Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar 16. nóvember 2024 07:33 Til hamingju með nýja starfið ! Þú ferð fyrir málaflokki sem snertir alla Íslendinga með fjölbreyttum hætti frá vöggu til grafar. Óhætt er að segja að verkefnið sé flókið og yfirgripsmikið. Þá tekur það til sín mikinn hluta af útgjöldum ríkissjóðs á hverju ári. Þú veist að burtséð frá skoðunum fólks í pólitík eru landsmenn sammála því að við eigum öll að njóta bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu sem völ er á hverju sinni. Þú munt reka þig fljótt á það að slíkt er erfitt í útfærslu af mörgum orsökum, meðal annars landfræðilegum, en ekki síst sökum þess að innviðirnir hafa ekki verið ræktir nægjanlega vel, mönnun er áskorun og mismunandi hagsmunir og áhrif vegna þungt. Láttu það ekki letja þig. Þá verður það heilmikil áskorun fyrir þig að takast á við embættismenn í þínu ráðuneyti og stofnunum þeim sem heyra undir þig. Ekki síður að kynnast þeim veruleika að þrátt fyrir frábærar hugmyndir innan þinna raða kunni önnur ráðuneyti að hafa lokaorðið um hvort af þeim verður eða ekki. Það verður væntanlega einnig ný reynsla að finna það á eigin skinni að skilja stundum ekki hvernig sumar ákvarðanir eru teknar eða hvar. Þessu til viðbótar muntu finna það að ekki eru allir samstíga í kringum þig og mjög mikið af fagfólki jafnvel með sömu fagmenntun er algerlega á öndverðum meiði með hvernig gera skuli hlutina og forgangsraða. Þrátt fyrir að ég segi þetta eru allir að vinna með sömu hagsmuni að leiðarljósi, að viðhalda og bæta heilbrigðiskerfið af heilum hug. Þú munt hitta aðila sem brenna fyrir nýjungum í þjónustu, hafa víðtæka þekkingu og reynslu og vilja miðla henni til þín. Það munu allir vilja bjóða þér til sín, hitta þig, vilja sýna þér hvernig þeim finnst að verkefnin eigi að vinnast. Hvort heldur sem þú hefur menntun, innsýn eða reynslu af því að starfa innan heilbrigðiskerfisins muntu þurfa mikinn stuðning og þurfa að gefa þér tíma, en að sama skapi taka afgerandi ákvarðanir og koma málum í höfn. Þú leggur línurnar og það er nokkuð ljóst að forgangsröðun verkefna, málaflokka, þjónustu og umfram allt að þú nýtir hverja krónu sem við leggjum til kerfisins sem best verður talsverð áskorun. Ég vil hvetja þig áfram, njóttu þess að við viljum öll vinna með þér hvar sem við stöndum í kerfinu. Nýttu tækifærið til hins ýtrasta að láta gott af þér leiða, hugsaðu fyrst og fremst um hag notenda kerfisins, en vertu styðjandi við kerfið og byggðu það upp á breiðum grunni svo það geti sinnt sínu hlutverki. Vertu stórhuga og fullviss um að þjónusta og möguleikar eru fjölmargir. Við stöndum öll með þér þegar á þarf að halda, þú getur reitt þig á það. Á sama tíma treystum við því að þú horfir vel fram í tímann og vinnir að því að leysa áskoranirnar áður en þær verða óviðráðanlegar. Leggðu vel við hlustir alls staðar þar sem gætu leynst gullkorn, en umfram allt njóttu þess að hafa möguleika á að vinna með fjöregg þjóðarinnar, heilsu hennar og líðan. Gangi þér vel! Höfundur er læknir og forstjóri Heilsuverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Heilbrigðismál Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Til hamingju með nýja starfið ! Þú ferð fyrir málaflokki sem snertir alla Íslendinga með fjölbreyttum hætti frá vöggu til grafar. Óhætt er að segja að verkefnið sé flókið og yfirgripsmikið. Þá tekur það til sín mikinn hluta af útgjöldum ríkissjóðs á hverju ári. Þú veist að burtséð frá skoðunum fólks í pólitík eru landsmenn sammála því að við eigum öll að njóta bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu sem völ er á hverju sinni. Þú munt reka þig fljótt á það að slíkt er erfitt í útfærslu af mörgum orsökum, meðal annars landfræðilegum, en ekki síst sökum þess að innviðirnir hafa ekki verið ræktir nægjanlega vel, mönnun er áskorun og mismunandi hagsmunir og áhrif vegna þungt. Láttu það ekki letja þig. Þá verður það heilmikil áskorun fyrir þig að takast á við embættismenn í þínu ráðuneyti og stofnunum þeim sem heyra undir þig. Ekki síður að kynnast þeim veruleika að þrátt fyrir frábærar hugmyndir innan þinna raða kunni önnur ráðuneyti að hafa lokaorðið um hvort af þeim verður eða ekki. Það verður væntanlega einnig ný reynsla að finna það á eigin skinni að skilja stundum ekki hvernig sumar ákvarðanir eru teknar eða hvar. Þessu til viðbótar muntu finna það að ekki eru allir samstíga í kringum þig og mjög mikið af fagfólki jafnvel með sömu fagmenntun er algerlega á öndverðum meiði með hvernig gera skuli hlutina og forgangsraða. Þrátt fyrir að ég segi þetta eru allir að vinna með sömu hagsmuni að leiðarljósi, að viðhalda og bæta heilbrigðiskerfið af heilum hug. Þú munt hitta aðila sem brenna fyrir nýjungum í þjónustu, hafa víðtæka þekkingu og reynslu og vilja miðla henni til þín. Það munu allir vilja bjóða þér til sín, hitta þig, vilja sýna þér hvernig þeim finnst að verkefnin eigi að vinnast. Hvort heldur sem þú hefur menntun, innsýn eða reynslu af því að starfa innan heilbrigðiskerfisins muntu þurfa mikinn stuðning og þurfa að gefa þér tíma, en að sama skapi taka afgerandi ákvarðanir og koma málum í höfn. Þú leggur línurnar og það er nokkuð ljóst að forgangsröðun verkefna, málaflokka, þjónustu og umfram allt að þú nýtir hverja krónu sem við leggjum til kerfisins sem best verður talsverð áskorun. Ég vil hvetja þig áfram, njóttu þess að við viljum öll vinna með þér hvar sem við stöndum í kerfinu. Nýttu tækifærið til hins ýtrasta að láta gott af þér leiða, hugsaðu fyrst og fremst um hag notenda kerfisins, en vertu styðjandi við kerfið og byggðu það upp á breiðum grunni svo það geti sinnt sínu hlutverki. Vertu stórhuga og fullviss um að þjónusta og möguleikar eru fjölmargir. Við stöndum öll með þér þegar á þarf að halda, þú getur reitt þig á það. Á sama tíma treystum við því að þú horfir vel fram í tímann og vinnir að því að leysa áskoranirnar áður en þær verða óviðráðanlegar. Leggðu vel við hlustir alls staðar þar sem gætu leynst gullkorn, en umfram allt njóttu þess að hafa möguleika á að vinna með fjöregg þjóðarinnar, heilsu hennar og líðan. Gangi þér vel! Höfundur er læknir og forstjóri Heilsuverndar.
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun