Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar 18. nóvember 2024 17:31 Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) framkvæmdi nýverið úttekt á stöðu innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði. Innflytjendur gegna mikilvægu hlutverki á íslenskum vinnumarkaði, en þeir telja nú um 25% vinnuafls í landinu. Þeim hefur fjölgað hlutfallslega mest á Íslandi síðastliðinn áratug af öllum ríkjum OECD og þeir halda hér uppi láglaunagreinum. Úttektin sýnir jafnframt að færni í íslenskri tungu hefur mikil áhrif á stöðu þeirra á vinnumarkaði og að 50% þeirra ætlar sér að setjast hér að. Nýjar áskoranir Aukning innflytjenda hefur leitt til nýrra áskorana í íslensku samfélagi og fyrir íslenska vinnustaði. Innflytjendur standa oft frammi fyrir hindrunum í að aðlagast menningunni og vinnustöðum, sem getur leitt til aukins félagslegs ójöfnuðar og einangrunar. Það er því mikilvægt að stjórnvöld, samfélagið og vinnustaðir aðstoði við að auðvelda samþættingu innflytjenda í íslenskt samfélag. Þessar áskoranir krefjast nýrrar nálgunar í stjórnun og mannauðsmálum. Mikilvægt er að við vinnum saman að lausnum sem stuðla að því að innflytjendur geti aðlagast íslenskum vinnustöðum, þau finni að það sé vel tekið á móti þeim, og fái sömu tækifæri. Með vaxandi fjölda erlends starfsfólks er mikilvægt að aðlagast og skoða nýja nálgun í málum sem tengjast inngildingu, fjölbreytileika og skilningi á málefnum erlends starfsfólks. Hvað geta fyrirtæki gert? Fyrirtækin geta byrjað á því að opna á samtal og vekja stjórnendur til umhugsunar um mismunandi menningarheima, og þörfum starfsmanna af erlendum uppruna. Á sama tíma er jafn mikilvægt að auka skilning erlendra starfsmanna á íslenskum vinnumarkaði og menningu. Vinnustaðir geta spurt sig hvort þau séu að veita erlendu starfsfólki sömu þjónustu og innlendu starfsfólki? Er ráðningarferillinn eins, móttaka nýliða, starfsþróunarmöguleikar og fræðsla? Fá erlendir starfsmenn tækifæri á starfsmannasamtölum og upplýsingum um viðburði á vegum fyrirtækisins? Hver er stefna fyrirtækisins varðandi inngildingu og fjölreytileika? Ef íslensk fyrirtækja ætla að laða að sér hæft starfsfólk, er mikilvægt að þau bjóði upp á íslenskunám fyrir erlent starfsfólk á vinnutíma, ásamt fræðslu um fyrirtækið og íslenska vinnustaðarmenningu. Einnig er mikilvægt að innlendu starfsfólki sé boðið upp á fræðslu um ólíka menningarheima og stefnu fyrirtækisins í inngildingu. Slík fræðsla getur aukið skilning og samkennd á vinnustaðnum, sem stuðlar að betri samvinnu og jákvæðara starfsumhverfi. Vinnustaðir geta líka skoðað hvernig tækni, eins og rafrænar samskiptaleiðir eða fræðslufyrirkomulag geti stutt við inngildingu og auðveldað þeim að aðlagast vinnustaðnum. Nú styttist í kosningar og það verður áhugavert að fylgjast með stefnu flokkanna í þessum málaflokki, væri t.d. hægt að bjóða upp á hvatakerfi eða skattaafslætti fyrir fyrirtæki sem sýna fram á virka inngildingu og fræðslu? Það er samfélagsleg ábyrgð okkar að styðja við innflytjendur á vinnustöðum og tryggja að við komum eins fram við allt okkar starfsfólk. Þessar aðgerðir myndu ekki aðeins styðja við inngildingu erlends starfsfólks, heldur einnig auka velferð, samheldni og fjölbreytileika á íslenskum vinnumarkaði. Höfundur er ráðgjafi hjá Attentus Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnustaðamenning Innflytjendamál Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) framkvæmdi nýverið úttekt á stöðu innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði. Innflytjendur gegna mikilvægu hlutverki á íslenskum vinnumarkaði, en þeir telja nú um 25% vinnuafls í landinu. Þeim hefur fjölgað hlutfallslega mest á Íslandi síðastliðinn áratug af öllum ríkjum OECD og þeir halda hér uppi láglaunagreinum. Úttektin sýnir jafnframt að færni í íslenskri tungu hefur mikil áhrif á stöðu þeirra á vinnumarkaði og að 50% þeirra ætlar sér að setjast hér að. Nýjar áskoranir Aukning innflytjenda hefur leitt til nýrra áskorana í íslensku samfélagi og fyrir íslenska vinnustaði. Innflytjendur standa oft frammi fyrir hindrunum í að aðlagast menningunni og vinnustöðum, sem getur leitt til aukins félagslegs ójöfnuðar og einangrunar. Það er því mikilvægt að stjórnvöld, samfélagið og vinnustaðir aðstoði við að auðvelda samþættingu innflytjenda í íslenskt samfélag. Þessar áskoranir krefjast nýrrar nálgunar í stjórnun og mannauðsmálum. Mikilvægt er að við vinnum saman að lausnum sem stuðla að því að innflytjendur geti aðlagast íslenskum vinnustöðum, þau finni að það sé vel tekið á móti þeim, og fái sömu tækifæri. Með vaxandi fjölda erlends starfsfólks er mikilvægt að aðlagast og skoða nýja nálgun í málum sem tengjast inngildingu, fjölbreytileika og skilningi á málefnum erlends starfsfólks. Hvað geta fyrirtæki gert? Fyrirtækin geta byrjað á því að opna á samtal og vekja stjórnendur til umhugsunar um mismunandi menningarheima, og þörfum starfsmanna af erlendum uppruna. Á sama tíma er jafn mikilvægt að auka skilning erlendra starfsmanna á íslenskum vinnumarkaði og menningu. Vinnustaðir geta spurt sig hvort þau séu að veita erlendu starfsfólki sömu þjónustu og innlendu starfsfólki? Er ráðningarferillinn eins, móttaka nýliða, starfsþróunarmöguleikar og fræðsla? Fá erlendir starfsmenn tækifæri á starfsmannasamtölum og upplýsingum um viðburði á vegum fyrirtækisins? Hver er stefna fyrirtækisins varðandi inngildingu og fjölreytileika? Ef íslensk fyrirtækja ætla að laða að sér hæft starfsfólk, er mikilvægt að þau bjóði upp á íslenskunám fyrir erlent starfsfólk á vinnutíma, ásamt fræðslu um fyrirtækið og íslenska vinnustaðarmenningu. Einnig er mikilvægt að innlendu starfsfólki sé boðið upp á fræðslu um ólíka menningarheima og stefnu fyrirtækisins í inngildingu. Slík fræðsla getur aukið skilning og samkennd á vinnustaðnum, sem stuðlar að betri samvinnu og jákvæðara starfsumhverfi. Vinnustaðir geta líka skoðað hvernig tækni, eins og rafrænar samskiptaleiðir eða fræðslufyrirkomulag geti stutt við inngildingu og auðveldað þeim að aðlagast vinnustaðnum. Nú styttist í kosningar og það verður áhugavert að fylgjast með stefnu flokkanna í þessum málaflokki, væri t.d. hægt að bjóða upp á hvatakerfi eða skattaafslætti fyrir fyrirtæki sem sýna fram á virka inngildingu og fræðslu? Það er samfélagsleg ábyrgð okkar að styðja við innflytjendur á vinnustöðum og tryggja að við komum eins fram við allt okkar starfsfólk. Þessar aðgerðir myndu ekki aðeins styðja við inngildingu erlends starfsfólks, heldur einnig auka velferð, samheldni og fjölbreytileika á íslenskum vinnumarkaði. Höfundur er ráðgjafi hjá Attentus
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun