Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar 16. nóvember 2024 11:32 Í ágúst síðastliðnum skráðu tveir mér óskyldir einstaklingar lögheimili sitt á fasteign minni, þar sem ég bý í með manni mínum. Ég fékk tilkynningu um þessa nýju íbúa í gegnum Island.is og hafnaði skráningunni strax sama dag og ítrekaði 14 dögum seinna. Í lögum númer 80/2018, 12. gr., kemur fram að þinglýstur eigandi fasteignar skal hlutast til um að skráning lögheimilis einstaklinga sem hafa fasta búsetu í húsnæði hans sé rétt og að Þjóðskrá Íslands skuli sannreyna sjálfræði þeirra. Eigi að síður, þrátt fyrir að ég hafni skráningunni, voru þessir einstaklingar samt sem áður skráðir með lögheimili heima hjá mér. Ég ítreka rangfærsluna og mætti niður í Þjóðskrá, þar sem mér var sagt að þeir væru enn að vinna í skráningum frá mars og það gæti tekið 5 til 6 mánuði að lagfæra þessa röngu skráningu. Þetta þýðir að ég má vænta lagfæringar í febrúar 2025. Þessi ranga skráning gæti haft alvarlegar afleiðingar. Ef ég væri öryrki gætu bæturnar mínar lækkað þar sem fullorðnir einstaklingar eru skráðir inni á heimilinu. Ég þyrfti að standa allan fjárhagslegan straum af þeirri vinnu að lagfæra þetta við tilheyrandi stofnun. Einnig geta þeir kallað til lásasmið til að opna íbúðina, þar sem þeir eru með skráð lögheimili. Ef þeir lenda í greiðsluerfiðleikum eða jafnvel gjaldþroti, þá er stefna birt á lögheimilisstað, sem gæti valdið mér verulegum vandamálum. Ef viðkomandi tengdist skipulagðri brotastarfsemi gæti ég lent í húsleit á heimili mínu. Ef ég krefst breytinga hjá Þjóðskrá er bréf sent á skráð lögheimili viðkomandi, sem í þessu tilfelli er hjá mér. Eigandi þarf þá að fara með bréfið annað hvort niður í Þjóðskrá eða pósthús og skrá að viðkomandi búi ekki í húsnæðinu. Þetta fyrirkomulag er óeðlilegt og hrein tímasóun fyrir þinglýsta eigendur. Hvað ætli það kosti að hafa þetta fyrirkomulag á skráningum? Hvað eru þetta mörg ársverk hjá Þjóðskrá og ég tala nú ekki um það aukna álag á framlínufólk hjá Þjóðskrá? Það ætti að vera þannig að ef þú skráir þig á lögheimili þurfir þú að sýna fram á einhver gögn máli þínu til stuðnings, að þú hafir rétt á að skrá þig á umrætt heimilisfang. Þetta getur verið leigusamningur, kaupsamningur, eða að þinglýstur eigandi skráir þig sjálfur.Stjórnsýslan ætti að krefjast gagna til staðfestu á heimilisfesti þar sem margar stofnanir í samfélagi okkar styðjast við upplýsingar úr Þjóðskrá og því er mikilvægt að þetta sé rétt og að ef upp komi villa sé ekki langur afgreiðslutími til í að leiðrétta þær villur. Beitum skynsemi og finnum lausn til að hægt sé að koma í veg fyrir svona rugl. Höfundur er í 14. sæti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Sjá meira
Í ágúst síðastliðnum skráðu tveir mér óskyldir einstaklingar lögheimili sitt á fasteign minni, þar sem ég bý í með manni mínum. Ég fékk tilkynningu um þessa nýju íbúa í gegnum Island.is og hafnaði skráningunni strax sama dag og ítrekaði 14 dögum seinna. Í lögum númer 80/2018, 12. gr., kemur fram að þinglýstur eigandi fasteignar skal hlutast til um að skráning lögheimilis einstaklinga sem hafa fasta búsetu í húsnæði hans sé rétt og að Þjóðskrá Íslands skuli sannreyna sjálfræði þeirra. Eigi að síður, þrátt fyrir að ég hafni skráningunni, voru þessir einstaklingar samt sem áður skráðir með lögheimili heima hjá mér. Ég ítreka rangfærsluna og mætti niður í Þjóðskrá, þar sem mér var sagt að þeir væru enn að vinna í skráningum frá mars og það gæti tekið 5 til 6 mánuði að lagfæra þessa röngu skráningu. Þetta þýðir að ég má vænta lagfæringar í febrúar 2025. Þessi ranga skráning gæti haft alvarlegar afleiðingar. Ef ég væri öryrki gætu bæturnar mínar lækkað þar sem fullorðnir einstaklingar eru skráðir inni á heimilinu. Ég þyrfti að standa allan fjárhagslegan straum af þeirri vinnu að lagfæra þetta við tilheyrandi stofnun. Einnig geta þeir kallað til lásasmið til að opna íbúðina, þar sem þeir eru með skráð lögheimili. Ef þeir lenda í greiðsluerfiðleikum eða jafnvel gjaldþroti, þá er stefna birt á lögheimilisstað, sem gæti valdið mér verulegum vandamálum. Ef viðkomandi tengdist skipulagðri brotastarfsemi gæti ég lent í húsleit á heimili mínu. Ef ég krefst breytinga hjá Þjóðskrá er bréf sent á skráð lögheimili viðkomandi, sem í þessu tilfelli er hjá mér. Eigandi þarf þá að fara með bréfið annað hvort niður í Þjóðskrá eða pósthús og skrá að viðkomandi búi ekki í húsnæðinu. Þetta fyrirkomulag er óeðlilegt og hrein tímasóun fyrir þinglýsta eigendur. Hvað ætli það kosti að hafa þetta fyrirkomulag á skráningum? Hvað eru þetta mörg ársverk hjá Þjóðskrá og ég tala nú ekki um það aukna álag á framlínufólk hjá Þjóðskrá? Það ætti að vera þannig að ef þú skráir þig á lögheimili þurfir þú að sýna fram á einhver gögn máli þínu til stuðnings, að þú hafir rétt á að skrá þig á umrætt heimilisfang. Þetta getur verið leigusamningur, kaupsamningur, eða að þinglýstur eigandi skráir þig sjálfur.Stjórnsýslan ætti að krefjast gagna til staðfestu á heimilisfesti þar sem margar stofnanir í samfélagi okkar styðjast við upplýsingar úr Þjóðskrá og því er mikilvægt að þetta sé rétt og að ef upp komi villa sé ekki langur afgreiðslutími til í að leiðrétta þær villur. Beitum skynsemi og finnum lausn til að hægt sé að koma í veg fyrir svona rugl. Höfundur er í 14. sæti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun