Niðurgreidd sálfræðiþjónusta án sálfræðinga, hvernig hljómar það? Kristbjörg Þórisdóttir og Edda Sigfúsdóttir skrifa 20. nóvember 2024 08:30 Þann 18. nóvember s.l. skrifaði María Mjöll Björnsdóttir starfandi sálfræðingur á Landspítala grein þar sem hún benti á bág kjör sem sálfræðingum Landspítala bjóðast. Við undirritaðar tökum undir skrif hennar og hvetjum stjórnvöld til að bæta úr þessu. Sálfræðingar til framtíðar innan stofnana geðheilbrigðiskerfisins Við þekkjum það báðar að hafa starfað víðsvegar sem sálfræðingar. Við höfum meðal annars starfað í fyrstu línu á heilsugæslum, í annarri línu á stofum sálfræðinga og í þriðju línu á Landspítala. Kjör sálfræðinga sem starfa í þriðju línu þar sem mesta þjónustuþörfin er eru þau slökustu. Það er sorgleg staðreynd að margir hæfir sálfræðingar hefja starfsferil sinn á opinberum stofnunum, fá mikla þjálfun og reynslu en leita svo í önnur störf innan nokkurra ára. Þannig tapast þau verðmæti sem skapast hafa í uppbyggingu á mannauði geðheilbrigðiskerfisins. Tryggja þarf að launakjör sálfræðinga séu með þeim hætti að góðir sálfræðingar geti starfað til framtíðar í heilbrigðiskerfinu. Þannig skapast mesta arðsemin, besta nýtingin á skattfé almennings auk þess sem gæði og öryggi þjónustunnar eru betur tryggð. Samningur Sjúkratrygginga Íslands við sálfræðinga Árið 2020 náðist það langþráða markmið að Alþingi samþykkti niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu í breytingu á lögum um sjúkratryggingar. Það var sýnd veiði en ekki gefin því rammasamningur um þjónustuna uppfyllti ekki þarfir eða væntingar sálfræðinga. Hvorki nægt fjármagn eða uppbygging þess kerfis sem þarf samhliða fylgdi þessari mikilvægu breytingu. Við bindum vonir við að samtal eigi sér stað við Sjúkratryggingar og unnið sé hörðum höndum að því að færa þetta til betri vegar. Samningurinn þarf að ná þeim markmiðum að sálfræðingar sjái sér fært að starfa á honum og hann veiti almenningi raunverulega aukið aðgengi að þjónustu sjálfstætt starfandi sálfræðinga. Almenningur tapar Við viljum að geðheilbrigðiskerfið sé þannig smíðað að almenningur fái bestu mögulegu meðferð, á réttum stað og réttum tíma. Til þess að tryggja það þarf breytingar. Launakjör sálfræðinga þurfa að vera þannig að sálfræðingar geti vaxið og dafnað í sínum störfum til framtíðar. Taxti niðurgreiddrar sálfræðiþjónustu þarf að vera með þeim hætti að hægt sé að reka fyrirtæki sem veita sálfræðiþjónustu með eðlilegum hætti. Við hvetjum stjórnvöld til að fylgja þessum málum eftir. Ráðast þarf í þessa löngu tímabæru og nauðsynlegu fjárfestingu sem mun skila sér til baka í ríkissjóð. Þannig vinnum við að bættri heilsu og hagsmunum fjölskyldna í landinu. Sé það ekki gert, er það almenningur sem tapar því niðurgreidd sálfræðiþjónusta án sálfræðinga sem geta veitt hana er engin sálfræðiþjónusta. Höfundar starfa sem sálfræðingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Sjúkratryggingar Mest lesið Af hverju að valda upplýsingaóreiðu um mettaða fitu? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir,Thor Aspelund Skoðun Lærdómur ársins 2024 Arnar Þór Jónsson Skoðun Komin út í skurð Eldur Smári Kristinsson Skoðun Orkuskipti fyrir betri heim Ívar Kristinn Jasonarson Skoðun Kristni er miklu meira en menningarleg arfleifð Einar Baldvin Árnason Skoðun Verksmiðjubúskapur og jólahátíðin Þóra Hlín Friðriksdóttir Skoðun Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun Það þarf að kyngja klúðrinu Líf Magneudóttir Skoðun Veruleikinn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Skoðun Skoðun Það þarf að kyngja klúðrinu Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Komin út í skurð Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Verksmiðjubúskapur og jólahátíðin Þóra Hlín Friðriksdóttir skrifar Skoðun Kristni er miklu meira en menningarleg arfleifð Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Af hverju að valda upplýsingaóreiðu um mettaða fitu? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir,Thor Aspelund skrifar Skoðun Veruleikinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lærdómur ársins 2024 Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Orkuskipti fyrir betri heim Ívar Kristinn Jasonarson skrifar Skoðun Þetta var ekki skipulagsslys heldur skemmdarverk Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kórtónleikar í desember Ásdís Björg Gestsdóttir skrifar Skoðun Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir skrifar Skoðun Eru háskólar á dagskrá? Magnús Karl Magnússon,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Hinsegin réttindi til framtíðar Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kristmundur Pétursson,Vera Illugadóttir,Jóhannes Þór Skúlason,Hannes Sasi Pálsson,Hrönn Svansdóttir,Sveinn Kjartansson skrifar Skoðun Jólaóskalisti Viðskiptaráðs Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hryggjarstykki jólanna Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Lyfsalar og heilbrigðisráðuneyti - í bergmálshelli? Már Egilsson skrifar Skoðun RS veiran – blikur á lofti Valtýr Stefánsson Thors skrifar Skoðun Matvælaöryggi og matvælaöryggismenning Hanna Lóa Skúladóttir,Guðrún Adolfsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða í boði ASÍ Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun II Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Sjá meira
Þann 18. nóvember s.l. skrifaði María Mjöll Björnsdóttir starfandi sálfræðingur á Landspítala grein þar sem hún benti á bág kjör sem sálfræðingum Landspítala bjóðast. Við undirritaðar tökum undir skrif hennar og hvetjum stjórnvöld til að bæta úr þessu. Sálfræðingar til framtíðar innan stofnana geðheilbrigðiskerfisins Við þekkjum það báðar að hafa starfað víðsvegar sem sálfræðingar. Við höfum meðal annars starfað í fyrstu línu á heilsugæslum, í annarri línu á stofum sálfræðinga og í þriðju línu á Landspítala. Kjör sálfræðinga sem starfa í þriðju línu þar sem mesta þjónustuþörfin er eru þau slökustu. Það er sorgleg staðreynd að margir hæfir sálfræðingar hefja starfsferil sinn á opinberum stofnunum, fá mikla þjálfun og reynslu en leita svo í önnur störf innan nokkurra ára. Þannig tapast þau verðmæti sem skapast hafa í uppbyggingu á mannauði geðheilbrigðiskerfisins. Tryggja þarf að launakjör sálfræðinga séu með þeim hætti að góðir sálfræðingar geti starfað til framtíðar í heilbrigðiskerfinu. Þannig skapast mesta arðsemin, besta nýtingin á skattfé almennings auk þess sem gæði og öryggi þjónustunnar eru betur tryggð. Samningur Sjúkratrygginga Íslands við sálfræðinga Árið 2020 náðist það langþráða markmið að Alþingi samþykkti niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu í breytingu á lögum um sjúkratryggingar. Það var sýnd veiði en ekki gefin því rammasamningur um þjónustuna uppfyllti ekki þarfir eða væntingar sálfræðinga. Hvorki nægt fjármagn eða uppbygging þess kerfis sem þarf samhliða fylgdi þessari mikilvægu breytingu. Við bindum vonir við að samtal eigi sér stað við Sjúkratryggingar og unnið sé hörðum höndum að því að færa þetta til betri vegar. Samningurinn þarf að ná þeim markmiðum að sálfræðingar sjái sér fært að starfa á honum og hann veiti almenningi raunverulega aukið aðgengi að þjónustu sjálfstætt starfandi sálfræðinga. Almenningur tapar Við viljum að geðheilbrigðiskerfið sé þannig smíðað að almenningur fái bestu mögulegu meðferð, á réttum stað og réttum tíma. Til þess að tryggja það þarf breytingar. Launakjör sálfræðinga þurfa að vera þannig að sálfræðingar geti vaxið og dafnað í sínum störfum til framtíðar. Taxti niðurgreiddrar sálfræðiþjónustu þarf að vera með þeim hætti að hægt sé að reka fyrirtæki sem veita sálfræðiþjónustu með eðlilegum hætti. Við hvetjum stjórnvöld til að fylgja þessum málum eftir. Ráðast þarf í þessa löngu tímabæru og nauðsynlegu fjárfestingu sem mun skila sér til baka í ríkissjóð. Þannig vinnum við að bættri heilsu og hagsmunum fjölskyldna í landinu. Sé það ekki gert, er það almenningur sem tapar því niðurgreidd sálfræðiþjónusta án sálfræðinga sem geta veitt hana er engin sálfræðiþjónusta. Höfundar starfa sem sálfræðingar.
Af hverju að valda upplýsingaóreiðu um mettaða fitu? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir,Thor Aspelund Skoðun
Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju að valda upplýsingaóreiðu um mettaða fitu? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir,Thor Aspelund skrifar
Skoðun Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir skrifar
Skoðun Hinsegin réttindi til framtíðar Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kristmundur Pétursson,Vera Illugadóttir,Jóhannes Þór Skúlason,Hannes Sasi Pálsson,Hrönn Svansdóttir,Sveinn Kjartansson skrifar
Skoðun Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Af hverju að valda upplýsingaóreiðu um mettaða fitu? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir,Thor Aspelund Skoðun
Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun