Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar 15. nóvember 2024 06:00 Nýlega lagði ég fram þingsályktunartillögu um stóraukinn stuðning og fræðslu fyrir foreldra barna sem greinst hafa með ADHD. Markmið tillögunnar er að tryggja foreldrum þessa hóps gjaldfrjálsan aðgang að námskeiðum, hagnýtum verkfærum og leiðsögn sem eflir sjálfstraust þeirra og öryggi í uppeldinu. Við vitum að ADHD getur haft áhrif á mörgum sviðum lífsins, hvort sem er í námi, samskiptum eða daglegum athöfnum. Um eitt af hverjum tíu börnum tilheyrir þessum hópi, sem þýðir að í venjulegum kennslustofum eru að minnsta kosti 2–3 börn með ADHD sem þurfa stuðning og skilning til að blómstra. Börn með ADHD búa yfir einstökum hæfileikum – ofurkrafti sem má virkja með réttri umgjörð og stuðningi. Það er samfélagslegt hlutverk okkar að skapa þessum öflugu einstaklingum aðstæður sem gera þeim kleift þeim að blómstra, þannig að orka þeirra og sköpunargáfa fái notið sín. Stuðningur og námskeið fyrir foreldra Að ala upp barn með ADHD getur verið frábrugðið hefðbundnu uppeldi. Foreldrar þurfa oft að mæta nýjum áskorunum og aðlagast breytilegum þörfum barnsins. Þau sem hafa leitað sér fræðslu eru þó mörg sammála því að vilja enn meiri aðstoð og tæki til að styðja börnin sín í námi og félagslífi. Það er því gleðilegt að námskeið fyrir foreldra barna með ADHD hafa orðið algengari á síðustu árum, og reynsla sýnir að þau eru gagnleg. Slík námskeið veita foreldrum innsýn og þekkingu um áskoranir og styrkleika barna með ADHD, jafnt sem þau hafa jákvæð áhrif á nám og félagsfærni barna. Slík námskeið ættu því að vera aðgengileg öllum foreldrum, óháð efnahag. Loksins! Í síðustu viku bárust jákvæðar fréttir af nýju foreldranámskeiði ADHD samtakanna, „Kærleikur í kaos,“ sem heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, opnaði formlega. Námskeiðið er nú öllum aðgengilegt á vef ADHD samtakanna. „Kærleikur í kaos“ er netnámskeið í fimm gagnvirkum hlutum, sem foreldrar geta nýtt á sínum hraða, hvar og hvenær sem hentar. Byggt á danska námskeiðinu KIK – Nu!, sem hefur verið þýtt og aðlagað á íslensku. Umrætt námskeið hefur hlotið alþjóðlegar viðurkenningar fyrir árangur. Rannsóknir sýna að námskeiðið eflir uppeldisfærni foreldra, dregur úr árekstrum og styrkir samband foreldra og barns. Ég hvet áhugasöm til að kynna sér námskeiðið á vefsíðu ADHD samtakanna – Kærleikur í kaos. Ég vil þakka ADHD samtökunum innilega fyrir öflugt starf í þágu barna og ungmenna og heilbrigðisráðherra fyrir stuðning sinn við verkefnið. Ég er sannfærð um að þessi fjárfesting muni stuðla að betri lífsgæðum fyrir börn og fjölskyldur með ADHD og auka enn framlag þessa öfluga hóps til samfélagsins okkar. Höfundur er þingmaður og frambjóðandi í 2. sæti Framsóknar í Reykjavík Norður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Framsóknarflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 ADHD Mest lesið Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Nýlega lagði ég fram þingsályktunartillögu um stóraukinn stuðning og fræðslu fyrir foreldra barna sem greinst hafa með ADHD. Markmið tillögunnar er að tryggja foreldrum þessa hóps gjaldfrjálsan aðgang að námskeiðum, hagnýtum verkfærum og leiðsögn sem eflir sjálfstraust þeirra og öryggi í uppeldinu. Við vitum að ADHD getur haft áhrif á mörgum sviðum lífsins, hvort sem er í námi, samskiptum eða daglegum athöfnum. Um eitt af hverjum tíu börnum tilheyrir þessum hópi, sem þýðir að í venjulegum kennslustofum eru að minnsta kosti 2–3 börn með ADHD sem þurfa stuðning og skilning til að blómstra. Börn með ADHD búa yfir einstökum hæfileikum – ofurkrafti sem má virkja með réttri umgjörð og stuðningi. Það er samfélagslegt hlutverk okkar að skapa þessum öflugu einstaklingum aðstæður sem gera þeim kleift þeim að blómstra, þannig að orka þeirra og sköpunargáfa fái notið sín. Stuðningur og námskeið fyrir foreldra Að ala upp barn með ADHD getur verið frábrugðið hefðbundnu uppeldi. Foreldrar þurfa oft að mæta nýjum áskorunum og aðlagast breytilegum þörfum barnsins. Þau sem hafa leitað sér fræðslu eru þó mörg sammála því að vilja enn meiri aðstoð og tæki til að styðja börnin sín í námi og félagslífi. Það er því gleðilegt að námskeið fyrir foreldra barna með ADHD hafa orðið algengari á síðustu árum, og reynsla sýnir að þau eru gagnleg. Slík námskeið veita foreldrum innsýn og þekkingu um áskoranir og styrkleika barna með ADHD, jafnt sem þau hafa jákvæð áhrif á nám og félagsfærni barna. Slík námskeið ættu því að vera aðgengileg öllum foreldrum, óháð efnahag. Loksins! Í síðustu viku bárust jákvæðar fréttir af nýju foreldranámskeiði ADHD samtakanna, „Kærleikur í kaos,“ sem heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, opnaði formlega. Námskeiðið er nú öllum aðgengilegt á vef ADHD samtakanna. „Kærleikur í kaos“ er netnámskeið í fimm gagnvirkum hlutum, sem foreldrar geta nýtt á sínum hraða, hvar og hvenær sem hentar. Byggt á danska námskeiðinu KIK – Nu!, sem hefur verið þýtt og aðlagað á íslensku. Umrætt námskeið hefur hlotið alþjóðlegar viðurkenningar fyrir árangur. Rannsóknir sýna að námskeiðið eflir uppeldisfærni foreldra, dregur úr árekstrum og styrkir samband foreldra og barns. Ég hvet áhugasöm til að kynna sér námskeiðið á vefsíðu ADHD samtakanna – Kærleikur í kaos. Ég vil þakka ADHD samtökunum innilega fyrir öflugt starf í þágu barna og ungmenna og heilbrigðisráðherra fyrir stuðning sinn við verkefnið. Ég er sannfærð um að þessi fjárfesting muni stuðla að betri lífsgæðum fyrir börn og fjölskyldur með ADHD og auka enn framlag þessa öfluga hóps til samfélagsins okkar. Höfundur er þingmaður og frambjóðandi í 2. sæti Framsóknar í Reykjavík Norður
Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun