Börnum fórnað fyrir bætt kjör Guðný Hrafnkelsdóttir skrifar 19. nóvember 2024 15:53 Í dag fer fram opinn fundur Kennarasambands Íslands um menntamál með frambjóðendum til Alþingis. Verkfallsaðgerðir KÍ eru yfirstandandi og mig langaði að höfða til þeirra sem taka þátt í þessum fundi og biðja þau um að setja sig í spor foreldris sem á barn í ótímabundnu verkfalli á leikskólastigi. Yfirstandandi verkfallsaðgerðir KÍ ná til 3% leikskólabarna um landið, ótímabundið. Ég er móðir leikskólabarns í Reykjavík sem þessar aðgerðir ná til. Í Reykjavík nær þetta til um 100 af 6000 leikskólabörnum. Foreldrar þessara barna hafa biðlað til KÍ að láta verkfallsaðgerðir fara á milli skóla, eins og á öðrum skólastigum, eða fara í allsherjarverkfall. Þannig myndi það bíta fleiri fast en þess örfáu börn sem hafa enga aðkomu að þessari deilu og fjölskyldur þeirra. Foreldrar hafa alls ekki hvatt KÍ til að hætta sínum verkfallsaðgerðum. Við viljum að kennararnir okkar fái sanngjörn laun. Í mínum augum eru verkfallsaðgerðir KÍ á leikskólastigi ekki ósvipaðar því að læknar myndu neita þeim sem eru fæddir 1967 um heilbrigðisþjónustu eða að hjúkrunarfræðingar legðu niður störf á einni heilsugæslu, ótímabundið og lífið héldi áfram hjá rest. Hvernig fyndist okkur annars ef starfsemi eins elliheimilis væri lögð niður ótímabundið, til að bæta kjör aldraðra um landið? Örvænting hjá foreldrum þessara barna er mikil, þegar skilaboð KÍ eru á þá leið að það sé ekkert mál að halda þessum aðgerðum áfram vel fram á næsta ár. Þrjár vikur eru liðnar af verkfalli og umfjöllun um samningaviðræður gefur ekki tilefni til bjartsýni. KÍ neitar að svara Áður en verkfallsaðgerðir hófust fengum við þau skilaboð að KÍ og Félag leikskólakennara væru til í að hitta áhyggjufulla foreldra á fundi, en svo var það boð dregið til baka. Þá var okkur bent á að senda KÍ tölvupósta ef við hefðum einhverjar spurningar. Einu svörin sem fengust voru að KÍ þætti leitt að mismuna þessum börnum og að þau myndu ekki tjá sig frekar við okkur. Þegar ljóst var að KÍ ætlaði ekki að svara einstaka foreldrum óskuðu foreldraráð þessara fjögurra leikskóla eftir fundi með KÍ, en þeirri fundarbeiðni hefur enn ekki verið svarað. Foreldrar hafa einnig í örvæntingu sinni leitað annarra leiða til að stöðva þessa mismunun. Þeir hafa til dæmis haft samband við umboðsmann barna, barnamálaráðherra, Samband íslenskra sveitarfélaga, borgarlögmann, borgar- og sveitarstjóra, aðra kjörna fulltrúa og formann mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar, vitandi engu að síður að þessar aðgerðir eru eingöngu á forræði KÍ. Ég er mjög hugsi yfir því að opinber þjónusta við örfáa geti verið tekin í burtu um óákveðinn tíma fyrir hagsmuni miklu stærri heildar. Það er mikilvægt að halda því til haga að ein mismunun réttlætir ekki aðra. Er þetta löglegt? Þegar frumvarp til laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna var lagt fram árið 1986 kom fram í meðfylgjandi greinargerð að færu þessir starfsmenn í verkfall skyldi það vera allsherjarverkfall sem næði til allra starfsmanna vinnuveitenda í sveitarfélaginu. Markmið þessara laga var vissulega ekki að skapa þær aðstæður sem eru uppi í dag. Þau sem vinna opinber störf sinna þar með grunnþjónustu samfélagsins, sem við höfum sem samfélag ákveðið að allir eigi rétt á. Það er mikilvægt að opinberir starfsmenn búi við réttlát kjör, en það er ekki síður mikilvægt að við stöndum vörð um þessa grunnþjónustu. Við ættum öll að rísa upp á afturlappirnar þegar örlítill hópur er sviptur grunnþjónustu fyrir hagsmuni mikið stærri heildar. Það á ekki síst við þegar það á við um brot af okkar viðkvæmustu hópum samfélagsins, svo sem börn sem ekki geta varið sig sjálf og eiga allt undir því að við gætum þeirra. Aldrei aftur Ég vona að ekkert barn verði aftur sett í þá stöðu sem barnið mitt er í núna. Það er kaldhæðnislegt að hugsa til þess að kennarar fræða börnin okkar um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, en stéttarfélög kennaranna brjóta á réttindum þessara sömu barna. Það er mín skoðun að fullorðnir eigi ekki að fórna réttindum varnarlausra barna til að berjast fyrir sínum kjörum. Það á að forðast í lengstu lög að fara í aðgerðir sem hafa neikvæð áhrif á börn og leggja allt kapp á að lágmarka skaðann sem slíkar aðgerðir valda þeim, ef þær teljast nauðsynlegar. Við sem erum foreldrar þessa barnahóps upplifum okkur varnarlaus og þau fáu sem reyna að standa með okkur ná aðeins að gera það með veikum mætti. Því miður kemur í ljós kerfið okkar nær ekki að vernda börnin okkar almennilega og því þarf að breyta. Fyrir mér snýst þetta um hvernig samfélagi við viljum búa í og hvernig við komum fram við börnin okkar. Viljum við að kennarar búi við góð kjör? Já! En tilgangurinn helgar ekki meðalið og réttlætir ekki þær verkfallsaðgerðir KÍ sem nú standa yfir á leikskólastigi. Guðný Hrafnkelsdóttir, móðir leikskólabarna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Skóla- og menntamál Leikskólar Mest lesið Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í dag fer fram opinn fundur Kennarasambands Íslands um menntamál með frambjóðendum til Alþingis. Verkfallsaðgerðir KÍ eru yfirstandandi og mig langaði að höfða til þeirra sem taka þátt í þessum fundi og biðja þau um að setja sig í spor foreldris sem á barn í ótímabundnu verkfalli á leikskólastigi. Yfirstandandi verkfallsaðgerðir KÍ ná til 3% leikskólabarna um landið, ótímabundið. Ég er móðir leikskólabarns í Reykjavík sem þessar aðgerðir ná til. Í Reykjavík nær þetta til um 100 af 6000 leikskólabörnum. Foreldrar þessara barna hafa biðlað til KÍ að láta verkfallsaðgerðir fara á milli skóla, eins og á öðrum skólastigum, eða fara í allsherjarverkfall. Þannig myndi það bíta fleiri fast en þess örfáu börn sem hafa enga aðkomu að þessari deilu og fjölskyldur þeirra. Foreldrar hafa alls ekki hvatt KÍ til að hætta sínum verkfallsaðgerðum. Við viljum að kennararnir okkar fái sanngjörn laun. Í mínum augum eru verkfallsaðgerðir KÍ á leikskólastigi ekki ósvipaðar því að læknar myndu neita þeim sem eru fæddir 1967 um heilbrigðisþjónustu eða að hjúkrunarfræðingar legðu niður störf á einni heilsugæslu, ótímabundið og lífið héldi áfram hjá rest. Hvernig fyndist okkur annars ef starfsemi eins elliheimilis væri lögð niður ótímabundið, til að bæta kjör aldraðra um landið? Örvænting hjá foreldrum þessara barna er mikil, þegar skilaboð KÍ eru á þá leið að það sé ekkert mál að halda þessum aðgerðum áfram vel fram á næsta ár. Þrjár vikur eru liðnar af verkfalli og umfjöllun um samningaviðræður gefur ekki tilefni til bjartsýni. KÍ neitar að svara Áður en verkfallsaðgerðir hófust fengum við þau skilaboð að KÍ og Félag leikskólakennara væru til í að hitta áhyggjufulla foreldra á fundi, en svo var það boð dregið til baka. Þá var okkur bent á að senda KÍ tölvupósta ef við hefðum einhverjar spurningar. Einu svörin sem fengust voru að KÍ þætti leitt að mismuna þessum börnum og að þau myndu ekki tjá sig frekar við okkur. Þegar ljóst var að KÍ ætlaði ekki að svara einstaka foreldrum óskuðu foreldraráð þessara fjögurra leikskóla eftir fundi með KÍ, en þeirri fundarbeiðni hefur enn ekki verið svarað. Foreldrar hafa einnig í örvæntingu sinni leitað annarra leiða til að stöðva þessa mismunun. Þeir hafa til dæmis haft samband við umboðsmann barna, barnamálaráðherra, Samband íslenskra sveitarfélaga, borgarlögmann, borgar- og sveitarstjóra, aðra kjörna fulltrúa og formann mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar, vitandi engu að síður að þessar aðgerðir eru eingöngu á forræði KÍ. Ég er mjög hugsi yfir því að opinber þjónusta við örfáa geti verið tekin í burtu um óákveðinn tíma fyrir hagsmuni miklu stærri heildar. Það er mikilvægt að halda því til haga að ein mismunun réttlætir ekki aðra. Er þetta löglegt? Þegar frumvarp til laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna var lagt fram árið 1986 kom fram í meðfylgjandi greinargerð að færu þessir starfsmenn í verkfall skyldi það vera allsherjarverkfall sem næði til allra starfsmanna vinnuveitenda í sveitarfélaginu. Markmið þessara laga var vissulega ekki að skapa þær aðstæður sem eru uppi í dag. Þau sem vinna opinber störf sinna þar með grunnþjónustu samfélagsins, sem við höfum sem samfélag ákveðið að allir eigi rétt á. Það er mikilvægt að opinberir starfsmenn búi við réttlát kjör, en það er ekki síður mikilvægt að við stöndum vörð um þessa grunnþjónustu. Við ættum öll að rísa upp á afturlappirnar þegar örlítill hópur er sviptur grunnþjónustu fyrir hagsmuni mikið stærri heildar. Það á ekki síst við þegar það á við um brot af okkar viðkvæmustu hópum samfélagsins, svo sem börn sem ekki geta varið sig sjálf og eiga allt undir því að við gætum þeirra. Aldrei aftur Ég vona að ekkert barn verði aftur sett í þá stöðu sem barnið mitt er í núna. Það er kaldhæðnislegt að hugsa til þess að kennarar fræða börnin okkar um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, en stéttarfélög kennaranna brjóta á réttindum þessara sömu barna. Það er mín skoðun að fullorðnir eigi ekki að fórna réttindum varnarlausra barna til að berjast fyrir sínum kjörum. Það á að forðast í lengstu lög að fara í aðgerðir sem hafa neikvæð áhrif á börn og leggja allt kapp á að lágmarka skaðann sem slíkar aðgerðir valda þeim, ef þær teljast nauðsynlegar. Við sem erum foreldrar þessa barnahóps upplifum okkur varnarlaus og þau fáu sem reyna að standa með okkur ná aðeins að gera það með veikum mætti. Því miður kemur í ljós kerfið okkar nær ekki að vernda börnin okkar almennilega og því þarf að breyta. Fyrir mér snýst þetta um hvernig samfélagi við viljum búa í og hvernig við komum fram við börnin okkar. Viljum við að kennarar búi við góð kjör? Já! En tilgangurinn helgar ekki meðalið og réttlætir ekki þær verkfallsaðgerðir KÍ sem nú standa yfir á leikskólastigi. Guðný Hrafnkelsdóttir, móðir leikskólabarna í Reykjavík.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun