Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar 16. nóvember 2024 22:34 Á hverju ári, þann 16. nóvember, fögnum við Íslendingar Degi íslenskrar tungu. Þessi dagur er haldinn hátíðlegur til þess að heiðra minningu Jónasar Hallgrímssonar, skálds og náttúrufræðings, en einnig árleg áminning um mikilvægi þess að varðveita íslenska tungu í nútímasamfélagi. Tungumálið er nefnilega ekki aðeins samskiptatæki heldur lykill að menningu, sögu og sjálfsmynd þjóðarinnar. Mikilvægi íslenskrar tungu Íslenskan er eitt elsta lifandi tungumál í Evrópu og hefur varðveist með ótrúlega litlum breytingum í yfir þúsund ár. Hún er burðarásinn í menningu okkar og sögu, tengir okkur við forfeður okkar og viðheldur sérstöðu okkar í hnattvæddum heimi. Tungumálið er einnig grundvöllur fyrir sköpun og listir, hvort sem er í bókmenntum, tónlist eða öðrum listgreinum. En í heimi þar sem enskan er orðin alþjóðlegt samskiptamál og tækniframfarir gera tungumálaskipti auðveldari en nokkru sinni fyrr, stendur íslenskan frammi fyrir áskorunum. Ungt fólk notar ensku æ meir í daglegu lífi, bæði í leik og starfi, og tölvur og tæki tala oft frekar ensku en íslensku. Þetta getur leitt til þess að íslenskan verði jaðarsett og missi hlutverk sitt í samfélaginu. Aðgerðaáætlun í málefnum íslenskrar tungu 2023–2026 Til að bregðast við þessum áskorunum lagði menningar- og viðskiptaráðherra fram nýja aðgerðaáætlun í málefnum íslenskrar tungu fyrir árin 2023–2026 og ég fékk til umfjöllunar sem formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis. Áætlunin felur í sér 19 aðgerðir sem miða að því að styrkja stöðu íslenskunnar á öllum sviðum samfélagsins. Helstu atriði aðgerðaáætlunarinnar eru m.a. starfstengt íslenskunám fyrir innflytjendur sem felur í sér aukið aðgengi að íslenskunámi á vinnustöðum með áherslu á starfstengdan orðaforða og talþjálfun. Þá er lögð áhersla á bætt gæði íslenskukennslu fyrir innflytjendur, virkjun Samevrópska tungumálarammans, bætt aðgengi að fjarnámi, aukin textun og talsetning á íslenska og framtíð máltækni fyrir íslensku. Aðgerðaáætlunin er viðurkenning á því að varðveisla íslenskrar tungu er ekki sjálfgefin. Hún krefst meðvitaðrar stefnumótunar og samstillts átaks stjórnvalda, stofnana, atvinnulífs og almennings. Með því að efla íslenskukennslu fyrir innflytjendur, líkt og ég hef undirstrikað með þingsályktunartillögu minni um móttökuskóla og samræmda tungumálakennslu fyrir innflytjendur, stuðlum við að betri aðlögun og inngildingu þeirra í samfélagið. Með því að nýta máltækni tryggjum við að íslenskan haldi velli í stafrænum heimi. Og með því að auka sýnileika íslenskunnar í almannarými og fjölmiðlum styrkjum við stöðu hennar sem lifandi tungumáls. Hlutverk okkar allra Varðveisla íslenskrar tungu er sameiginlegt verkefni. Foreldrar geta stuðlað að málþroska barna sinna með því að lesa fyrir þau á íslensku og hvetja þau til að nota tungumálið. Skólar og kennarar geta lagt áherslu á fjölbreytta og lifandi íslenskukennslu. Fjölmiðlar og fyrirtæki geta valið íslenskuna í allri sinni starfsemi og þannig gert hana sýnilegri í samfélaginu. Dagur íslenskrar tungu er áminning um mikilvægi tungumálsins okkar og þær áskoranir sem það stendur frammi fyrir. Nauðsynlegt er að íslenskan þróist áfram í takt við tækni og þróun samfélagsins, án þess þó að glata sérkennum sínum. Til að ná árangri og varðveita tungumálið okkar þurfum við öll að leggja okkar af mörkum. Með sameiginlegu átaki getum við tryggt að íslenskan haldi áfram að vera lifandi og þróttmikið tungumál, sem endurspeglar menningu okkar, sögu og sjálfsmynd fyrir komandi kynslóðir. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Íslensk tunga Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Á hverju ári, þann 16. nóvember, fögnum við Íslendingar Degi íslenskrar tungu. Þessi dagur er haldinn hátíðlegur til þess að heiðra minningu Jónasar Hallgrímssonar, skálds og náttúrufræðings, en einnig árleg áminning um mikilvægi þess að varðveita íslenska tungu í nútímasamfélagi. Tungumálið er nefnilega ekki aðeins samskiptatæki heldur lykill að menningu, sögu og sjálfsmynd þjóðarinnar. Mikilvægi íslenskrar tungu Íslenskan er eitt elsta lifandi tungumál í Evrópu og hefur varðveist með ótrúlega litlum breytingum í yfir þúsund ár. Hún er burðarásinn í menningu okkar og sögu, tengir okkur við forfeður okkar og viðheldur sérstöðu okkar í hnattvæddum heimi. Tungumálið er einnig grundvöllur fyrir sköpun og listir, hvort sem er í bókmenntum, tónlist eða öðrum listgreinum. En í heimi þar sem enskan er orðin alþjóðlegt samskiptamál og tækniframfarir gera tungumálaskipti auðveldari en nokkru sinni fyrr, stendur íslenskan frammi fyrir áskorunum. Ungt fólk notar ensku æ meir í daglegu lífi, bæði í leik og starfi, og tölvur og tæki tala oft frekar ensku en íslensku. Þetta getur leitt til þess að íslenskan verði jaðarsett og missi hlutverk sitt í samfélaginu. Aðgerðaáætlun í málefnum íslenskrar tungu 2023–2026 Til að bregðast við þessum áskorunum lagði menningar- og viðskiptaráðherra fram nýja aðgerðaáætlun í málefnum íslenskrar tungu fyrir árin 2023–2026 og ég fékk til umfjöllunar sem formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis. Áætlunin felur í sér 19 aðgerðir sem miða að því að styrkja stöðu íslenskunnar á öllum sviðum samfélagsins. Helstu atriði aðgerðaáætlunarinnar eru m.a. starfstengt íslenskunám fyrir innflytjendur sem felur í sér aukið aðgengi að íslenskunámi á vinnustöðum með áherslu á starfstengdan orðaforða og talþjálfun. Þá er lögð áhersla á bætt gæði íslenskukennslu fyrir innflytjendur, virkjun Samevrópska tungumálarammans, bætt aðgengi að fjarnámi, aukin textun og talsetning á íslenska og framtíð máltækni fyrir íslensku. Aðgerðaáætlunin er viðurkenning á því að varðveisla íslenskrar tungu er ekki sjálfgefin. Hún krefst meðvitaðrar stefnumótunar og samstillts átaks stjórnvalda, stofnana, atvinnulífs og almennings. Með því að efla íslenskukennslu fyrir innflytjendur, líkt og ég hef undirstrikað með þingsályktunartillögu minni um móttökuskóla og samræmda tungumálakennslu fyrir innflytjendur, stuðlum við að betri aðlögun og inngildingu þeirra í samfélagið. Með því að nýta máltækni tryggjum við að íslenskan haldi velli í stafrænum heimi. Og með því að auka sýnileika íslenskunnar í almannarými og fjölmiðlum styrkjum við stöðu hennar sem lifandi tungumáls. Hlutverk okkar allra Varðveisla íslenskrar tungu er sameiginlegt verkefni. Foreldrar geta stuðlað að málþroska barna sinna með því að lesa fyrir þau á íslensku og hvetja þau til að nota tungumálið. Skólar og kennarar geta lagt áherslu á fjölbreytta og lifandi íslenskukennslu. Fjölmiðlar og fyrirtæki geta valið íslenskuna í allri sinni starfsemi og þannig gert hana sýnilegri í samfélaginu. Dagur íslenskrar tungu er áminning um mikilvægi tungumálsins okkar og þær áskoranir sem það stendur frammi fyrir. Nauðsynlegt er að íslenskan þróist áfram í takt við tækni og þróun samfélagsins, án þess þó að glata sérkennum sínum. Til að ná árangri og varðveita tungumálið okkar þurfum við öll að leggja okkar af mörkum. Með sameiginlegu átaki getum við tryggt að íslenskan haldi áfram að vera lifandi og þróttmikið tungumál, sem endurspeglar menningu okkar, sögu og sjálfsmynd fyrir komandi kynslóðir. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar