Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar 15. nóvember 2024 11:02 Farsældarlögin snúast ekki um börnin. Lögin auka ekki réttindi barna, þau auka ekki réttindi umönnunaraðila og kerfið grípur ekki öll börn sem þurfa nauðsynlega á snemmtækri íhlutun að halda. Þetta er ekki mín skoðun. Þetta hef ég meðal annars frá eftirfarandi ráðuneytum og stofnunum: Mennta- og barnamálaráðuneytið Dómsmálaráðuneytið Barna- og fjölskyldustofu(sem hefur stórt hlutverk í framkvæmd laganna) Sveitarfélögunum Reykjavík, Kópavogi og Reykjanesbæ. Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála (áður GEF, Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar) Réttindagæslumanni fatlaðra Umboðsmanni Alþingis Umboðsmanni Barna Ríkisendurskoðun Ég hef rætt þessi mál við fagaðila og félagsmálastjóra nokkurra sveitarfélaga og þeir veita flestir þjónustu og stuðning umfram lagaskyldur. Mikilvæg lög sem snúa að farsæld barna undanskilja hóp barna og foreldra. Lögin eru: Lög um leikskóla 90/2008 Lög um grunnskóla 91/2008 Lög um stuðning við fötluð börn 38/2018 Farsældarlögin 86/2021 Lög um félagsþjónustu sveitarfélaga 40/1991. (Lögunum var breytt í júní 2022 eftir að félagsmálaráðuneytið fór úr höndum Framsóknarflokksins og í hendur VG) Ekkert jafnréttismat fór fram á farsældarlögunum Ekkert mat á jafnréttisáhrifum var gert á farsældarlögunum þrátt fyrir að ljóst væri að þau hefðu ólík áhrif á karla og konur. Lögin setja einstæðar mæður(einstæða foreldra) í hlutverk málstjóra gagnvart hinu foreldrinu og eykur álag í samræmi við það enda hafa foreldrar almennt ekki reynslu, þekkingu né menntun til að sinna þessu hlutverki. Það er eins og það sé ekki nóg fyrir foreldrið að eiga barn sem þarf á stuðningi að halda. Þetta er gert á sama tíma og allar rannsóknir sýna að umönnunarbyrði kvenna sé nú þegar of mikil. Sveitarfélög gerðu atlögu að foreldrum og ráðherrar aðgerðarlausir á Sagt er að foreldrar beri endanlega ábyrgð á börnum sínum. Þessu eru stjórnvöld, t.d. barna- og menntamálaráðuneytið ekki sammála. Árið 2019 og 2021 gerðu Reykjavík og Kópavogur atlögu að foreldrum og börnum með því að taka upp samskipta- og upplýsingakerfi í leik- og grunnskólum sem veitti ekki öllum umönnunaraðilum möguleika á eðlilegum samskiptum og miðlun upplýsinga. Kópavogsbær ætlaði að loka fyrir samskipti við hóp foreldra, jafnvel foreldra fatlaðra barna. Barna- og menntamálaráðuneytið og Umboðsmaður Alþingis sáu ekkert athugavert við þetta en eftir nokkurra mánaða harða baráttu við sveitarfélögin þá hrundu foreldrar þessari atlögu. Barna- og menntamálaráðherra hefur ekki séð ástæðu til að skerpa á ákvæðum laga um samskipti leikskóla og grunnskóla við foreldra barna. Það er því enn heimilt samkvæmt lögum að loka á samskipta- og upplýsingalausnir eins og Vala.is og Mentor án fyrirvara. Uppeldisráðgjöf fyrir foreldra Árið 2019 kom í ljós að sveitarfélög töldu sig ekki mega veita öllum foreldrum barna uppeldisráðgjöf og námskeið þrátt fyrir að bæði sveitarfélög og foreldrar teldu það nauðsynlegt til að geta stutt við þroska barna. Á meðan félagsmálaráðuneytið var í höndum Framsóknarflokksins þá gerðist ekkert. Það var ekki fyrr en ráðuneytið fór í hendur VG að lagt var fram frumvarp sem heimilaði sveitarfélögum að veita öllum umönnunaraðilum þessi nauðsynlegu námskeið. Þessi aukni stuðningur við börn og foreldra er ekki vegna farsældarlaganna. Árangur ekki farsældarlögunum að þakka Betri líðan barna er ekki vegna farsældarlaganna heldur þrátt fyrir farsældarlögin. Sveitarfélög veita mörg hver þjónustu umfram lagaskyldur. Lögum sem veitir foreldrum betri tækifæri til að styðja við börnin sín hefur verið breytt. Orðið hefur vitundarvakning meðal sérfræðinga um nauðsyn þess að styðja við öll börn umfram lagaskyldur. Að lokum hefur orðið vitundarvakning og valdefling meðal foreldra. Í stað þess að bíða eftir því að stjórnvöld hlusti og vinni með foreldrum þá hafa foreldrar einfaldlega tekið frumkvæðið og lagt stjórnvöldum línurnar. Stjórnmálamenn og ráðherrar eru oftast áhorfendur en sjaldan eða aldrei hafa þeir leitt breytingar í þágu barna. Eitt er víst, að sá hópur sem stjórnmálamenn þakka síðast eru foreldrar en stjórnmálamenn eru fyrstir til að þakka sjálfum sér fyrir annarra störf. Höfundur er fjögurra barna faðir og viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lúðvík Júlíusson Mest lesið Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Farsældarlögin snúast ekki um börnin. Lögin auka ekki réttindi barna, þau auka ekki réttindi umönnunaraðila og kerfið grípur ekki öll börn sem þurfa nauðsynlega á snemmtækri íhlutun að halda. Þetta er ekki mín skoðun. Þetta hef ég meðal annars frá eftirfarandi ráðuneytum og stofnunum: Mennta- og barnamálaráðuneytið Dómsmálaráðuneytið Barna- og fjölskyldustofu(sem hefur stórt hlutverk í framkvæmd laganna) Sveitarfélögunum Reykjavík, Kópavogi og Reykjanesbæ. Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála (áður GEF, Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar) Réttindagæslumanni fatlaðra Umboðsmanni Alþingis Umboðsmanni Barna Ríkisendurskoðun Ég hef rætt þessi mál við fagaðila og félagsmálastjóra nokkurra sveitarfélaga og þeir veita flestir þjónustu og stuðning umfram lagaskyldur. Mikilvæg lög sem snúa að farsæld barna undanskilja hóp barna og foreldra. Lögin eru: Lög um leikskóla 90/2008 Lög um grunnskóla 91/2008 Lög um stuðning við fötluð börn 38/2018 Farsældarlögin 86/2021 Lög um félagsþjónustu sveitarfélaga 40/1991. (Lögunum var breytt í júní 2022 eftir að félagsmálaráðuneytið fór úr höndum Framsóknarflokksins og í hendur VG) Ekkert jafnréttismat fór fram á farsældarlögunum Ekkert mat á jafnréttisáhrifum var gert á farsældarlögunum þrátt fyrir að ljóst væri að þau hefðu ólík áhrif á karla og konur. Lögin setja einstæðar mæður(einstæða foreldra) í hlutverk málstjóra gagnvart hinu foreldrinu og eykur álag í samræmi við það enda hafa foreldrar almennt ekki reynslu, þekkingu né menntun til að sinna þessu hlutverki. Það er eins og það sé ekki nóg fyrir foreldrið að eiga barn sem þarf á stuðningi að halda. Þetta er gert á sama tíma og allar rannsóknir sýna að umönnunarbyrði kvenna sé nú þegar of mikil. Sveitarfélög gerðu atlögu að foreldrum og ráðherrar aðgerðarlausir á Sagt er að foreldrar beri endanlega ábyrgð á börnum sínum. Þessu eru stjórnvöld, t.d. barna- og menntamálaráðuneytið ekki sammála. Árið 2019 og 2021 gerðu Reykjavík og Kópavogur atlögu að foreldrum og börnum með því að taka upp samskipta- og upplýsingakerfi í leik- og grunnskólum sem veitti ekki öllum umönnunaraðilum möguleika á eðlilegum samskiptum og miðlun upplýsinga. Kópavogsbær ætlaði að loka fyrir samskipti við hóp foreldra, jafnvel foreldra fatlaðra barna. Barna- og menntamálaráðuneytið og Umboðsmaður Alþingis sáu ekkert athugavert við þetta en eftir nokkurra mánaða harða baráttu við sveitarfélögin þá hrundu foreldrar þessari atlögu. Barna- og menntamálaráðherra hefur ekki séð ástæðu til að skerpa á ákvæðum laga um samskipti leikskóla og grunnskóla við foreldra barna. Það er því enn heimilt samkvæmt lögum að loka á samskipta- og upplýsingalausnir eins og Vala.is og Mentor án fyrirvara. Uppeldisráðgjöf fyrir foreldra Árið 2019 kom í ljós að sveitarfélög töldu sig ekki mega veita öllum foreldrum barna uppeldisráðgjöf og námskeið þrátt fyrir að bæði sveitarfélög og foreldrar teldu það nauðsynlegt til að geta stutt við þroska barna. Á meðan félagsmálaráðuneytið var í höndum Framsóknarflokksins þá gerðist ekkert. Það var ekki fyrr en ráðuneytið fór í hendur VG að lagt var fram frumvarp sem heimilaði sveitarfélögum að veita öllum umönnunaraðilum þessi nauðsynlegu námskeið. Þessi aukni stuðningur við börn og foreldra er ekki vegna farsældarlaganna. Árangur ekki farsældarlögunum að þakka Betri líðan barna er ekki vegna farsældarlaganna heldur þrátt fyrir farsældarlögin. Sveitarfélög veita mörg hver þjónustu umfram lagaskyldur. Lögum sem veitir foreldrum betri tækifæri til að styðja við börnin sín hefur verið breytt. Orðið hefur vitundarvakning meðal sérfræðinga um nauðsyn þess að styðja við öll börn umfram lagaskyldur. Að lokum hefur orðið vitundarvakning og valdefling meðal foreldra. Í stað þess að bíða eftir því að stjórnvöld hlusti og vinni með foreldrum þá hafa foreldrar einfaldlega tekið frumkvæðið og lagt stjórnvöldum línurnar. Stjórnmálamenn og ráðherrar eru oftast áhorfendur en sjaldan eða aldrei hafa þeir leitt breytingar í þágu barna. Eitt er víst, að sá hópur sem stjórnmálamenn þakka síðast eru foreldrar en stjórnmálamenn eru fyrstir til að þakka sjálfum sér fyrir annarra störf. Höfundur er fjögurra barna faðir og viðskiptafræðingur.
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun