Með háskólapróf til að snýta og skeina? Hildur Sólmundsdóttir skrifar 19. nóvember 2024 14:17 Starf leikskólastarfsfólks er margslungið og fjölbreytt en á mínum 8 ára starfsferli hef ég oftar en ekki verið spurð: „Ég meina, snýst þetta djobb ekki bara mest um að snýta og skeina?“ Sem leikskólakennarar sinnum við vissulega mörgum af nauðsynlegum grunnþörfum barnanna ykkar. Jú, við skiptum á þeim, skeinum og snýtum. Við mötum, við huggum og hlustum. Við bjóðum faðminn og þurrkum tárin. Við leiðum, lesum, syngjum og dönsum.Það vita það allir að hver sem er ætti að geta sinnt þessum grunnþörfum barna og til þess þarf ekki háskólagráðu. Börn í leikskóla hafa vissulega rétt á því að grunnþörfum þeirra sé sinnt en það sem virðist ekki vera á allra vitorði er að börn á leikskólaaldri hafa líka rétt til náms. Þau eru ekki bara að leika sér, þau eru nemendur. Leikskólinn er fyrsta skólastigið og í skólum fer fram nám. Til að nám geti farið fram þarf að fara fram kennsla og til að kennsla fari fram…þurfum við kennara. En af hverju ákvað ég að verða kennari? Af hverju fjárfesti ég pening, orku og tíma í það að verða kennari? Tíma sem ég hefði annars getað varið með fjölskyldu, við áhugamál eða hreinlega við það að safna upp orku fyrir næsta dag. Jú, vegna þess að mér finnst gaman að vinna með börnum. Mér finnst gaman að sitja með þeim í leik, eiga við þau samræður og fylgjast með þeim þroskast. En miðað við þær ástæður hefði ég alveg eins getað látið það duga að eignast mín eigin börn og fundið mér aðra vinnu. Betur launaða vinnu. Það gerist nefnilega enginn leikskólakennari fyrir launin, heyrist oft. Hvers vegna við teljum það eðlilegt er efni í annað erindi. Ég hins vegar kaus að mennta mig í þessu fagi svo ég gæti veitt nemendum mínum það nám sem þau eiga rétt á. Ég áttaði mig nefnilega á því hvað ég er með í höndunum á hverjum degi. Ég er ekki bara að leika mér og spjalla. Ég er að móta nýja kynslóð. Kynslóð sem mun taka við samfélaginu sem við erum öll partur af. Ég er með framtíðina í höndunum, framtíðar stoðir samfélagsins. Læknar, ljósmæður, lögreglu fulltrúar, lögfræðingar, leikarar, hjúkrunarfræðingar, hárskerar, heimspekingar, kokkar, klæðskerar, kennarar, sjómenn, söngvarar, tónlistarfólk, trésmiðir, rafvirkjar, rútubílstjórar, íþróttafólk, þjálfarar, þingmenn, flugmenn og forsetar framtíðarinnar eru í mínum höndum. Allir þeir aðilar sem gera samfélagið að því sem það er og mun verða, eru í höndum kennara! Námið mitt gerir það að verkum að ég get lagt grunn að framtíðarstoðum samfélagsins, byggðan á aldalangri vinnu fræðifólks og rannsakenda í uppeldis og kennslufræðum. Námið mitt er því ein besta fjárfesting sem ég gat gert. Ráðamenn, ríki, sveitarfélög og stjórnvöld! Ég og við öll í kennarastéttinni erum BÚIN að fjárfesta í samfélaginu! Nú er komið að því að þið áttið ykkur á mikilvægi okkar og fjárfestið í framtíðinni. Fjárfestið í kennurum!! Því trúið mér…með tímanum munum við leita á betur launuð mið og skilja ykkur eftir með samfélagið í súpunni. Áfram kennarar! Höfnudur er nýútskrifaður leikskólakennari og starfandi leikskólastjóri í leikskólanum Grænagarði, Flateyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Starf leikskólastarfsfólks er margslungið og fjölbreytt en á mínum 8 ára starfsferli hef ég oftar en ekki verið spurð: „Ég meina, snýst þetta djobb ekki bara mest um að snýta og skeina?“ Sem leikskólakennarar sinnum við vissulega mörgum af nauðsynlegum grunnþörfum barnanna ykkar. Jú, við skiptum á þeim, skeinum og snýtum. Við mötum, við huggum og hlustum. Við bjóðum faðminn og þurrkum tárin. Við leiðum, lesum, syngjum og dönsum.Það vita það allir að hver sem er ætti að geta sinnt þessum grunnþörfum barna og til þess þarf ekki háskólagráðu. Börn í leikskóla hafa vissulega rétt á því að grunnþörfum þeirra sé sinnt en það sem virðist ekki vera á allra vitorði er að börn á leikskólaaldri hafa líka rétt til náms. Þau eru ekki bara að leika sér, þau eru nemendur. Leikskólinn er fyrsta skólastigið og í skólum fer fram nám. Til að nám geti farið fram þarf að fara fram kennsla og til að kennsla fari fram…þurfum við kennara. En af hverju ákvað ég að verða kennari? Af hverju fjárfesti ég pening, orku og tíma í það að verða kennari? Tíma sem ég hefði annars getað varið með fjölskyldu, við áhugamál eða hreinlega við það að safna upp orku fyrir næsta dag. Jú, vegna þess að mér finnst gaman að vinna með börnum. Mér finnst gaman að sitja með þeim í leik, eiga við þau samræður og fylgjast með þeim þroskast. En miðað við þær ástæður hefði ég alveg eins getað látið það duga að eignast mín eigin börn og fundið mér aðra vinnu. Betur launaða vinnu. Það gerist nefnilega enginn leikskólakennari fyrir launin, heyrist oft. Hvers vegna við teljum það eðlilegt er efni í annað erindi. Ég hins vegar kaus að mennta mig í þessu fagi svo ég gæti veitt nemendum mínum það nám sem þau eiga rétt á. Ég áttaði mig nefnilega á því hvað ég er með í höndunum á hverjum degi. Ég er ekki bara að leika mér og spjalla. Ég er að móta nýja kynslóð. Kynslóð sem mun taka við samfélaginu sem við erum öll partur af. Ég er með framtíðina í höndunum, framtíðar stoðir samfélagsins. Læknar, ljósmæður, lögreglu fulltrúar, lögfræðingar, leikarar, hjúkrunarfræðingar, hárskerar, heimspekingar, kokkar, klæðskerar, kennarar, sjómenn, söngvarar, tónlistarfólk, trésmiðir, rafvirkjar, rútubílstjórar, íþróttafólk, þjálfarar, þingmenn, flugmenn og forsetar framtíðarinnar eru í mínum höndum. Allir þeir aðilar sem gera samfélagið að því sem það er og mun verða, eru í höndum kennara! Námið mitt gerir það að verkum að ég get lagt grunn að framtíðarstoðum samfélagsins, byggðan á aldalangri vinnu fræðifólks og rannsakenda í uppeldis og kennslufræðum. Námið mitt er því ein besta fjárfesting sem ég gat gert. Ráðamenn, ríki, sveitarfélög og stjórnvöld! Ég og við öll í kennarastéttinni erum BÚIN að fjárfesta í samfélaginu! Nú er komið að því að þið áttið ykkur á mikilvægi okkar og fjárfestið í framtíðinni. Fjárfestið í kennurum!! Því trúið mér…með tímanum munum við leita á betur launuð mið og skilja ykkur eftir með samfélagið í súpunni. Áfram kennarar! Höfnudur er nýútskrifaður leikskólakennari og starfandi leikskólastjóri í leikskólanum Grænagarði, Flateyri.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun