Lögum grunninn Arna Lára Jónsdóttir skrifar 20. nóvember 2024 09:02 Samfylkingin hélt 40 opna fundi með almenningi um land allt þar sem fjallað var um heilbrigðismál og annað eins með sérfræðingum og starfsfólki í greininni. Þessi vinna liggur til grundvallar plagginu Öruggu skref í heilbrigðismálum þar sem sett eru fram þjóðarmarkmið til að bæta kerfið. Lausnirnar felast fyrst og fremst í því að laga grunninn í kerfinu. Eitt grundvallarmál sem blasir við í dreifðum byggðum landsins, m.a. í Norðvesturkjördæmi er viðvarandi skortur á læknum og öðru fagfólki í heilbrigðisvísindum. Bregðumst strax við Við þessu vandamáli er hægt að bregðast strax með því að skapa hvata til fastráðninga við heilbrigðisstofnanir á svæðum þar sem skortur á heilbrigðisstarfsfólki er viðvarandi. Þetta má gera með skattaívilnunum, en heimild er nú þegar fyrir því í lögum, og með niðurfellingu námslána. Fjölga þar læknanemum úr 60 í 90 Vissir þú lesandi góður að 75% nýnema í læknanámi Háskóla Íslands koma úr þremur framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu og aðeins 5% úr skólum utan stórhöfuðborgarsvæðisins? Við vitum að fólk sem elst upp utan höfuðborgarsvæðisins er líklegra til að flytja út á land að loknu námi. Þess vegna er mikilvægt að hluti nýrra námsplássa við læknanám í HÍ verði tekið frá fyrir fjölbreyttari inntökuleiðum. Til dæmis verði litið til tengsla við svæði þar sem læknaskortur er viðvarandi ef inntökuskilyrði eru uppfyllt. Heimilislæknir fyrir alla landsmenn Samfylkingin leggur áherslu á að við byrjum á því að laga grunn heilbrigðiskerfisins. Lykilatriði er að allir Íslendingar hafi heimilislækni. Í Noregi hafa 95% allra íbúa heimilislækni, hér á landi er hlutfallið 50%. Eigum við að sætta okkur við það? Bætt aðgengi að sérfræðilæknum Aukinn samþjöppun og sérhæfing í heilbrigðiskerfinu hefur skilað margvíslegum góðum árangri, lífslíkur alvarlegra sjúkdóma eru betri en áður og batahorfur almennt mun meiri en þekktist fyrir fáum áratugum. Samhliða þessum framförum hefur skapast ákveðið ójafnræði þar sem aðgengi fólks að sérfræðiþjónustu innan heilbrigðiskerfisins er verra í dreifðum byggðum. Þetta þarf að laga. Aukinn kraftur verður settur í styrkingu sjúkraflutninga og niðurgreiðslu ferðakostnaðar til að taka á þessu. Greiðsluþátttöku hins opinbera þarf að uppfæra þegar heilbrigðisþjónusta er sótt um langan veg. Taka þarf tekjutap fjölskyldna með í reikninginnþetta skiptir sérstaklega miklu máli fyrir fjölskyldur langveikra barna. Þá er afar mikilvægt að breyta reglum þannig að greiðsluþátttakan nái einnig til fyrirbyggjandi meðferða sem þarf að sækja utan síns heimasvæðis. Að lokum er mikilvægt að tryggja Sjúkratryggingum Íslands bolmagn til að markmið um jafnt aðgengi náist.Í næstu samningum við sérgreinalækna verður að leggja megináhersla á jafnara aðgengi um land allt. Þjónustan er fjármögnuð úr sameiginlegum sjóðum landsmanna og hana á að veita óháð búsetu eftir lögmálinu „fyrstur kemur, fyrstur fær“ eins og nú er. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arna Lára Jónsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Mest lesið Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Kennitala á blaði Jón Viðar Pálsson Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Þjónusta og greining á börnum með ADHD Elín H. Hinriksdóttir og Sólveig Ásgrímsdóttiir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Samfylkingin hélt 40 opna fundi með almenningi um land allt þar sem fjallað var um heilbrigðismál og annað eins með sérfræðingum og starfsfólki í greininni. Þessi vinna liggur til grundvallar plagginu Öruggu skref í heilbrigðismálum þar sem sett eru fram þjóðarmarkmið til að bæta kerfið. Lausnirnar felast fyrst og fremst í því að laga grunninn í kerfinu. Eitt grundvallarmál sem blasir við í dreifðum byggðum landsins, m.a. í Norðvesturkjördæmi er viðvarandi skortur á læknum og öðru fagfólki í heilbrigðisvísindum. Bregðumst strax við Við þessu vandamáli er hægt að bregðast strax með því að skapa hvata til fastráðninga við heilbrigðisstofnanir á svæðum þar sem skortur á heilbrigðisstarfsfólki er viðvarandi. Þetta má gera með skattaívilnunum, en heimild er nú þegar fyrir því í lögum, og með niðurfellingu námslána. Fjölga þar læknanemum úr 60 í 90 Vissir þú lesandi góður að 75% nýnema í læknanámi Háskóla Íslands koma úr þremur framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu og aðeins 5% úr skólum utan stórhöfuðborgarsvæðisins? Við vitum að fólk sem elst upp utan höfuðborgarsvæðisins er líklegra til að flytja út á land að loknu námi. Þess vegna er mikilvægt að hluti nýrra námsplássa við læknanám í HÍ verði tekið frá fyrir fjölbreyttari inntökuleiðum. Til dæmis verði litið til tengsla við svæði þar sem læknaskortur er viðvarandi ef inntökuskilyrði eru uppfyllt. Heimilislæknir fyrir alla landsmenn Samfylkingin leggur áherslu á að við byrjum á því að laga grunn heilbrigðiskerfisins. Lykilatriði er að allir Íslendingar hafi heimilislækni. Í Noregi hafa 95% allra íbúa heimilislækni, hér á landi er hlutfallið 50%. Eigum við að sætta okkur við það? Bætt aðgengi að sérfræðilæknum Aukinn samþjöppun og sérhæfing í heilbrigðiskerfinu hefur skilað margvíslegum góðum árangri, lífslíkur alvarlegra sjúkdóma eru betri en áður og batahorfur almennt mun meiri en þekktist fyrir fáum áratugum. Samhliða þessum framförum hefur skapast ákveðið ójafnræði þar sem aðgengi fólks að sérfræðiþjónustu innan heilbrigðiskerfisins er verra í dreifðum byggðum. Þetta þarf að laga. Aukinn kraftur verður settur í styrkingu sjúkraflutninga og niðurgreiðslu ferðakostnaðar til að taka á þessu. Greiðsluþátttöku hins opinbera þarf að uppfæra þegar heilbrigðisþjónusta er sótt um langan veg. Taka þarf tekjutap fjölskyldna með í reikninginnþetta skiptir sérstaklega miklu máli fyrir fjölskyldur langveikra barna. Þá er afar mikilvægt að breyta reglum þannig að greiðsluþátttakan nái einnig til fyrirbyggjandi meðferða sem þarf að sækja utan síns heimasvæðis. Að lokum er mikilvægt að tryggja Sjúkratryggingum Íslands bolmagn til að markmið um jafnt aðgengi náist.Í næstu samningum við sérgreinalækna verður að leggja megináhersla á jafnara aðgengi um land allt. Þjónustan er fjármögnuð úr sameiginlegum sjóðum landsmanna og hana á að veita óháð búsetu eftir lögmálinu „fyrstur kemur, fyrstur fær“ eins og nú er. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar