Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar 30. júní 2025 09:00 Það snarkaði í heitum kolunum undir hvissandi hrossalundinni sem mér hafði áskotnast þrátt fyrir auknar vinsældir og dýrtíð. á þeirri stundu varð mér hugsað til orða Þorgeirs Ljósvetningagoða í snilldar ræðu sinni á Alþingi árið 1000 ".. og við munum áfram borða hrossakjöt.." Í nýlegri grein um leiðsögn og leiðsögunám sem aðjúnkt við HÍ og faglegur umsjónarmaður leiðsögunáms hjá Endurmenntun HÍ, Guðmundur Björnsson sendi inn í skoðanadálk á Vísi.is fer hann mikinn í andúð sinni á erlendum leiðsögumönnum og vænir þá alla um fáfræði og fagleysi. Mér þótti þessi grein með ólíkindum og stór furðuleg frá þeim sem á að teljast einna fremstur í fagmennsku og vönduðum vinnubrögðum innan ferðaþjónustu. Hún sýndi andúð á útlendingum en einnig alvarlega vankunnáttu um íslenskt samfélag ofan á hroka í garð þeirra erlendu leiðsögumanna sem valið hafa að starfa hér á Íslandi og bjargað okkur frá mönnunarvanda innan greinarinnnar. Fúsk ofurfræðinganna Guðmundur tekur fyrir í grein sinni sögu af erlendum leiðsögumanni sem varð það á að spyrja Íslenskan sprenglærðan leiðsögumann eðlilegrar og góðrar spurningar um hrossakjötsát Íslendinga. í stað þess að svara af heiðarleika og gera það sem okkur leiðsögumönnum ber, að leita sannleika í hverju máli og fræða sem best, var gripið til hneykslunnar og Guðmundur notar þetta sem dæmi um fúskara innan leiðsagnar. Því miður er fúskið á hans hlið. Guðmundur og hinn sprenglærði hefðu þannig í stað þess að ljúga til um þá fegruðu sögu að við nýtum hesta einvörðungu til gamans, getað sagt viðkomandi leiðsögumanni söguna af Þorgeiri Ljósvettningagoða og þannig slegið tvær flugur í einu höggi og frætt hann um kristnitökuna í leiðinni. Þeir ofurfræðingar hefðu líka getað sagt viðkomandi erlendum fáfærðingi að vegna íhlutunar kirkjunar sem taldi hrossakjötsát tengd helgum siðum og blóti þá vildi kirkjan leggja af slíkt át og banna það. Þeir félagar hefðu líka getað leitað sér upplýsinga rétt eins og alvöru akademikar gera og fengið þær upplýsingar að árið 2024 fluttu Íslendingar út 330 tonn af hrossakjöti, en það er töluvert minna en flutt var út fyrir Covid. Þeir hefðu líka getað fjallað um þann siðfræðilega hluta að vegna blóðmerahalds er aukið magn af folaldakjöti á boðstólum þar sem folöldin eru ekki hugsuð til faglegrar ræktunar á eðalhrossum. Allt þetta hefði verið hægt að upplýsa hinn fúskandi leiðsögumann um þegar hann gerðist svo djarfur að spyrja einfaldrar spurningar en í stað þess drógu menn fram hroka og hleypidóma og ég vil segja andúð á þeim útlendingum sem okkur sárvantar til starfa og við viljum að séu sem fróðastir. Fúsk eða fagmennska Ég sem fúskari innan leiðsagnar hafði jafnvel hugsað mér að taka mig nú til, sjálfum mér til skemmtunar, og ljúka því námi sem ég hóf í EHÍ 2008. Þegar ég hinsvegar sé svona grein frá aðjúnkt við EHÍ þá er ég aldeilis óviss um að ég vilji klára námið þar enda er ég gjarn á að spyrja um það sem ég ekki veit og hef fyrir reglu sem ég segi gestum mínum, að engin spurning er heimsk spurning því ef maður ekki spyr þá lærir maður ekkert. Ég mun því að minnsta kosti í bili halda mig við það að fúskast við að svara þeim spurningum sem ég get, horfa opnum augum á alla einstaklinga, njóta þess að vinna með þeim margfróðu erlendu leiðsögumönnum sem ég hef lært ýmislegt af og safna áfram fimm stjörnu ummsögnum frá ferðamönnum með þá þekkingu sem ég hef viðað að mér sjálfur. Það er von mín að framtíð menntunar og endurmenntunar í leiðsögn verði í höndum víðsýnni manna en þeirra sem nú virðast fremstir í flokki náms og fara stórum í kröfu um lögverndun starfsheitisins. Það er þörf á fagmennsku jafnt sem fjölbreyttni en henni verður ekki náð fram með hroka og hleypidómum. Höfundur er leiðsögufúskari og ljósmyndari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðaþjónusta Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Það snarkaði í heitum kolunum undir hvissandi hrossalundinni sem mér hafði áskotnast þrátt fyrir auknar vinsældir og dýrtíð. á þeirri stundu varð mér hugsað til orða Þorgeirs Ljósvetningagoða í snilldar ræðu sinni á Alþingi árið 1000 ".. og við munum áfram borða hrossakjöt.." Í nýlegri grein um leiðsögn og leiðsögunám sem aðjúnkt við HÍ og faglegur umsjónarmaður leiðsögunáms hjá Endurmenntun HÍ, Guðmundur Björnsson sendi inn í skoðanadálk á Vísi.is fer hann mikinn í andúð sinni á erlendum leiðsögumönnum og vænir þá alla um fáfræði og fagleysi. Mér þótti þessi grein með ólíkindum og stór furðuleg frá þeim sem á að teljast einna fremstur í fagmennsku og vönduðum vinnubrögðum innan ferðaþjónustu. Hún sýndi andúð á útlendingum en einnig alvarlega vankunnáttu um íslenskt samfélag ofan á hroka í garð þeirra erlendu leiðsögumanna sem valið hafa að starfa hér á Íslandi og bjargað okkur frá mönnunarvanda innan greinarinnnar. Fúsk ofurfræðinganna Guðmundur tekur fyrir í grein sinni sögu af erlendum leiðsögumanni sem varð það á að spyrja Íslenskan sprenglærðan leiðsögumann eðlilegrar og góðrar spurningar um hrossakjötsát Íslendinga. í stað þess að svara af heiðarleika og gera það sem okkur leiðsögumönnum ber, að leita sannleika í hverju máli og fræða sem best, var gripið til hneykslunnar og Guðmundur notar þetta sem dæmi um fúskara innan leiðsagnar. Því miður er fúskið á hans hlið. Guðmundur og hinn sprenglærði hefðu þannig í stað þess að ljúga til um þá fegruðu sögu að við nýtum hesta einvörðungu til gamans, getað sagt viðkomandi leiðsögumanni söguna af Þorgeiri Ljósvettningagoða og þannig slegið tvær flugur í einu höggi og frætt hann um kristnitökuna í leiðinni. Þeir ofurfræðingar hefðu líka getað sagt viðkomandi erlendum fáfærðingi að vegna íhlutunar kirkjunar sem taldi hrossakjötsát tengd helgum siðum og blóti þá vildi kirkjan leggja af slíkt át og banna það. Þeir félagar hefðu líka getað leitað sér upplýsinga rétt eins og alvöru akademikar gera og fengið þær upplýsingar að árið 2024 fluttu Íslendingar út 330 tonn af hrossakjöti, en það er töluvert minna en flutt var út fyrir Covid. Þeir hefðu líka getað fjallað um þann siðfræðilega hluta að vegna blóðmerahalds er aukið magn af folaldakjöti á boðstólum þar sem folöldin eru ekki hugsuð til faglegrar ræktunar á eðalhrossum. Allt þetta hefði verið hægt að upplýsa hinn fúskandi leiðsögumann um þegar hann gerðist svo djarfur að spyrja einfaldrar spurningar en í stað þess drógu menn fram hroka og hleypidóma og ég vil segja andúð á þeim útlendingum sem okkur sárvantar til starfa og við viljum að séu sem fróðastir. Fúsk eða fagmennska Ég sem fúskari innan leiðsagnar hafði jafnvel hugsað mér að taka mig nú til, sjálfum mér til skemmtunar, og ljúka því námi sem ég hóf í EHÍ 2008. Þegar ég hinsvegar sé svona grein frá aðjúnkt við EHÍ þá er ég aldeilis óviss um að ég vilji klára námið þar enda er ég gjarn á að spyrja um það sem ég ekki veit og hef fyrir reglu sem ég segi gestum mínum, að engin spurning er heimsk spurning því ef maður ekki spyr þá lærir maður ekkert. Ég mun því að minnsta kosti í bili halda mig við það að fúskast við að svara þeim spurningum sem ég get, horfa opnum augum á alla einstaklinga, njóta þess að vinna með þeim margfróðu erlendu leiðsögumönnum sem ég hef lært ýmislegt af og safna áfram fimm stjörnu ummsögnum frá ferðamönnum með þá þekkingu sem ég hef viðað að mér sjálfur. Það er von mín að framtíð menntunar og endurmenntunar í leiðsögn verði í höndum víðsýnni manna en þeirra sem nú virðast fremstir í flokki náms og fara stórum í kröfu um lögverndun starfsheitisins. Það er þörf á fagmennsku jafnt sem fjölbreyttni en henni verður ekki náð fram með hroka og hleypidómum. Höfundur er leiðsögufúskari og ljósmyndari.
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar