Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar 18. nóvember 2024 22:46 Fíknisjúkdómar eru ekki aðeins vandi einstaklingsins sem glímir við fíknina – þeir eru fjölskyldusjúkdómur sem snerta allt samfélagið. Á síðasta ári létust 56 Íslendingar vegna lyfjaeitrunar, og fjöldinn er líklega enn meiri vegna dauðsfalla sem tengjast ofneyslu lyfja án þess að vera skráð sem slíkt. Þetta eru fleiri en fara á kaffihús á hverjum degi og njóta með vin eða vinkonu. Hvert þeirra bar nafn, átti fjölskyldu og ástvini sem syrgja þá nú. Þrátt fyrir að samfélagið komi oft saman til að sýna samstöðu í sorg, þá er hópur fólks sem fellur frá vegna fíknisjúkdóma og er oftar en ekki útskúfaður og gleymdur. Í gagnagrunni stjórnvalda verða þau oftar en ekki, aðeins tölur á blaði, nafnlaus gögn í excel skjali. Því finnst mér mikilvægt að minnast á að þetta eru feður, mæður, systkini og jafnvel börn. Sem áttu sér stóra drauma, áhugamál og vonir um betra líf. Ung börn! Stundum eru þau móður- og föðurlaus vegna fíknarinnar sem foreldrar þeirra ná ekki að losa sig undan. Börnin eiga ekki að þurfa líða fyrir endalausar tilraunir foreldra sinna. Þau eiga ekki að þurfa að bera þau áföll með sér út í lífið án stuðnings og skilnings samfélagsins. Án stuðnings og skilnings eykst hættan á áhættuhegðun og fangelsin fyllast af einstaklingum sem fengu vond spil í hendurnar og það er dýrara fyrir okkar samfélag. Þverfaglegur stuðningur sem nær til allra sem eiga í hlut Mikilvægasti þátturinn í meðferð og bataferli fólks með fíknivanda er samþætt þjónusta sem tekur á öllum þáttum sjúkdómsins. Í dag er skortur á þverfaglegum úrræðum sem tengja saman heilbrigðis-, félags- og sálfræðiþjónustu. Þegar einstaklingur lokar dyrum á meðferðarstofnun þarf hann eða hún á stuðning að halda á mikið fleiri sviðum en tólf spora samtök geta veitt til að viðhalda bata og endurbyggja líf sitt. Það þarf samstarf milli heilbrigðisstarfsfólks, geðheilbrigðisstarfsfólks, félagsráðgjafa og sérfræðinga í fíknisjúkdómum til að tryggja þessa samfellu í þjónustunni. Með betri þverfaglegri samvinnu tryggjum við endurheimt af duglegu og tilbúnu fólki inn í menntaskóla, háskóla og á vinnumarkaðinn. Fyrir 10 árum voru lyfjaeitranir orsakavaldur 23 dauðsfalla, en árið 2023 voru þessi dauðsföll orðin 56. Þessi þróun ætti að skelfa okkur öll og vekja okkur til umhugsunar um það hvernig við sem samfélag getum brugðist við. Þar liggur ábyrgð á öllum sviðum samfélagsins að byggja upp mannúðlega og heildstæða nálgun til að hjálpa bæði einstaklingum með fíknivanda og fjölskyldum þeirra. Þetta er ekki bara heilbrigðisvandi heldur samfélagsvandi, þar sem hver einstaklingur á rétt á stuðningi og mannúð í baráttunni við sjúkdóm sinn. Mannúð og persónulegur stuðningur – ekki bara tölur í gagnagrunni Enn er of mikið um fordóma og skilningsleysi þegar kemur að fíknivanda, og þessir fordómar bitna oft ekki aðeins á þeim sem glíma við sjúkdóminn, heldur líka á fjölskyldum þeirra. Þetta eru fjölskyldur sem eiga rétt á stuðningi og samkennd, rétt eins og aðstandendur þeirra sem láta lífið af völdum krabbameins eða annarra sjúkdóma sem samfélagið viðurkennir og syrgir opinberlega. Þegar krabbameinssjúklingur fellur frá heldur samfélagið oft söfnun til að styðja fjölskylduna og syrgir með henni. En þegar einstaklingur fellur fyrir fíknisjúkdómi standa fjölskyldur og börn oft ein eftir, án stuðnings og í skugga fordóma. Jafnvel í þögn. Reið og sár. Við verðum að sjá að þetta eru ekki bara „tölur á blaði“ – þetta eru alvöru manneskjur af holdi og blóði, með lífssögu, fjölskyldur og drauma. Þau sem við syrgjum eftir dauðsfall af völdum fíknar eiga líka skilið virðingu, samkennd og stuðning samfélagsins. Fyrir börnin sem missa foreldra og eiga ekki minningar um þau sem þau elska, verður missirinn varanlegur og djúpstæður. Það eru sár sem fylgja þessum börnum út lífið, og þau eiga rétt á að samfélagið standi með þeim. Að horfa til framtíðar – ábyrgð samfélagsins Við getum og verðum að gera betur í því að mæta þessum vanda með þverfaglegum og mannúðlegum úrræðum. Það kallar á meira fjármagn, betri stefnumótun og framför í nálgun okkar á fíknisjúkdómum, ekki sem refsiverðan brest heldur sem heilbrigðisvanda sem krefst alhliða þjónustu. Við berum öll ábyrgð á því að skapa samfélag sem styður við þau sem glíma við fíknivanda og aðstandendur þeirra – samfélag þar sem þau sem missa ástvini í baráttunni við fíkn fá þann stuðning sem þau eiga skilið. Við höfum val um það hvernig við bregðumst við – við getum valið að horfa fram hjá þessum hörmungum og látið fólk verða tölfræði í gagnagrunni, eða við getum valið að bjóða upp á raunveruleg úrræði sem bjarga lífum. Þetta eru ekki bara tölur. Þetta eru ástvinir, foreldrar, börn og systkini. Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja að enginn einstaklingur eða fjölskylda þurfi að fara í gegnum þetta án stuðnings og að enginn þurfi að bera harm sinn í hljóði. Þessi grein kallast á við stefnumál Vinstri grænna sem snúa að fíknivanda og samfélagslegri ábyrgð. Við verðum að tryggja að meðferð og stuðningur nái til allra þeirra sem þurfa á því að halda – þetta er ekki bara heilbrigðisvandi heldur samfélagsvandi sem þarf að leysa með samvinnu og heildstæðum úrræðum. Höfundur er í 9. sæti Vinstri Grænna í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Suðvesturkjördæmi Vinstri græn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Meðferðarheimili Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Fíknisjúkdómar eru ekki aðeins vandi einstaklingsins sem glímir við fíknina – þeir eru fjölskyldusjúkdómur sem snerta allt samfélagið. Á síðasta ári létust 56 Íslendingar vegna lyfjaeitrunar, og fjöldinn er líklega enn meiri vegna dauðsfalla sem tengjast ofneyslu lyfja án þess að vera skráð sem slíkt. Þetta eru fleiri en fara á kaffihús á hverjum degi og njóta með vin eða vinkonu. Hvert þeirra bar nafn, átti fjölskyldu og ástvini sem syrgja þá nú. Þrátt fyrir að samfélagið komi oft saman til að sýna samstöðu í sorg, þá er hópur fólks sem fellur frá vegna fíknisjúkdóma og er oftar en ekki útskúfaður og gleymdur. Í gagnagrunni stjórnvalda verða þau oftar en ekki, aðeins tölur á blaði, nafnlaus gögn í excel skjali. Því finnst mér mikilvægt að minnast á að þetta eru feður, mæður, systkini og jafnvel börn. Sem áttu sér stóra drauma, áhugamál og vonir um betra líf. Ung börn! Stundum eru þau móður- og föðurlaus vegna fíknarinnar sem foreldrar þeirra ná ekki að losa sig undan. Börnin eiga ekki að þurfa líða fyrir endalausar tilraunir foreldra sinna. Þau eiga ekki að þurfa að bera þau áföll með sér út í lífið án stuðnings og skilnings samfélagsins. Án stuðnings og skilnings eykst hættan á áhættuhegðun og fangelsin fyllast af einstaklingum sem fengu vond spil í hendurnar og það er dýrara fyrir okkar samfélag. Þverfaglegur stuðningur sem nær til allra sem eiga í hlut Mikilvægasti þátturinn í meðferð og bataferli fólks með fíknivanda er samþætt þjónusta sem tekur á öllum þáttum sjúkdómsins. Í dag er skortur á þverfaglegum úrræðum sem tengja saman heilbrigðis-, félags- og sálfræðiþjónustu. Þegar einstaklingur lokar dyrum á meðferðarstofnun þarf hann eða hún á stuðning að halda á mikið fleiri sviðum en tólf spora samtök geta veitt til að viðhalda bata og endurbyggja líf sitt. Það þarf samstarf milli heilbrigðisstarfsfólks, geðheilbrigðisstarfsfólks, félagsráðgjafa og sérfræðinga í fíknisjúkdómum til að tryggja þessa samfellu í þjónustunni. Með betri þverfaglegri samvinnu tryggjum við endurheimt af duglegu og tilbúnu fólki inn í menntaskóla, háskóla og á vinnumarkaðinn. Fyrir 10 árum voru lyfjaeitranir orsakavaldur 23 dauðsfalla, en árið 2023 voru þessi dauðsföll orðin 56. Þessi þróun ætti að skelfa okkur öll og vekja okkur til umhugsunar um það hvernig við sem samfélag getum brugðist við. Þar liggur ábyrgð á öllum sviðum samfélagsins að byggja upp mannúðlega og heildstæða nálgun til að hjálpa bæði einstaklingum með fíknivanda og fjölskyldum þeirra. Þetta er ekki bara heilbrigðisvandi heldur samfélagsvandi, þar sem hver einstaklingur á rétt á stuðningi og mannúð í baráttunni við sjúkdóm sinn. Mannúð og persónulegur stuðningur – ekki bara tölur í gagnagrunni Enn er of mikið um fordóma og skilningsleysi þegar kemur að fíknivanda, og þessir fordómar bitna oft ekki aðeins á þeim sem glíma við sjúkdóminn, heldur líka á fjölskyldum þeirra. Þetta eru fjölskyldur sem eiga rétt á stuðningi og samkennd, rétt eins og aðstandendur þeirra sem láta lífið af völdum krabbameins eða annarra sjúkdóma sem samfélagið viðurkennir og syrgir opinberlega. Þegar krabbameinssjúklingur fellur frá heldur samfélagið oft söfnun til að styðja fjölskylduna og syrgir með henni. En þegar einstaklingur fellur fyrir fíknisjúkdómi standa fjölskyldur og börn oft ein eftir, án stuðnings og í skugga fordóma. Jafnvel í þögn. Reið og sár. Við verðum að sjá að þetta eru ekki bara „tölur á blaði“ – þetta eru alvöru manneskjur af holdi og blóði, með lífssögu, fjölskyldur og drauma. Þau sem við syrgjum eftir dauðsfall af völdum fíknar eiga líka skilið virðingu, samkennd og stuðning samfélagsins. Fyrir börnin sem missa foreldra og eiga ekki minningar um þau sem þau elska, verður missirinn varanlegur og djúpstæður. Það eru sár sem fylgja þessum börnum út lífið, og þau eiga rétt á að samfélagið standi með þeim. Að horfa til framtíðar – ábyrgð samfélagsins Við getum og verðum að gera betur í því að mæta þessum vanda með þverfaglegum og mannúðlegum úrræðum. Það kallar á meira fjármagn, betri stefnumótun og framför í nálgun okkar á fíknisjúkdómum, ekki sem refsiverðan brest heldur sem heilbrigðisvanda sem krefst alhliða þjónustu. Við berum öll ábyrgð á því að skapa samfélag sem styður við þau sem glíma við fíknivanda og aðstandendur þeirra – samfélag þar sem þau sem missa ástvini í baráttunni við fíkn fá þann stuðning sem þau eiga skilið. Við höfum val um það hvernig við bregðumst við – við getum valið að horfa fram hjá þessum hörmungum og látið fólk verða tölfræði í gagnagrunni, eða við getum valið að bjóða upp á raunveruleg úrræði sem bjarga lífum. Þetta eru ekki bara tölur. Þetta eru ástvinir, foreldrar, börn og systkini. Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja að enginn einstaklingur eða fjölskylda þurfi að fara í gegnum þetta án stuðnings og að enginn þurfi að bera harm sinn í hljóði. Þessi grein kallast á við stefnumál Vinstri grænna sem snúa að fíknivanda og samfélagslegri ábyrgð. Við verðum að tryggja að meðferð og stuðningur nái til allra þeirra sem þurfa á því að halda – þetta er ekki bara heilbrigðisvandi heldur samfélagsvandi sem þarf að leysa með samvinnu og heildstæðum úrræðum. Höfundur er í 9. sæti Vinstri Grænna í Suðvesturkjördæmi.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun