Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar 18. nóvember 2024 19:15 Ég hóf nám í Fósturskóla Íslands, árið 1983, 22 ára, tveggja barna móðir, eldra barnið, þriggja ára, fékk pláss í leikskóla, yngra barnið, rúmlega þriggja mánaða, var hjá dagmömmu (á þeim tíma var verið að lengja fæðingarorlofið í fjóra mánuði). Við leigðum. Námið í Fósturskólanum (leikskólakennaranám) var yfirleitt skipulagt frá 8- 4 alla daga ofan á það kom svo mikil verkefnavinna. Það var því mikið á sig lagt til að fá eitt verst borgaða starf fyrir menntað fólk sem hægt var. Ég fékk alveg að heyra að ég væri að fórna stúdentsprófinu mínu, en á þeim tíma voru örfáir stúdentar við nám í skólanum, ég hefði getað valið mér miklu betri menntun, sem gæfi ekki bara betri laun heldur líka meiri virðingu í samfélaginu. Mér var alveg sama, ég var búin að ákveða mig, ég var reyndar að íhuga á þessum tíma að sækja um listnám en sem ábyrg ung móðir taldi ég að tekjumöguleikar á þeim vettvangi væru nú enn minni en í leikskólanum. En hvers vegna er ég að rifja þetta upp, jú vegna þess að á þeim tíma sem ég var í námi, hvort sem það var Fósturskóli eða eitthvað annað átti ég raunverulegt val - vegna námslánakerfisins. Ég var á lánum allan tímann sem ég var í Fósturskólanum og safnaði háum námslánaskuldum. Vissulega oft erfitt að láta enda ná saman en þetta gekk samt einhvern veginn upp. Fljótlega eftir útskrift varð ég leikskólastjóri og var því á aðeins betri launum en sem óbreyttur leikskólakennari, en afborgun á námslánum var oft erfið ungu lágtekjufólki. Hins vegar vissi ég líka að ég hefði aldrei getað menntað mig hefði ég þurft að vinna fulla vinnu með námi. Það var ódýr fjárfesting hjá ríkinu að lána okkur láglaunakonum framfærslulán og já ég greiddi mín námslán að fullu. Það var góður dagur þegar síðasta greiðsla var innt af hendi. Sem kennari, kennaranema, veit ég að fæst þeirra eru á námslánum, þau eru allmörg í nærri fullri vinnu með námi, þau eru eins og ég á sínum tíma mörg hver fjölskyldufólk með börn á framfæri, sem oft seinkar þeim í námi. Fyrir þetta unga fólk er það fjárfesting til framtíðar að sækja sér menntun. Það leggur mikið á sig og fæst treysta sér til að leggja framtíðarhag fjölskyldna sinna undir með því að taka námslán. Þegar ég var ung aðhylltist ég hugmyndina um borgaralaun, sem við unga fólkið á þeim tíma vörðum miklum tíma í að ræða. Hugmyndin um að hverri manneskju væri tryggð grunnframfærsla og með því væri að mestu hægt að leggja af framfærslulána/tryggingarkerfi. Það er nefnilega líka dýrt að skipuleggja kerfi út frá þeim fáu sem kannski misnota það. Það hefur margt breyst og áunnist, eitt er að laun leikskólakennara hafa sannarlega hækkað gríðarlega miðað við verðlagsþróun frá því ég fékk mína fyrstu útborgun. En ef raunverulegur vilji er til að efla leikskólakerfið, þarf að gera betur. Það þarf að vera góður kostur að fara í kennaranám, að fólk sem þangað sækir viti að þau munu uppskera eins og til er sáð. Það þarf bæði námslánakerfi sem geri þeim kleift að mennta sig og að uppskeran, launin, séu sambærileg við aðra sérfræðinga á vinnumarkaði. Það skiptir máli að geta menntað sig án afkomuótta. Áfram kennarar Höfundur er leik- og háskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Mest lesið Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Ég hóf nám í Fósturskóla Íslands, árið 1983, 22 ára, tveggja barna móðir, eldra barnið, þriggja ára, fékk pláss í leikskóla, yngra barnið, rúmlega þriggja mánaða, var hjá dagmömmu (á þeim tíma var verið að lengja fæðingarorlofið í fjóra mánuði). Við leigðum. Námið í Fósturskólanum (leikskólakennaranám) var yfirleitt skipulagt frá 8- 4 alla daga ofan á það kom svo mikil verkefnavinna. Það var því mikið á sig lagt til að fá eitt verst borgaða starf fyrir menntað fólk sem hægt var. Ég fékk alveg að heyra að ég væri að fórna stúdentsprófinu mínu, en á þeim tíma voru örfáir stúdentar við nám í skólanum, ég hefði getað valið mér miklu betri menntun, sem gæfi ekki bara betri laun heldur líka meiri virðingu í samfélaginu. Mér var alveg sama, ég var búin að ákveða mig, ég var reyndar að íhuga á þessum tíma að sækja um listnám en sem ábyrg ung móðir taldi ég að tekjumöguleikar á þeim vettvangi væru nú enn minni en í leikskólanum. En hvers vegna er ég að rifja þetta upp, jú vegna þess að á þeim tíma sem ég var í námi, hvort sem það var Fósturskóli eða eitthvað annað átti ég raunverulegt val - vegna námslánakerfisins. Ég var á lánum allan tímann sem ég var í Fósturskólanum og safnaði háum námslánaskuldum. Vissulega oft erfitt að láta enda ná saman en þetta gekk samt einhvern veginn upp. Fljótlega eftir útskrift varð ég leikskólastjóri og var því á aðeins betri launum en sem óbreyttur leikskólakennari, en afborgun á námslánum var oft erfið ungu lágtekjufólki. Hins vegar vissi ég líka að ég hefði aldrei getað menntað mig hefði ég þurft að vinna fulla vinnu með námi. Það var ódýr fjárfesting hjá ríkinu að lána okkur láglaunakonum framfærslulán og já ég greiddi mín námslán að fullu. Það var góður dagur þegar síðasta greiðsla var innt af hendi. Sem kennari, kennaranema, veit ég að fæst þeirra eru á námslánum, þau eru allmörg í nærri fullri vinnu með námi, þau eru eins og ég á sínum tíma mörg hver fjölskyldufólk með börn á framfæri, sem oft seinkar þeim í námi. Fyrir þetta unga fólk er það fjárfesting til framtíðar að sækja sér menntun. Það leggur mikið á sig og fæst treysta sér til að leggja framtíðarhag fjölskyldna sinna undir með því að taka námslán. Þegar ég var ung aðhylltist ég hugmyndina um borgaralaun, sem við unga fólkið á þeim tíma vörðum miklum tíma í að ræða. Hugmyndin um að hverri manneskju væri tryggð grunnframfærsla og með því væri að mestu hægt að leggja af framfærslulána/tryggingarkerfi. Það er nefnilega líka dýrt að skipuleggja kerfi út frá þeim fáu sem kannski misnota það. Það hefur margt breyst og áunnist, eitt er að laun leikskólakennara hafa sannarlega hækkað gríðarlega miðað við verðlagsþróun frá því ég fékk mína fyrstu útborgun. En ef raunverulegur vilji er til að efla leikskólakerfið, þarf að gera betur. Það þarf að vera góður kostur að fara í kennaranám, að fólk sem þangað sækir viti að þau munu uppskera eins og til er sáð. Það þarf bæði námslánakerfi sem geri þeim kleift að mennta sig og að uppskeran, launin, séu sambærileg við aðra sérfræðinga á vinnumarkaði. Það skiptir máli að geta menntað sig án afkomuótta. Áfram kennarar Höfundur er leik- og háskólakennari.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun