Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson skrifar 19. nóvember 2024 07:46 Það má ekki brjóta lög við lagasetningu á Alþingi. Þetta er nokkuð sem flestir skilja. Síðastliðin vor gerðum við í Viðreisn miklar athugasemdir við framgöngu fráfarandi stjórnarmeirihluta sem með dyggum stuðningi Miðflokksins keyrði í gegn fráleita breytingu á búvörulögum án þess að skeyta um lögbundin vinnubrögð Alþingis. Viðreisn gagnrýndi annars vegar efnisatriði breytinganna þar sem meirihluti Alþingis kippti einfaldlega skilyrðum fyrir heilbrigða samkeppni og neytendavernd kippt úr sambandi í þágu nokkurra stórfyrirtækja. Hins vegar gagnrýndum við vinnubrögð meirihlutans enda voru þau algjörlega forkastanleg þar sem umdeildar og viðamiklar breytingar á búvörulögum voru keyrðar í gegnum þingið án nauðsynlegrar umræðu og vinnu. Unnu gegn hagsmunum heimila Í stuttu máli snerist breytingin um að samkeppnislögum var einfaldlega kippt úr sambandi með tilheyrandi tjóni fyrir heimili landsins. Kjötafurðastöðvar gátu þannig í kjölfarið sameinast án nokkurra takmarkana og þeim heimilað að hafa með sér alls konar samráð sem í öðrum atvinnugreinum er bæði ólögmætt og refsivert. Á þeim stutta tíma sem liðinn er frá því að lagabreytingin var keyrð í gegn hefur eitt stærsta fyrirtækið á kjötafurðamarkaði keypt önnur slík, án þess að Samkeppniseftirlitið hafi rönd við reist. Nú hefur Héraðsdómur slegið því föstu að þessi breyting flokkanna fjögurra hafi strítt gegn stjórnarskrá og breytingin hafi því ekkert gildi að lögum. Héraðsdómur hefur þannig tekið skýra afstöðu með stjórnarskránni, með heimilum og með heilbrigðri samkeppni gegn framgöngu fráfarandi stjórnarmeirihluta Alþingis. Það er kominn tími á nýja ríkisstjórn sem vinnur með almannahagsmunum, ekki gegn þeim. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi Norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Búvörusamningar Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Hanna Katrín Friðriksson Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Sjá meira
Það má ekki brjóta lög við lagasetningu á Alþingi. Þetta er nokkuð sem flestir skilja. Síðastliðin vor gerðum við í Viðreisn miklar athugasemdir við framgöngu fráfarandi stjórnarmeirihluta sem með dyggum stuðningi Miðflokksins keyrði í gegn fráleita breytingu á búvörulögum án þess að skeyta um lögbundin vinnubrögð Alþingis. Viðreisn gagnrýndi annars vegar efnisatriði breytinganna þar sem meirihluti Alþingis kippti einfaldlega skilyrðum fyrir heilbrigða samkeppni og neytendavernd kippt úr sambandi í þágu nokkurra stórfyrirtækja. Hins vegar gagnrýndum við vinnubrögð meirihlutans enda voru þau algjörlega forkastanleg þar sem umdeildar og viðamiklar breytingar á búvörulögum voru keyrðar í gegnum þingið án nauðsynlegrar umræðu og vinnu. Unnu gegn hagsmunum heimila Í stuttu máli snerist breytingin um að samkeppnislögum var einfaldlega kippt úr sambandi með tilheyrandi tjóni fyrir heimili landsins. Kjötafurðastöðvar gátu þannig í kjölfarið sameinast án nokkurra takmarkana og þeim heimilað að hafa með sér alls konar samráð sem í öðrum atvinnugreinum er bæði ólögmætt og refsivert. Á þeim stutta tíma sem liðinn er frá því að lagabreytingin var keyrð í gegn hefur eitt stærsta fyrirtækið á kjötafurðamarkaði keypt önnur slík, án þess að Samkeppniseftirlitið hafi rönd við reist. Nú hefur Héraðsdómur slegið því föstu að þessi breyting flokkanna fjögurra hafi strítt gegn stjórnarskrá og breytingin hafi því ekkert gildi að lögum. Héraðsdómur hefur þannig tekið skýra afstöðu með stjórnarskránni, með heimilum og með heilbrigðri samkeppni gegn framgöngu fráfarandi stjórnarmeirihluta Alþingis. Það er kominn tími á nýja ríkisstjórn sem vinnur með almannahagsmunum, ekki gegn þeim. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi Norður.
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar