Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir skrifar 18. nóvember 2024 08:01 Tölum um geðheilbrigðismál og tölum um laun sálfræðinga hjá hinu opinbera. Almennar upplýsingar:María er 29 ára, einhleyp og barnlaus kona búsett í eigin íbúð í Reykjavík. Hún hefur lokið meistaranámi í klínískri sálfræði og starfar sem sálfræðingur á Landspítala. Hún metur fjárhagsstöðu sína sem slæma. Einhvernvegin svona byrja flestar greiningarskýrslur sem ég rita daglega í mínu starfi sem sálfræðingur á Landspítala, nema þessar upplýsingar eiga við um mig og endurspegla stöðu mína í dag. Ég sinni greiningum á geð- og taugaþroskavanda hjá skjólstæðingum geðsviðs Landspítala. Þeir eiga það allir sameiginlegt að vera í greiningu og/eða meðferð í 3. línu þjónustu. Fyrir þá sem ekki vita þá sinnir 3. lína fólki sem er oft með flókinn, alvarlegan, langvarandi og/eða samsettan geðvanda og ákveðinn hópur af okkar skjólstæðingum er í sjálfsvígshættu til lengri tíma. Greining og meðferð á vanda skjólstæðinga okkar er oft mjög sérhæfð og af því tagi að erfitt eða ómögulegt er að nálgast hana annarsstaðar eða á öðrum þjónustustigum. Í ákveðnum tilfellum sinnum við þó ekki eingöngu skjólstæðingum okkar heldur erum við einnig í reglulegum samskiptum við aðstandendur, aðrar stofnanir og þá sem koma að lífi einstaklingsins. Á Landspítala starfar fjöldi framúrskarandi sálfræðinga á göngu- og dagdeildum, innlagnardeildum, á bráðaþjónustu geðsviðs og vefrænum deildum. Starf okkar á mismunandi deildum og teymum er verulega sérhæft og faglegt, auk þess að gagnreyndum meðferðum er eingöngu beitt. Einn helsti gallinn við vinnuna mína er að ég á erfitt með að lifa á henni. Eftir fimm ára háskólanám og þriggja og hálfs árs starfsreynslu eru grunnlaun mín 652.136kr og þegar ég segi grunnlaun á ég við mín einu laun þar sem flestir sálfræðingar á Landspítala vinna eingöngu dagvinnu og eiga ekki möguleika á yfirvinnu. Ég fæ um 400.000kr útborgað hver mánaðarmót og borga þá mín lán og gjöld og geri svo mitt besta að eyða sem minnstum pening svo ég geti nú verslað inn fyrir mig og kisuna mína undir lok mánaðar. Vegna minna tekna sem sálfræðingur í 3. línu er ég í annarri vinnu til þess að geta lagt inná varasjóð, nú eða bara til að gera eitthvað skemmtilegt með vinkonum mínum án þess að þurfa að hafa fjárhagsáhyggjur í kjölfarið. Ég er heppin að aðstæður mínar bjóða uppá að ég geti verið í annarri vinnu en á sama tíma er verulega krefjandi að vera í meira en 100% vinnu í starfi eins og mínu. Ég er heppin að eiga bara litla kisu sem krefst ekki mikils penings frá mér því eins og staðan er í dag ætti ég ekki efni á því að eiga barn nema þurfa reiða mig algjörlega á maka minn (ef ég nú ætti hann) og ég veit fyrir víst að það er staða margra samstarfsfélaga minna. Ég valdi mér þetta starf og þennan vinnustað af öllum öðrum ástæðum en launanna vegna en á sama tíma átti ég aldrei von á því að þurfa vinna jafn mikið aukalega og ég geri eða leigja íbúðina mína reglulega út á Airbnb og flytja tímabundið heim til foreldra minna til þess eins að afla mannsæmandi tekna. Þegar umræða um laun koma upp í mínum vinahópum sit ég aldrei þessu vant frekar þögul og nenni yfirleitt ekki að taka þátt í þessu en þegar ég tjái mig og segi fólki í kringum mig frá laununum mínum trúa þau mér ekki. Mér finnst í raun ótrúlegt að umræða um kjör sálfræðinga hjá hinu opinbera hafi aldrei ratað í fjölmiðla né verið nefnd af öllum þeim stjórnmálamönnum sem keppast nú um að lofa öllu fögru fyrir geðheilbrigðiskerfið og hvað þeir ætla að breyta öllu til hins betra. Það væri kannski gott að byrja á því að semja við Sálfræðingafélag Íslands, sem er nú með lausa samninga, um laun sem við getum lifað á, en án okkar starfskrafta er helvíti erfitt að ætla að styrkja geðheilbrigðiskerfið. Árið 2023 sögðu rúmlega 20% sálfræðinga Landspítala upp störfum og má rekja hluta þeirra uppsagna beint til kjarasamninga ríkisins við stofnunina en áætla má að sálfræðingar hækki í grunnlaunum starfi þeir hjá öllum öðrum ríkisstofnunum. Uppsagnir sálfræðinga á Landspítala eiga að vera áhyggjuefni fyrir ráðamenn þessarar þjóðar. Við þurfum fólk til þess að sinna þessum störfum og af ofangreindum ástæðum þá er kerfið ekki beint til þess gert að halda færum og sérhæfðum sálfræðingum í lífsnauðsynlegum störfum. Höldum áfram að tala um geðheilbrigðismál en byrjum líka að tala um máttarstólp geðheilbrigðiskerfisins sem eru sálfræðingar. Höfundur er klínískur sálfræðingur á Landspítala. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Sjá meira
Tölum um geðheilbrigðismál og tölum um laun sálfræðinga hjá hinu opinbera. Almennar upplýsingar:María er 29 ára, einhleyp og barnlaus kona búsett í eigin íbúð í Reykjavík. Hún hefur lokið meistaranámi í klínískri sálfræði og starfar sem sálfræðingur á Landspítala. Hún metur fjárhagsstöðu sína sem slæma. Einhvernvegin svona byrja flestar greiningarskýrslur sem ég rita daglega í mínu starfi sem sálfræðingur á Landspítala, nema þessar upplýsingar eiga við um mig og endurspegla stöðu mína í dag. Ég sinni greiningum á geð- og taugaþroskavanda hjá skjólstæðingum geðsviðs Landspítala. Þeir eiga það allir sameiginlegt að vera í greiningu og/eða meðferð í 3. línu þjónustu. Fyrir þá sem ekki vita þá sinnir 3. lína fólki sem er oft með flókinn, alvarlegan, langvarandi og/eða samsettan geðvanda og ákveðinn hópur af okkar skjólstæðingum er í sjálfsvígshættu til lengri tíma. Greining og meðferð á vanda skjólstæðinga okkar er oft mjög sérhæfð og af því tagi að erfitt eða ómögulegt er að nálgast hana annarsstaðar eða á öðrum þjónustustigum. Í ákveðnum tilfellum sinnum við þó ekki eingöngu skjólstæðingum okkar heldur erum við einnig í reglulegum samskiptum við aðstandendur, aðrar stofnanir og þá sem koma að lífi einstaklingsins. Á Landspítala starfar fjöldi framúrskarandi sálfræðinga á göngu- og dagdeildum, innlagnardeildum, á bráðaþjónustu geðsviðs og vefrænum deildum. Starf okkar á mismunandi deildum og teymum er verulega sérhæft og faglegt, auk þess að gagnreyndum meðferðum er eingöngu beitt. Einn helsti gallinn við vinnuna mína er að ég á erfitt með að lifa á henni. Eftir fimm ára háskólanám og þriggja og hálfs árs starfsreynslu eru grunnlaun mín 652.136kr og þegar ég segi grunnlaun á ég við mín einu laun þar sem flestir sálfræðingar á Landspítala vinna eingöngu dagvinnu og eiga ekki möguleika á yfirvinnu. Ég fæ um 400.000kr útborgað hver mánaðarmót og borga þá mín lán og gjöld og geri svo mitt besta að eyða sem minnstum pening svo ég geti nú verslað inn fyrir mig og kisuna mína undir lok mánaðar. Vegna minna tekna sem sálfræðingur í 3. línu er ég í annarri vinnu til þess að geta lagt inná varasjóð, nú eða bara til að gera eitthvað skemmtilegt með vinkonum mínum án þess að þurfa að hafa fjárhagsáhyggjur í kjölfarið. Ég er heppin að aðstæður mínar bjóða uppá að ég geti verið í annarri vinnu en á sama tíma er verulega krefjandi að vera í meira en 100% vinnu í starfi eins og mínu. Ég er heppin að eiga bara litla kisu sem krefst ekki mikils penings frá mér því eins og staðan er í dag ætti ég ekki efni á því að eiga barn nema þurfa reiða mig algjörlega á maka minn (ef ég nú ætti hann) og ég veit fyrir víst að það er staða margra samstarfsfélaga minna. Ég valdi mér þetta starf og þennan vinnustað af öllum öðrum ástæðum en launanna vegna en á sama tíma átti ég aldrei von á því að þurfa vinna jafn mikið aukalega og ég geri eða leigja íbúðina mína reglulega út á Airbnb og flytja tímabundið heim til foreldra minna til þess eins að afla mannsæmandi tekna. Þegar umræða um laun koma upp í mínum vinahópum sit ég aldrei þessu vant frekar þögul og nenni yfirleitt ekki að taka þátt í þessu en þegar ég tjái mig og segi fólki í kringum mig frá laununum mínum trúa þau mér ekki. Mér finnst í raun ótrúlegt að umræða um kjör sálfræðinga hjá hinu opinbera hafi aldrei ratað í fjölmiðla né verið nefnd af öllum þeim stjórnmálamönnum sem keppast nú um að lofa öllu fögru fyrir geðheilbrigðiskerfið og hvað þeir ætla að breyta öllu til hins betra. Það væri kannski gott að byrja á því að semja við Sálfræðingafélag Íslands, sem er nú með lausa samninga, um laun sem við getum lifað á, en án okkar starfskrafta er helvíti erfitt að ætla að styrkja geðheilbrigðiskerfið. Árið 2023 sögðu rúmlega 20% sálfræðinga Landspítala upp störfum og má rekja hluta þeirra uppsagna beint til kjarasamninga ríkisins við stofnunina en áætla má að sálfræðingar hækki í grunnlaunum starfi þeir hjá öllum öðrum ríkisstofnunum. Uppsagnir sálfræðinga á Landspítala eiga að vera áhyggjuefni fyrir ráðamenn þessarar þjóðar. Við þurfum fólk til þess að sinna þessum störfum og af ofangreindum ástæðum þá er kerfið ekki beint til þess gert að halda færum og sérhæfðum sálfræðingum í lífsnauðsynlegum störfum. Höldum áfram að tala um geðheilbrigðismál en byrjum líka að tala um máttarstólp geðheilbrigðiskerfisins sem eru sálfræðingar. Höfundur er klínískur sálfræðingur á Landspítala.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun