er þriggja barna faðir og frambjóðandi í 2. sæti fyrir Samfylkinguna í Suðvesturkjördæmi.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun