Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson skrifar 19. nóvember 2024 07:46 Það má ekki brjóta lög við lagasetningu á Alþingi. Þetta er nokkuð sem flestir skilja. Síðastliðin vor gerðum við í Viðreisn miklar athugasemdir við framgöngu fráfarandi stjórnarmeirihluta sem með dyggum stuðningi Miðflokksins keyrði í gegn fráleita breytingu á búvörulögum án þess að skeyta um lögbundin vinnubrögð Alþingis. Viðreisn gagnrýndi annars vegar efnisatriði breytinganna þar sem meirihluti Alþingis kippti einfaldlega skilyrðum fyrir heilbrigða samkeppni og neytendavernd kippt úr sambandi í þágu nokkurra stórfyrirtækja. Hins vegar gagnrýndum við vinnubrögð meirihlutans enda voru þau algjörlega forkastanleg þar sem umdeildar og viðamiklar breytingar á búvörulögum voru keyrðar í gegnum þingið án nauðsynlegrar umræðu og vinnu. Unnu gegn hagsmunum heimila Í stuttu máli snerist breytingin um að samkeppnislögum var einfaldlega kippt úr sambandi með tilheyrandi tjóni fyrir heimili landsins. Kjötafurðastöðvar gátu þannig í kjölfarið sameinast án nokkurra takmarkana og þeim heimilað að hafa með sér alls konar samráð sem í öðrum atvinnugreinum er bæði ólögmætt og refsivert. Á þeim stutta tíma sem liðinn er frá því að lagabreytingin var keyrð í gegn hefur eitt stærsta fyrirtækið á kjötafurðamarkaði keypt önnur slík, án þess að Samkeppniseftirlitið hafi rönd við reist. Nú hefur Héraðsdómur slegið því föstu að þessi breyting flokkanna fjögurra hafi strítt gegn stjórnarskrá og breytingin hafi því ekkert gildi að lögum. Héraðsdómur hefur þannig tekið skýra afstöðu með stjórnarskránni, með heimilum og með heilbrigðri samkeppni gegn framgöngu fráfarandi stjórnarmeirihluta Alþingis. Það er kominn tími á nýja ríkisstjórn sem vinnur með almannahagsmunum, ekki gegn þeim. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi Norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Búvörusamningar Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Hanna Katrín Friðriksson Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Það má ekki brjóta lög við lagasetningu á Alþingi. Þetta er nokkuð sem flestir skilja. Síðastliðin vor gerðum við í Viðreisn miklar athugasemdir við framgöngu fráfarandi stjórnarmeirihluta sem með dyggum stuðningi Miðflokksins keyrði í gegn fráleita breytingu á búvörulögum án þess að skeyta um lögbundin vinnubrögð Alþingis. Viðreisn gagnrýndi annars vegar efnisatriði breytinganna þar sem meirihluti Alþingis kippti einfaldlega skilyrðum fyrir heilbrigða samkeppni og neytendavernd kippt úr sambandi í þágu nokkurra stórfyrirtækja. Hins vegar gagnrýndum við vinnubrögð meirihlutans enda voru þau algjörlega forkastanleg þar sem umdeildar og viðamiklar breytingar á búvörulögum voru keyrðar í gegnum þingið án nauðsynlegrar umræðu og vinnu. Unnu gegn hagsmunum heimila Í stuttu máli snerist breytingin um að samkeppnislögum var einfaldlega kippt úr sambandi með tilheyrandi tjóni fyrir heimili landsins. Kjötafurðastöðvar gátu þannig í kjölfarið sameinast án nokkurra takmarkana og þeim heimilað að hafa með sér alls konar samráð sem í öðrum atvinnugreinum er bæði ólögmætt og refsivert. Á þeim stutta tíma sem liðinn er frá því að lagabreytingin var keyrð í gegn hefur eitt stærsta fyrirtækið á kjötafurðamarkaði keypt önnur slík, án þess að Samkeppniseftirlitið hafi rönd við reist. Nú hefur Héraðsdómur slegið því föstu að þessi breyting flokkanna fjögurra hafi strítt gegn stjórnarskrá og breytingin hafi því ekkert gildi að lögum. Héraðsdómur hefur þannig tekið skýra afstöðu með stjórnarskránni, með heimilum og með heilbrigðri samkeppni gegn framgöngu fráfarandi stjórnarmeirihluta Alþingis. Það er kominn tími á nýja ríkisstjórn sem vinnur með almannahagsmunum, ekki gegn þeim. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi Norður.
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar